Mennt er máttur í sjávarútvegi – Skóli sjávarútvegs og siglinga Eyjólfur Ármannsson skrifar 6. ágúst 2024 13:31 Skipstjórnarnám á sér langa sögu á Íslandi. Frá 1891 til 2003 var skipstjórnarnámið í sjálfstæðum skóla. Saga skipstjórnarnáms á Íslandi hefst með stofnun Stýrimannaskólans í Reykjavík 1891 sem var hluti af sjálfstæðisbaráttu Íslendinga. Bygging Sjómannaskólans í Reykjavík var vígð 4. júní 1944 og var hluti af lýðveldisstofnuninni nokkrum dögum síðar. Sjómannaskólinn, byggingin, er helsta einkenni höfuðborgarinnar og eign sjómannastéttarinnar. Við undirbúning byggingarinnar á kreppuárunum var tekið fram að skólinn skyldi vera djarfmannleg auglýsing um þýðingu hinnar íslensku sjómannastéttar fyrir samfélagið. Sá andi og metnaður sem lá að baki byggingu skólans fyrir 80 árum virðist gjörsamlega á bak og burt. Í dag er námið í Tækniskóla Íslands og hluti af framhaldsskólanámi sem þar er boðið upp á. Að undanförnu hefur komið fram vaxandi óánægja með nám í skipstjórn í Tækniskólanum á meðal starfandi skipstjórnarmanna, nemenda, kennara og útgerða. Þessa óánægju ber að taka alvarlega. Félag skipstjórnarmanna hefur vísað til ofangreindrar óánægju og lagt fram skýrar tillögur um framtíð skipstjórnarnáms á Íslandi sem fela í sér að stórefla nám í skipstjórn og sjávarútvegstengdum greinum og leggur til að stofnaður verði skóli sjávarútvegs og siglinga. Skóli sjávarútvegs og siglinga yrði í húsi Sjómannaskólans sem yrði mennta- og þekkingarsetur sjávarútvegs á Íslandi. Menntun skipstjórnarmanna er að hluta til starfsnám sem verður að byggja á góðri sjómennsku. Sjómennska er reynslufag sem ekki verður lært í framhaldsskóla á aldrinum 16-19 ára. Mikilvægt er því að í skipstjórnarnámið sæki eldri nemendur sem hafa verið nokkur ár til sjós og öðlast þar góða sjóreynslu og eru tilbúnir að námi loknu að takast á við þá miklu ábyrgð sem skipstjórn fylgir. Einungis góður sjómaður getur orðið góður skipstjóri. Sérskóli tengdur atvinnugreininni er mun líklegri til að ná til eldri nemenda en skóli sem tekur á móti 16 ára nemendum eftir grunnskóla. Hér er um að ræða nám sem menntar fólk til að stjórna verðmætustu atvinnutækjum samfélagsins í undirstöðuatvinnugrein þjóðarinnar. Verðmætasköpun atvinnugreinarinnar hefur verið og er ein helsta undirstaða velmegunar í íslensku samfélagi. Mikilvægt er að sjávarútvegur, ein helsta atvinnugrein þjóðarinnar, eigi sitt menntasetur. Án aðgerða gæti framtíðin orðið sú að farið verði að manna fiskiskipflotann með erlendum verktökum. Viljum við það? Til samanburðar má benda á að Landbúnaðarháskólinn á Hvanneyri er menntasetur landbúnaðarins og bænda í landinu. Íslenskir sjómenn og sjávarútvegur þurfa slíkt menntasetur. Í tillögum Félags skipstjórnarmanna er gert ráð fyrir námi í skipstjórn, vélstjórn, fisktækni, fiskeldi, slysavörnum, þróun veiðarfæra og nýsköpun í samvinnu við fyrirtæki innan greinarinnar. Ég skora á menntamálaráðherra og alla þá sem láta sig menntun í þessari undirstöðuatvinnugrein þjóðarinnar varða, og þá sérstaklega útgerðarmenn, að taka tillögur Félags skipstjórnarmanna til alvarlegrar skoðunar. Við þurfum að hefja umræðu um þetta mikilvæga mál. Með samvinnu getur orðið til skóli sem tryggir orðstír greinarinnar og þeirra sem innan hennar starfa. Sjávarútvegur á Íslandi dafnar einungis með vel menntuðum starfsmönnum. Mennt er máttur í sjávarútvegi. Höfundur er þingmaður Flokks fólksins í Norðvesturkjördæmi og varaformaður allsherjar- og menntamálanefndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Flokkur fólksins Eyjólfur Ármannsson Sjávarútvegur Skóla- og menntamál Mest lesið Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Skrifræðismartröð í Hæðargarði Dóra Magnúsdóttir Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir Skoðun Föstum saman, Ramadan og langafasta Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Auðhumla í Hamraborg Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson Skoðun Jón og félagar eru farnir Árni Guðmundsson Skoðun Þegar Halla Gunnarsdóttir lét Kevin Spacey heyra það Drífa Snædal Skoðun Konur láta lífið og karlar fá knús Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Skrifræðismartröð í Hæðargarði Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fáni okkar allra... Eva Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Átökin um áminningarskylduna – stutt upprifjun Óli Jón Jónsson skrifar Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Föstum saman, Ramadan og langafasta Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Auðhumla í Hamraborg Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Magnús Karl er einstakur kennari og verður afburða rektor Kristín Heimisdóttir skrifar Skoðun Mannlegi rektorinn Silja Bára Arnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar Halla Gunnarsdóttir lét Kevin Spacey heyra það Drífa Snædal skrifar Skoðun Íslenskar löggæslustofnanir sem lögmæt skotmörk Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Ó-frjósemi eða val Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Heimilisofbeldi – aðgerðir í þágu þolenda Alma D. Möller ,Drífa Jónasdóttir skrifar Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Við kjósum Kolbrúnu! Rannveig Klara Guðmundsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði snertir okkur öll Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hin nýja heimsmynd Trumps, Putins og Jinpings Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Virðismatskerfi í þágu launajafnréttis Helga Björg Olgu- Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Konur láta lífið og karlar fá knús Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr skrifar Skoðun VR Chairman Elections Have Begun – Your Vote Matters! Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Kosningar í VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti er mannanna verk Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Álfar og huldufólk styðja umhverfisvernd Bryndís Fjóla Pétursdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Jafnréttisparadís? Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Fíllinn í fjölmiðlastofu Þórðar Snæs Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Sjá meira
Skipstjórnarnám á sér langa sögu á Íslandi. Frá 1891 til 2003 var skipstjórnarnámið í sjálfstæðum skóla. Saga skipstjórnarnáms á Íslandi hefst með stofnun Stýrimannaskólans í Reykjavík 1891 sem var hluti af sjálfstæðisbaráttu Íslendinga. Bygging Sjómannaskólans í Reykjavík var vígð 4. júní 1944 og var hluti af lýðveldisstofnuninni nokkrum dögum síðar. Sjómannaskólinn, byggingin, er helsta einkenni höfuðborgarinnar og eign sjómannastéttarinnar. Við undirbúning byggingarinnar á kreppuárunum var tekið fram að skólinn skyldi vera djarfmannleg auglýsing um þýðingu hinnar íslensku sjómannastéttar fyrir samfélagið. Sá andi og metnaður sem lá að baki byggingu skólans fyrir 80 árum virðist gjörsamlega á bak og burt. Í dag er námið í Tækniskóla Íslands og hluti af framhaldsskólanámi sem þar er boðið upp á. Að undanförnu hefur komið fram vaxandi óánægja með nám í skipstjórn í Tækniskólanum á meðal starfandi skipstjórnarmanna, nemenda, kennara og útgerða. Þessa óánægju ber að taka alvarlega. Félag skipstjórnarmanna hefur vísað til ofangreindrar óánægju og lagt fram skýrar tillögur um framtíð skipstjórnarnáms á Íslandi sem fela í sér að stórefla nám í skipstjórn og sjávarútvegstengdum greinum og leggur til að stofnaður verði skóli sjávarútvegs og siglinga. Skóli sjávarútvegs og siglinga yrði í húsi Sjómannaskólans sem yrði mennta- og þekkingarsetur sjávarútvegs á Íslandi. Menntun skipstjórnarmanna er að hluta til starfsnám sem verður að byggja á góðri sjómennsku. Sjómennska er reynslufag sem ekki verður lært í framhaldsskóla á aldrinum 16-19 ára. Mikilvægt er því að í skipstjórnarnámið sæki eldri nemendur sem hafa verið nokkur ár til sjós og öðlast þar góða sjóreynslu og eru tilbúnir að námi loknu að takast á við þá miklu ábyrgð sem skipstjórn fylgir. Einungis góður sjómaður getur orðið góður skipstjóri. Sérskóli tengdur atvinnugreininni er mun líklegri til að ná til eldri nemenda en skóli sem tekur á móti 16 ára nemendum eftir grunnskóla. Hér er um að ræða nám sem menntar fólk til að stjórna verðmætustu atvinnutækjum samfélagsins í undirstöðuatvinnugrein þjóðarinnar. Verðmætasköpun atvinnugreinarinnar hefur verið og er ein helsta undirstaða velmegunar í íslensku samfélagi. Mikilvægt er að sjávarútvegur, ein helsta atvinnugrein þjóðarinnar, eigi sitt menntasetur. Án aðgerða gæti framtíðin orðið sú að farið verði að manna fiskiskipflotann með erlendum verktökum. Viljum við það? Til samanburðar má benda á að Landbúnaðarháskólinn á Hvanneyri er menntasetur landbúnaðarins og bænda í landinu. Íslenskir sjómenn og sjávarútvegur þurfa slíkt menntasetur. Í tillögum Félags skipstjórnarmanna er gert ráð fyrir námi í skipstjórn, vélstjórn, fisktækni, fiskeldi, slysavörnum, þróun veiðarfæra og nýsköpun í samvinnu við fyrirtæki innan greinarinnar. Ég skora á menntamálaráðherra og alla þá sem láta sig menntun í þessari undirstöðuatvinnugrein þjóðarinnar varða, og þá sérstaklega útgerðarmenn, að taka tillögur Félags skipstjórnarmanna til alvarlegrar skoðunar. Við þurfum að hefja umræðu um þetta mikilvæga mál. Með samvinnu getur orðið til skóli sem tryggir orðstír greinarinnar og þeirra sem innan hennar starfa. Sjávarútvegur á Íslandi dafnar einungis með vel menntuðum starfsmönnum. Mennt er máttur í sjávarútvegi. Höfundur er þingmaður Flokks fólksins í Norðvesturkjördæmi og varaformaður allsherjar- og menntamálanefndar.
Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar
Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson skrifar
Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr skrifar
Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun