Uppgjörið: Fram - Stjarnan 2-1 | Framarar stálu sigrinum í uppbótartíma Stefán Marteinn Ólafsson skrifar 6. ágúst 2024 18:31 Fram vann sterkan sigur í kvöld. Vísir/Diego Fram vann mikilvægan 2-1 sigur er liðið tók á móti Stjörnunni í Bestu-deild karla í knattspyrnu í kvöld. Magnús Þórðarson skoraði sigurmark heimamanna þegar komið var fram yfir venjulegan leiktíma. Leikurinn fór þokkalega af stað og mátti sjá mikinn þrótt hjá heimamönnum sem fóru á fullu gasi í alla bolta. Gestirnir voru í smá stund að komast í takt við leikinn en hægt og rólega náðu þeir að vinna sig inn í leikinn. Það var mikil barátta í báðum liðum í kvöld og bæði lið reyndu að sækja hratt á hvort annað við hvert tækifæri en voru sömuleiðis mjög þétt tilbaka. Það voru hinsvegar Framarar sem fengu besta færi fyrri hálfleiksins þegar um 24. mínútur voru komnar á klukkuna en þá kom flott sending fram á Fred sem hristi af sér Daníel Laxdal og var kominn einn á einn á móti Árna Snær Ólafssyni í marki Stjörnunnar. Fred átti bara eftir að leggja boltann framhjá Árna Snæ í markinu en allt kom fyrir ekki og Árni Snær lokaði frábærlega á hann. Langbesta færi hálfleiksins og Stjörnumenn gátu svo sannarlega þakkað fyrir Árna Snær í rammanum. Þegar rétt um hálftími var liðin af fyrri hálfleiknum voru Framarar neyddir í skiptingu þar sem Tiago gat ekki haldið áfram leik. Freyr Sigurðsson leysti hann af hólmi. Liðin fóru jöfn inn í búningsklefann í hálfleik. Bæði lið mættu af krafti út í síðari hálfleikinn og pressuðu vel. Framarar voru ögn öflugri en Stjörnumenn voru hættulegir í skyndisóknum. Það dró til tíðinda á 61. mínútu þegar Djenairo Daniels skallaði frábæran bolta frá Má Ægissyni í netið og kom heimamönnum yfir. Framarar náðu þá að sækja hratt upp hægri vænginn og Djenairo Daniels stakk sér fram fyrir á nærstönginni og skallaði flotta fyrirgjöf í netið. Stjörnumenn gerðu strax breytingar eftir að hafa lent undir og á 73. mínútu var það svo varamaðurinn Örvar Eggertsson sem jafnaði leikinn með laglegu skoti eftir flottan undirbúning frá Róberti Frosta Þorkelssyni. Þegar 90. mínútur voru við það að lenda á klukkunni var það Magnús Þórðarson varamaður Framara sem reyndist hetjan þegar hann skoraði annað mark Fram og tryggði heimamönnum dýrmæt þrjú stig og Fram hafði betur með tveimur mörkum gegn einu. Atvik leiksins Klárlega sigurmark Framara. Stjörnumenn missa aðeins einbeitingu og Magnús Þórðarson nýtti sér það til fulls og skoraði sigurmarkið. Ef Fram hefði ekki unnið leikinn hefði líka verið hægt að nefna færið sem Fred klikkar á í fyrri hálfleik einn á móti Árna Snær en sigurmarkið fær þetta. Stjörnur og skúrkar Magnús Þórðarson var hetja Framara hér í kvöld og fær hrós fyrir það. Már Ægisson er hinsvegar maður leiksins. Það var alltaf eitthvað um að vera þegar hann komst nálægt boltanum og lagði auk þess upp fyrra mark Fram. Dómarinn Helgi Mikael Jónasson dæmdi þennan leik og honum til aðstoðar voru þeir Egill Guðvarður Guðlaugsson og Ragnar Þór Bender. Arnar Ingi Ingvarsson var fjórði dómari. Nokkur atriði sem hægt væri að pikka út hérna. Línan var stundum svolítið óskýr en engar ákvarðanir sem skáru úr um úrslit leiksins. Stemingin og umgjörð Blíðskapaveður og þokkalega vel mætt. Það var sungið og trallað á pöllunum og allt til fyrirmyndar hér í Úlfársdalnum. „Ef við verðum í baráttu um það í síðasta leik er markmiði okkar náð“ Rúnar Kristinsson á hliðarlínunni fyrr í sumar, í sólinni á HlíðarendaVísir/Anton „Það er alltaf gaman að skora í lok leikja og ná svo að halda og landa þessu og gera það vel. Ég held að þetta hafi verið sanngjarn sigur samt sem áður þó markið kom auðvitað seint. Leikurinn er 90+ og hann fór í 96 í dag,“ sagði Rúnar Kristinsson þjálfari Fram eftir sigurinn í kvöld. Sigurmarkið kom seint í leiknum að það var einhver tilfinning fyrir því að sigurmark kæmi í leikinn öðru hvoru meginn. „Eftir að þeir jafna þá hélt ég að þetta færi aðeins yfir á þeirra band og gerði það í mjög stuttan tíma og mér fannst við bregðast mjög vel við. Ekki hræðast það að staðan var orðin 1-1 heldur héldum við áfram og fórum upp með liðið og reyndum að skapa og sækja sigurmark og okkur tókst það.“ „Þetta var mjög þroskaður leikur hjá okkur og sérstaklega fyrri hálfleikur þá spiluðum við ekkert alltaf frábærlega þá vörðumst við ofboðslega vel og gáfum nánast enginn færi á okkur. Við áttum mun hættulegri færi en Stjarnan í fyrri hálfleik og fleiri upphlaup sem hefðu getað skapað fleiri og betri færi.“ Fram hefur verið að spila vel að undanförnu og fóru til að mynda taplausir í gegnum júlí mánuð og slitu sig aðeins frá Stjörnunni í baráttunni um sæti í efri hlutanum þegar kemur að skiptingu deildarinnar. „Það eru fimmtán stig eftir í pottinum ennþá og mikið eftir að spila og margir leikir. Við höfum sagt fyrir mót að við viljum reyna vera með í þessari baráttu um að berjast um sæti í efri hlutanum og við erum þar eins og staðan er núna. Ef við verðum í baráttu um það ennþá í síðasta leik þá er eiginlega markmiði okkar náð.“ „Við erum saman í þessu og ég held að þeir séu svekkari en ég“ Jökull Elísabertarson, þj´lafari Stjörnunnar.Vísir/Anton Brink Stjarnan þurfti að sætta sig við svekkjandi tap á Lambhagavellinum í Úlfarsárdal þar sem þeir mættu heimamönnum í Fram. „Þetta var svekkjandi. Ég held að þetta hafi verið jafn leikur að einhverju leyti en þeir sköpuðu sér fleiri færi og kannski sérstaklega með þessu síðasta þar sem við erum bara sofandi og það er bara svekkjandi,“ sagði Jökull I. Elísabetarson þjálfari Stjörnunnar eftir leikinn í kvöld. Stjarnan fékk á sig sigurmark undir lok leiks þar sem þeir virtust aðeins missa einbeitingu og Fram refsar. „Við erum saman í þessu og ég held að þeir séu svekktari en ég. Þetta er bara eitthvað sem við þurfum að hafa í lagi.“ Framarar sköpuðu fleiri færi í kvöld og það ásamt öðru fannst Jökli skilja á milli. „Ja það er margt annað sem við hefðum getað gert betur. Pressan okkar var ekki góð í fyrri hálfleik. Lélegar fyrstu snertingar, sendingar og ákvarðanir. Ég held að stóru atriðin eru að þeir sköpuðu sér mjög góð færi. Árni varði mjög vel hérna í fyrri hálfleik og þeir komast í færi sem að við viljum ekki að þeir komist í og við getum verið aggressívari líka. Það er eitthvað sem við ætluðum að gera aðeins öflugra í dag en gerum ekki.“ Aðspurður um hvort einhver þreyta væri í liðinu eftir verkefni síðustu vikur fannst Jökli aðeins sjást í andlega þreytu frekar en líkamlega. „Ég held að það sé ekki beint líkamleg þreyta. Það er alltaf erfitt að detta út illa og vont tap úti. Ég held að það sitji alltaf aðeins í en ég held að menn hafi bara viljað koma og gera þeim mun betur fyrir vikið. Ég held við getum ekki sett neitt á líkamlega þreytu þeirra sem spiluðu í dag.“ Besta deild karla Fram Stjarnan Íslenski boltinn Fótbolti
Fram vann mikilvægan 2-1 sigur er liðið tók á móti Stjörnunni í Bestu-deild karla í knattspyrnu í kvöld. Magnús Þórðarson skoraði sigurmark heimamanna þegar komið var fram yfir venjulegan leiktíma. Leikurinn fór þokkalega af stað og mátti sjá mikinn þrótt hjá heimamönnum sem fóru á fullu gasi í alla bolta. Gestirnir voru í smá stund að komast í takt við leikinn en hægt og rólega náðu þeir að vinna sig inn í leikinn. Það var mikil barátta í báðum liðum í kvöld og bæði lið reyndu að sækja hratt á hvort annað við hvert tækifæri en voru sömuleiðis mjög þétt tilbaka. Það voru hinsvegar Framarar sem fengu besta færi fyrri hálfleiksins þegar um 24. mínútur voru komnar á klukkuna en þá kom flott sending fram á Fred sem hristi af sér Daníel Laxdal og var kominn einn á einn á móti Árna Snær Ólafssyni í marki Stjörnunnar. Fred átti bara eftir að leggja boltann framhjá Árna Snæ í markinu en allt kom fyrir ekki og Árni Snær lokaði frábærlega á hann. Langbesta færi hálfleiksins og Stjörnumenn gátu svo sannarlega þakkað fyrir Árna Snær í rammanum. Þegar rétt um hálftími var liðin af fyrri hálfleiknum voru Framarar neyddir í skiptingu þar sem Tiago gat ekki haldið áfram leik. Freyr Sigurðsson leysti hann af hólmi. Liðin fóru jöfn inn í búningsklefann í hálfleik. Bæði lið mættu af krafti út í síðari hálfleikinn og pressuðu vel. Framarar voru ögn öflugri en Stjörnumenn voru hættulegir í skyndisóknum. Það dró til tíðinda á 61. mínútu þegar Djenairo Daniels skallaði frábæran bolta frá Má Ægissyni í netið og kom heimamönnum yfir. Framarar náðu þá að sækja hratt upp hægri vænginn og Djenairo Daniels stakk sér fram fyrir á nærstönginni og skallaði flotta fyrirgjöf í netið. Stjörnumenn gerðu strax breytingar eftir að hafa lent undir og á 73. mínútu var það svo varamaðurinn Örvar Eggertsson sem jafnaði leikinn með laglegu skoti eftir flottan undirbúning frá Róberti Frosta Þorkelssyni. Þegar 90. mínútur voru við það að lenda á klukkunni var það Magnús Þórðarson varamaður Framara sem reyndist hetjan þegar hann skoraði annað mark Fram og tryggði heimamönnum dýrmæt þrjú stig og Fram hafði betur með tveimur mörkum gegn einu. Atvik leiksins Klárlega sigurmark Framara. Stjörnumenn missa aðeins einbeitingu og Magnús Þórðarson nýtti sér það til fulls og skoraði sigurmarkið. Ef Fram hefði ekki unnið leikinn hefði líka verið hægt að nefna færið sem Fred klikkar á í fyrri hálfleik einn á móti Árna Snær en sigurmarkið fær þetta. Stjörnur og skúrkar Magnús Þórðarson var hetja Framara hér í kvöld og fær hrós fyrir það. Már Ægisson er hinsvegar maður leiksins. Það var alltaf eitthvað um að vera þegar hann komst nálægt boltanum og lagði auk þess upp fyrra mark Fram. Dómarinn Helgi Mikael Jónasson dæmdi þennan leik og honum til aðstoðar voru þeir Egill Guðvarður Guðlaugsson og Ragnar Þór Bender. Arnar Ingi Ingvarsson var fjórði dómari. Nokkur atriði sem hægt væri að pikka út hérna. Línan var stundum svolítið óskýr en engar ákvarðanir sem skáru úr um úrslit leiksins. Stemingin og umgjörð Blíðskapaveður og þokkalega vel mætt. Það var sungið og trallað á pöllunum og allt til fyrirmyndar hér í Úlfársdalnum. „Ef við verðum í baráttu um það í síðasta leik er markmiði okkar náð“ Rúnar Kristinsson á hliðarlínunni fyrr í sumar, í sólinni á HlíðarendaVísir/Anton „Það er alltaf gaman að skora í lok leikja og ná svo að halda og landa þessu og gera það vel. Ég held að þetta hafi verið sanngjarn sigur samt sem áður þó markið kom auðvitað seint. Leikurinn er 90+ og hann fór í 96 í dag,“ sagði Rúnar Kristinsson þjálfari Fram eftir sigurinn í kvöld. Sigurmarkið kom seint í leiknum að það var einhver tilfinning fyrir því að sigurmark kæmi í leikinn öðru hvoru meginn. „Eftir að þeir jafna þá hélt ég að þetta færi aðeins yfir á þeirra band og gerði það í mjög stuttan tíma og mér fannst við bregðast mjög vel við. Ekki hræðast það að staðan var orðin 1-1 heldur héldum við áfram og fórum upp með liðið og reyndum að skapa og sækja sigurmark og okkur tókst það.“ „Þetta var mjög þroskaður leikur hjá okkur og sérstaklega fyrri hálfleikur þá spiluðum við ekkert alltaf frábærlega þá vörðumst við ofboðslega vel og gáfum nánast enginn færi á okkur. Við áttum mun hættulegri færi en Stjarnan í fyrri hálfleik og fleiri upphlaup sem hefðu getað skapað fleiri og betri færi.“ Fram hefur verið að spila vel að undanförnu og fóru til að mynda taplausir í gegnum júlí mánuð og slitu sig aðeins frá Stjörnunni í baráttunni um sæti í efri hlutanum þegar kemur að skiptingu deildarinnar. „Það eru fimmtán stig eftir í pottinum ennþá og mikið eftir að spila og margir leikir. Við höfum sagt fyrir mót að við viljum reyna vera með í þessari baráttu um að berjast um sæti í efri hlutanum og við erum þar eins og staðan er núna. Ef við verðum í baráttu um það ennþá í síðasta leik þá er eiginlega markmiði okkar náð.“ „Við erum saman í þessu og ég held að þeir séu svekkari en ég“ Jökull Elísabertarson, þj´lafari Stjörnunnar.Vísir/Anton Brink Stjarnan þurfti að sætta sig við svekkjandi tap á Lambhagavellinum í Úlfarsárdal þar sem þeir mættu heimamönnum í Fram. „Þetta var svekkjandi. Ég held að þetta hafi verið jafn leikur að einhverju leyti en þeir sköpuðu sér fleiri færi og kannski sérstaklega með þessu síðasta þar sem við erum bara sofandi og það er bara svekkjandi,“ sagði Jökull I. Elísabetarson þjálfari Stjörnunnar eftir leikinn í kvöld. Stjarnan fékk á sig sigurmark undir lok leiks þar sem þeir virtust aðeins missa einbeitingu og Fram refsar. „Við erum saman í þessu og ég held að þeir séu svekktari en ég. Þetta er bara eitthvað sem við þurfum að hafa í lagi.“ Framarar sköpuðu fleiri færi í kvöld og það ásamt öðru fannst Jökli skilja á milli. „Ja það er margt annað sem við hefðum getað gert betur. Pressan okkar var ekki góð í fyrri hálfleik. Lélegar fyrstu snertingar, sendingar og ákvarðanir. Ég held að stóru atriðin eru að þeir sköpuðu sér mjög góð færi. Árni varði mjög vel hérna í fyrri hálfleik og þeir komast í færi sem að við viljum ekki að þeir komist í og við getum verið aggressívari líka. Það er eitthvað sem við ætluðum að gera aðeins öflugra í dag en gerum ekki.“ Aðspurður um hvort einhver þreyta væri í liðinu eftir verkefni síðustu vikur fannst Jökli aðeins sjást í andlega þreytu frekar en líkamlega. „Ég held að það sé ekki beint líkamleg þreyta. Það er alltaf erfitt að detta út illa og vont tap úti. Ég held að það sitji alltaf aðeins í en ég held að menn hafi bara viljað koma og gera þeim mun betur fyrir vikið. Ég held við getum ekki sett neitt á líkamlega þreytu þeirra sem spiluðu í dag.“