Leitarsvæðið torsótt og erfitt yfirferðar Jón Ísak Ragnarsson og Tómas Arnar Þorláksson skrifa 6. ágúst 2024 14:52 Bergvin Snær Andrésson er í vettvangsstjórn. Vísir/Ívar Fannar Leitarsvæðið við Kerlingarfjöll er mjög torsótt og erfitt yfirferðar fyrir göngufólk, hjól og jeppa, en björgunarsveitir hafa sett mikinn kraft í leit með drónum. Landslagið er síbreytilegt vegna snjóa, rigningar og drullu. Leit hefur staðið yfir að ferðamönnum sem taldir eru fastir í helli við Kerlingarfjöll síðan í gærkvöldi. Þetta segir Bergvin Snær Andrésson, sem er í vettvangsstjórn. Fréttamaður náði tali af honum rétt áður en fregnir bárust af því að bíll hefði fundist sem gæti tilheyrt ferðamönnunum. Landslagið síbreytilegt Bergvin segir að verið sé að leita á stöðum sem björgunarsveitunum hafa verið bent á, í ýmsum hellum og fleiri stöðum. Það sé alveg inn í myndinni að fólkið gæti verið í helli sem aldrei hefur fundist eða hefur nýlega myndast. Þyrla Landhelgisgæslunnar hefur verið á sveimi yfir svæðið, ásamt fjölda dróna.Landsbjörg „Það er bara allt í myndinni, það er náttúrulega hreyfing á svæðinu, það er snjór og drulla sem er á svæðinu, hér hafa verið rigningar, hiti og fleira þannig landslagið er að breytast,“ segir Bergvin. Hann segir skilyrðin til leitar ekki hafa verið þau bestu í nótt, þyrlan hafi ekki getað athafnað sig vegna mikillar þoku. Nú er bjartara yfir, og þyrlan hefur verið á sveimi yfir svæðinu ásamt fjölda dróna frá björgunarsveitunum. Bergvin segir landslagið erfitt yfirferðar, og meiri áhersla sé á drónaleit en með jeppum. Staðsetningarhnitin sem gefin voru upp í tilkynningunni til netspjalls Neyðarlínunnar í gærkvöldi.vísir/grafík Hann vill koma þökkum á framfæri til húshaldara á staðnum, sem hafa veitt björgunarsveitum skjól og mat, og einnig til allra sem hafa aðstoðað í leitinni, og nefnir landverði, staðarkunnuga, fjallakónga og fleiri. Eftir hádegi bárust fregnir af því að bíll hefði fundist sem gæti tilheyrt týndu ferðamönnunum. Leitarhundar voru ræstir út við leitina. Björgunarsveitir Hrunamannahreppur Lögreglumál Landhelgisgæslan Tengdar fréttir Fundu tóman bílaleigubíl og ræsa út leitarhunda Björgunarsveitir hafa fundið það sem þau telja fyrstu vísbendinguna sem hægt er að vinna eftir, í leit að tveimur ferðamönnum sem talið er að séu fastir í helli nærri Kerlingarfjöllum. Bílaleigubíll sem skráður er á tvo ferðamenn fannst við tjaldstæði. Enginn á svæðinu kannast við að bera ábyrgð á bílnum. Kallað hefur verið til leitarhunda. 6. ágúst 2024 13:51 Sendu skilaboð á Neyðarlínuna en enginn fundist á svæðinu Ferðamenn sem leitað hefur verið að nærri Kerlingarfjöllum á miðhálendinu síðan í gærkvöldi höfðu samband við netspjall Neyðarlínunnar og gáfu upp staðsetningarhnit. Netspjallið lokaðist í framhaldinu og enginn hefur fundist nálægt þeirri staðsetningu sem gefin var upp. 6. ágúst 2024 10:13 Víkka út leitarsvæðið án nokkurra nýrra vísbendinga Leitin að ferðamönnunum sem gengið var út frá að væru fastir í helli nærri Kerlingarfjöllum hefur enn engan árangur borið. Búið er að leita á þeirri staðsetningu sem gefin var upp í upphaflegu tilkynningunni án þess að nokkrar vísbendingar hafi fundist. Nú er verið að víkka út leitarsvæðið. 6. ágúst 2024 12:29 Mest lesið Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Innlent Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Innlent Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Innlent „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Innlent Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Erlent Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Innlent Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Innlent „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Innlent Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Erlent Færeyingar leita til Íslands að útvarpsstjóra Innlent Fleiri fréttir ASÍ fordæmir „siðlausa framgöngu“ í garð ræstingafólks Vill aukna fjölbreytni í lögregluna: „Okkar viðskiptavinir eru alls konar“ Færeyingar leita til Íslands að útvarpsstjóra Afstaða Íslands skýr Krísufundur, veik von og óðir nammigrísir Slitlag lagt á síðasta kafla Grafningsvegar Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Þrjú bítast um formannsstöðuna hjá Siðmennt Kristrún sækir neyðarfund Macron Rófustappan olli niðurgangi þorrablótsgesta Fleiri ótímabundin verkföll boðuð Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Langflestir hafa minnsta trú á Ingu „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Örn skipaður landsbókavörður Boðar samninganefndir kennara á fund í dag Styrkir, kílómetragjald og biðin eftir gosi „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Þingið kafi í styrkveitingarnar Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Ráðist á bifreiðar með spörkum og hamri Samtenging sjúkraskráa auki sjúklingaöryggi Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Tvö þúsund Íslendingar í hverri viku á Tenerife Vegabætur taldar auka straum ferðafólks um Norðausturland Fékk net í aðalskrúfuna og dreginn í land Strandveiðar augljóslega ekki ábatasamasta leiðin við veiðar „Mjög langur“ listi fjölmiðla sem hægt yrði að velja úr Fá að rukka fyrir geymslu á líkum Sjá meira
Þetta segir Bergvin Snær Andrésson, sem er í vettvangsstjórn. Fréttamaður náði tali af honum rétt áður en fregnir bárust af því að bíll hefði fundist sem gæti tilheyrt ferðamönnunum. Landslagið síbreytilegt Bergvin segir að verið sé að leita á stöðum sem björgunarsveitunum hafa verið bent á, í ýmsum hellum og fleiri stöðum. Það sé alveg inn í myndinni að fólkið gæti verið í helli sem aldrei hefur fundist eða hefur nýlega myndast. Þyrla Landhelgisgæslunnar hefur verið á sveimi yfir svæðið, ásamt fjölda dróna.Landsbjörg „Það er bara allt í myndinni, það er náttúrulega hreyfing á svæðinu, það er snjór og drulla sem er á svæðinu, hér hafa verið rigningar, hiti og fleira þannig landslagið er að breytast,“ segir Bergvin. Hann segir skilyrðin til leitar ekki hafa verið þau bestu í nótt, þyrlan hafi ekki getað athafnað sig vegna mikillar þoku. Nú er bjartara yfir, og þyrlan hefur verið á sveimi yfir svæðinu ásamt fjölda dróna frá björgunarsveitunum. Bergvin segir landslagið erfitt yfirferðar, og meiri áhersla sé á drónaleit en með jeppum. Staðsetningarhnitin sem gefin voru upp í tilkynningunni til netspjalls Neyðarlínunnar í gærkvöldi.vísir/grafík Hann vill koma þökkum á framfæri til húshaldara á staðnum, sem hafa veitt björgunarsveitum skjól og mat, og einnig til allra sem hafa aðstoðað í leitinni, og nefnir landverði, staðarkunnuga, fjallakónga og fleiri. Eftir hádegi bárust fregnir af því að bíll hefði fundist sem gæti tilheyrt týndu ferðamönnunum. Leitarhundar voru ræstir út við leitina.
Björgunarsveitir Hrunamannahreppur Lögreglumál Landhelgisgæslan Tengdar fréttir Fundu tóman bílaleigubíl og ræsa út leitarhunda Björgunarsveitir hafa fundið það sem þau telja fyrstu vísbendinguna sem hægt er að vinna eftir, í leit að tveimur ferðamönnum sem talið er að séu fastir í helli nærri Kerlingarfjöllum. Bílaleigubíll sem skráður er á tvo ferðamenn fannst við tjaldstæði. Enginn á svæðinu kannast við að bera ábyrgð á bílnum. Kallað hefur verið til leitarhunda. 6. ágúst 2024 13:51 Sendu skilaboð á Neyðarlínuna en enginn fundist á svæðinu Ferðamenn sem leitað hefur verið að nærri Kerlingarfjöllum á miðhálendinu síðan í gærkvöldi höfðu samband við netspjall Neyðarlínunnar og gáfu upp staðsetningarhnit. Netspjallið lokaðist í framhaldinu og enginn hefur fundist nálægt þeirri staðsetningu sem gefin var upp. 6. ágúst 2024 10:13 Víkka út leitarsvæðið án nokkurra nýrra vísbendinga Leitin að ferðamönnunum sem gengið var út frá að væru fastir í helli nærri Kerlingarfjöllum hefur enn engan árangur borið. Búið er að leita á þeirri staðsetningu sem gefin var upp í upphaflegu tilkynningunni án þess að nokkrar vísbendingar hafi fundist. Nú er verið að víkka út leitarsvæðið. 6. ágúst 2024 12:29 Mest lesið Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Innlent Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Innlent Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Innlent „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Innlent Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Erlent Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Innlent Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Innlent „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Innlent Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Erlent Færeyingar leita til Íslands að útvarpsstjóra Innlent Fleiri fréttir ASÍ fordæmir „siðlausa framgöngu“ í garð ræstingafólks Vill aukna fjölbreytni í lögregluna: „Okkar viðskiptavinir eru alls konar“ Færeyingar leita til Íslands að útvarpsstjóra Afstaða Íslands skýr Krísufundur, veik von og óðir nammigrísir Slitlag lagt á síðasta kafla Grafningsvegar Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Þrjú bítast um formannsstöðuna hjá Siðmennt Kristrún sækir neyðarfund Macron Rófustappan olli niðurgangi þorrablótsgesta Fleiri ótímabundin verkföll boðuð Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Langflestir hafa minnsta trú á Ingu „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Örn skipaður landsbókavörður Boðar samninganefndir kennara á fund í dag Styrkir, kílómetragjald og biðin eftir gosi „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Þingið kafi í styrkveitingarnar Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Ráðist á bifreiðar með spörkum og hamri Samtenging sjúkraskráa auki sjúklingaöryggi Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Tvö þúsund Íslendingar í hverri viku á Tenerife Vegabætur taldar auka straum ferðafólks um Norðausturland Fékk net í aðalskrúfuna og dreginn í land Strandveiðar augljóslega ekki ábatasamasta leiðin við veiðar „Mjög langur“ listi fjölmiðla sem hægt yrði að velja úr Fá að rukka fyrir geymslu á líkum Sjá meira
Fundu tóman bílaleigubíl og ræsa út leitarhunda Björgunarsveitir hafa fundið það sem þau telja fyrstu vísbendinguna sem hægt er að vinna eftir, í leit að tveimur ferðamönnum sem talið er að séu fastir í helli nærri Kerlingarfjöllum. Bílaleigubíll sem skráður er á tvo ferðamenn fannst við tjaldstæði. Enginn á svæðinu kannast við að bera ábyrgð á bílnum. Kallað hefur verið til leitarhunda. 6. ágúst 2024 13:51
Sendu skilaboð á Neyðarlínuna en enginn fundist á svæðinu Ferðamenn sem leitað hefur verið að nærri Kerlingarfjöllum á miðhálendinu síðan í gærkvöldi höfðu samband við netspjall Neyðarlínunnar og gáfu upp staðsetningarhnit. Netspjallið lokaðist í framhaldinu og enginn hefur fundist nálægt þeirri staðsetningu sem gefin var upp. 6. ágúst 2024 10:13
Víkka út leitarsvæðið án nokkurra nýrra vísbendinga Leitin að ferðamönnunum sem gengið var út frá að væru fastir í helli nærri Kerlingarfjöllum hefur enn engan árangur borið. Búið er að leita á þeirri staðsetningu sem gefin var upp í upphaflegu tilkynningunni án þess að nokkrar vísbendingar hafi fundist. Nú er verið að víkka út leitarsvæðið. 6. ágúst 2024 12:29