Leitarsvæðið torsótt og erfitt yfirferðar Jón Ísak Ragnarsson og Tómas Arnar Þorláksson skrifa 6. ágúst 2024 14:52 Bergvin Snær Andrésson er í vettvangsstjórn. Vísir/Ívar Fannar Leitarsvæðið við Kerlingarfjöll er mjög torsótt og erfitt yfirferðar fyrir göngufólk, hjól og jeppa, en björgunarsveitir hafa sett mikinn kraft í leit með drónum. Landslagið er síbreytilegt vegna snjóa, rigningar og drullu. Leit hefur staðið yfir að ferðamönnum sem taldir eru fastir í helli við Kerlingarfjöll síðan í gærkvöldi. Þetta segir Bergvin Snær Andrésson, sem er í vettvangsstjórn. Fréttamaður náði tali af honum rétt áður en fregnir bárust af því að bíll hefði fundist sem gæti tilheyrt ferðamönnunum. Landslagið síbreytilegt Bergvin segir að verið sé að leita á stöðum sem björgunarsveitunum hafa verið bent á, í ýmsum hellum og fleiri stöðum. Það sé alveg inn í myndinni að fólkið gæti verið í helli sem aldrei hefur fundist eða hefur nýlega myndast. Þyrla Landhelgisgæslunnar hefur verið á sveimi yfir svæðið, ásamt fjölda dróna.Landsbjörg „Það er bara allt í myndinni, það er náttúrulega hreyfing á svæðinu, það er snjór og drulla sem er á svæðinu, hér hafa verið rigningar, hiti og fleira þannig landslagið er að breytast,“ segir Bergvin. Hann segir skilyrðin til leitar ekki hafa verið þau bestu í nótt, þyrlan hafi ekki getað athafnað sig vegna mikillar þoku. Nú er bjartara yfir, og þyrlan hefur verið á sveimi yfir svæðinu ásamt fjölda dróna frá björgunarsveitunum. Bergvin segir landslagið erfitt yfirferðar, og meiri áhersla sé á drónaleit en með jeppum. Staðsetningarhnitin sem gefin voru upp í tilkynningunni til netspjalls Neyðarlínunnar í gærkvöldi.vísir/grafík Hann vill koma þökkum á framfæri til húshaldara á staðnum, sem hafa veitt björgunarsveitum skjól og mat, og einnig til allra sem hafa aðstoðað í leitinni, og nefnir landverði, staðarkunnuga, fjallakónga og fleiri. Eftir hádegi bárust fregnir af því að bíll hefði fundist sem gæti tilheyrt týndu ferðamönnunum. Leitarhundar voru ræstir út við leitina. Björgunarsveitir Hrunamannahreppur Lögreglumál Landhelgisgæslan Tengdar fréttir Fundu tóman bílaleigubíl og ræsa út leitarhunda Björgunarsveitir hafa fundið það sem þau telja fyrstu vísbendinguna sem hægt er að vinna eftir, í leit að tveimur ferðamönnum sem talið er að séu fastir í helli nærri Kerlingarfjöllum. Bílaleigubíll sem skráður er á tvo ferðamenn fannst við tjaldstæði. Enginn á svæðinu kannast við að bera ábyrgð á bílnum. Kallað hefur verið til leitarhunda. 6. ágúst 2024 13:51 Sendu skilaboð á Neyðarlínuna en enginn fundist á svæðinu Ferðamenn sem leitað hefur verið að nærri Kerlingarfjöllum á miðhálendinu síðan í gærkvöldi höfðu samband við netspjall Neyðarlínunnar og gáfu upp staðsetningarhnit. Netspjallið lokaðist í framhaldinu og enginn hefur fundist nálægt þeirri staðsetningu sem gefin var upp. 6. ágúst 2024 10:13 Víkka út leitarsvæðið án nokkurra nýrra vísbendinga Leitin að ferðamönnunum sem gengið var út frá að væru fastir í helli nærri Kerlingarfjöllum hefur enn engan árangur borið. Búið er að leita á þeirri staðsetningu sem gefin var upp í upphaflegu tilkynningunni án þess að nokkrar vísbendingar hafi fundist. Nú er verið að víkka út leitarsvæðið. 6. ágúst 2024 12:29 Mest lesið Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Innlent Skaut sig áður en bíllinn sprakk Erlent Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Innlent Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Erlent Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Erlent „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Metfjöldi sparnaðarráða til nýrrar ríkisstjórnar Innlent Fleiri fréttir Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Metfjöldi sparnaðarráða til nýrrar ríkisstjórnar Ísstífla og flóð í Hvítá Sparnaðarleit, flugeldarusl og kuldaþjálfun í beinni Með Loga þegar hann skreið inn á þing og núna í ráðuneytinu Hugtakið þjóðarmorð sé lagatæknileg skilgreining Hraunbreiðan enn heit og hættuleg göngufólki Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Harður árekstur á Fífuhvammsvegi Valdimar tekinn við af Rósu sem bæjarstjóri Jakob Birgisson og Þórólfur Heiðar aðstoðarmenn Þorbjargar Kristrún auglýsir eftir sparnaðarráðum Ingileif aðstoðarmaður í utanríkisráðuneytinu Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Sundabraut forgangsmál, fjármögnuð með veggjöldum Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Tungumálaörðugleikar tefji fyrir rannsókn Hlíðarfjall opnað í fyrsta sinn í vetur Ríkisstjórnin ætlar á vinnufund á Þingvöllum Stefanía aðstoðar Hönnu Katrínu Sveitarfélög geti sparað milljónir með breyttri götulýsingu Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Prófa rýmingarflautur í Grindavík í dag Reykur barst inn í Háteigsskóla Sjá meira
Þetta segir Bergvin Snær Andrésson, sem er í vettvangsstjórn. Fréttamaður náði tali af honum rétt áður en fregnir bárust af því að bíll hefði fundist sem gæti tilheyrt ferðamönnunum. Landslagið síbreytilegt Bergvin segir að verið sé að leita á stöðum sem björgunarsveitunum hafa verið bent á, í ýmsum hellum og fleiri stöðum. Það sé alveg inn í myndinni að fólkið gæti verið í helli sem aldrei hefur fundist eða hefur nýlega myndast. Þyrla Landhelgisgæslunnar hefur verið á sveimi yfir svæðið, ásamt fjölda dróna.Landsbjörg „Það er bara allt í myndinni, það er náttúrulega hreyfing á svæðinu, það er snjór og drulla sem er á svæðinu, hér hafa verið rigningar, hiti og fleira þannig landslagið er að breytast,“ segir Bergvin. Hann segir skilyrðin til leitar ekki hafa verið þau bestu í nótt, þyrlan hafi ekki getað athafnað sig vegna mikillar þoku. Nú er bjartara yfir, og þyrlan hefur verið á sveimi yfir svæðinu ásamt fjölda dróna frá björgunarsveitunum. Bergvin segir landslagið erfitt yfirferðar, og meiri áhersla sé á drónaleit en með jeppum. Staðsetningarhnitin sem gefin voru upp í tilkynningunni til netspjalls Neyðarlínunnar í gærkvöldi.vísir/grafík Hann vill koma þökkum á framfæri til húshaldara á staðnum, sem hafa veitt björgunarsveitum skjól og mat, og einnig til allra sem hafa aðstoðað í leitinni, og nefnir landverði, staðarkunnuga, fjallakónga og fleiri. Eftir hádegi bárust fregnir af því að bíll hefði fundist sem gæti tilheyrt týndu ferðamönnunum. Leitarhundar voru ræstir út við leitina.
Björgunarsveitir Hrunamannahreppur Lögreglumál Landhelgisgæslan Tengdar fréttir Fundu tóman bílaleigubíl og ræsa út leitarhunda Björgunarsveitir hafa fundið það sem þau telja fyrstu vísbendinguna sem hægt er að vinna eftir, í leit að tveimur ferðamönnum sem talið er að séu fastir í helli nærri Kerlingarfjöllum. Bílaleigubíll sem skráður er á tvo ferðamenn fannst við tjaldstæði. Enginn á svæðinu kannast við að bera ábyrgð á bílnum. Kallað hefur verið til leitarhunda. 6. ágúst 2024 13:51 Sendu skilaboð á Neyðarlínuna en enginn fundist á svæðinu Ferðamenn sem leitað hefur verið að nærri Kerlingarfjöllum á miðhálendinu síðan í gærkvöldi höfðu samband við netspjall Neyðarlínunnar og gáfu upp staðsetningarhnit. Netspjallið lokaðist í framhaldinu og enginn hefur fundist nálægt þeirri staðsetningu sem gefin var upp. 6. ágúst 2024 10:13 Víkka út leitarsvæðið án nokkurra nýrra vísbendinga Leitin að ferðamönnunum sem gengið var út frá að væru fastir í helli nærri Kerlingarfjöllum hefur enn engan árangur borið. Búið er að leita á þeirri staðsetningu sem gefin var upp í upphaflegu tilkynningunni án þess að nokkrar vísbendingar hafi fundist. Nú er verið að víkka út leitarsvæðið. 6. ágúst 2024 12:29 Mest lesið Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Innlent Skaut sig áður en bíllinn sprakk Erlent Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Innlent Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Erlent Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Erlent „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Metfjöldi sparnaðarráða til nýrrar ríkisstjórnar Innlent Fleiri fréttir Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Metfjöldi sparnaðarráða til nýrrar ríkisstjórnar Ísstífla og flóð í Hvítá Sparnaðarleit, flugeldarusl og kuldaþjálfun í beinni Með Loga þegar hann skreið inn á þing og núna í ráðuneytinu Hugtakið þjóðarmorð sé lagatæknileg skilgreining Hraunbreiðan enn heit og hættuleg göngufólki Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Harður árekstur á Fífuhvammsvegi Valdimar tekinn við af Rósu sem bæjarstjóri Jakob Birgisson og Þórólfur Heiðar aðstoðarmenn Þorbjargar Kristrún auglýsir eftir sparnaðarráðum Ingileif aðstoðarmaður í utanríkisráðuneytinu Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Sundabraut forgangsmál, fjármögnuð með veggjöldum Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Tungumálaörðugleikar tefji fyrir rannsókn Hlíðarfjall opnað í fyrsta sinn í vetur Ríkisstjórnin ætlar á vinnufund á Þingvöllum Stefanía aðstoðar Hönnu Katrínu Sveitarfélög geti sparað milljónir með breyttri götulýsingu Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Prófa rýmingarflautur í Grindavík í dag Reykur barst inn í Háteigsskóla Sjá meira
Fundu tóman bílaleigubíl og ræsa út leitarhunda Björgunarsveitir hafa fundið það sem þau telja fyrstu vísbendinguna sem hægt er að vinna eftir, í leit að tveimur ferðamönnum sem talið er að séu fastir í helli nærri Kerlingarfjöllum. Bílaleigubíll sem skráður er á tvo ferðamenn fannst við tjaldstæði. Enginn á svæðinu kannast við að bera ábyrgð á bílnum. Kallað hefur verið til leitarhunda. 6. ágúst 2024 13:51
Sendu skilaboð á Neyðarlínuna en enginn fundist á svæðinu Ferðamenn sem leitað hefur verið að nærri Kerlingarfjöllum á miðhálendinu síðan í gærkvöldi höfðu samband við netspjall Neyðarlínunnar og gáfu upp staðsetningarhnit. Netspjallið lokaðist í framhaldinu og enginn hefur fundist nálægt þeirri staðsetningu sem gefin var upp. 6. ágúst 2024 10:13
Víkka út leitarsvæðið án nokkurra nýrra vísbendinga Leitin að ferðamönnunum sem gengið var út frá að væru fastir í helli nærri Kerlingarfjöllum hefur enn engan árangur borið. Búið er að leita á þeirri staðsetningu sem gefin var upp í upphaflegu tilkynningunni án þess að nokkrar vísbendingar hafi fundist. Nú er verið að víkka út leitarsvæðið. 6. ágúst 2024 12:29