Konur skipuleggi sig oft í marga mánuði áður en þær koma Bjarki Sigurðsson skrifar 6. ágúst 2024 21:00 Linda Dröfn Gunnarsdóttir er framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins. Vísir/Bjarni Aukning hefur orðið í komum í Kvennaathvarfið síðustu mánuði og hafa rúmlega þrjátíu konur verið þar yfir sumartímann. Framkvæmdastýran telur aukningu í heimilisofbeldi ekki endilega skýringuna. Í Kvennaathvarfinu í Reykjavík hafa 32 konur dvalið í sumar og 28 börn. Aukning hefur orðið í komum þangað síðustu mánuði. Í fyrrasumar var svipaður fjöldi sem leitaði þangað, þó færri með börn. „Það sem hefur verið svona sérstakt er að það hefur verið sérstaklega mikið af börnum og oft fleiri börn en konur í húsi. Akkúrat núna eru níu konur og þrettán börn í húsinu hjá okkur. Þannig það er áhugavert en það hefur verið mikið að gera hjá okkur síðustu mánuði,“ segir Linda Dröfn Gunnarsdóttir, framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins. Tekur langan tíma að koma sér úr sambandinu Það á það til að vera meira að gera á sumrin þó það sé allur gangur á því. „Það getur verið oft að konur eru búnar að skipuleggja sig svolítið og vilja að krakkarnir klári skólann áður en þær koma, þær eru að koma utan af landi og annað. Þetta er oft úthugsað og margra mánaða planlegging að fara úr ofbeldissambandi,“ segir Linda. Fleiri sækja í viðtalstíma Þá er Kvennaathvarfið í miðri vitundarvakningu sem gæti spilað inn í. Oft er ekki samræmi milli tilkynninga um heimilisofbeldi og koma kvenna í athvarfið en Ríkislögreglustjóra barst 92 tilkynningar í júlí. Fjölgun er í ofbeldismálum milli maka en fækkun milli fyrrverandi maka. Þá fjölgar þeim sem sækja í viðtalstíma hjá athvarfinu. „Konur sem eru enn þá í sambandi og oft konur sem eru ekki vissar hvort þær séu í ofbeldissambandi og þurfa að skoða það. Þær eiga það til að spila niður aðstæðurnar og það er oft búið að fullvissa þær um að þær séu vandamálið og annað. Þannig það þarf oft að koma og skoða sín mál. Ákveða hvað maður ætlar að gera næst. Sumar eru að vinna sig út úr ofbeldi og aðrar eru að komnar út úr ofbeldissambandi en ofbeldið heldur oft áfram í gegnum börnin og samfélagsmiðla. Þannig þó svo að konur séu búnar að skilja, þá heldur ofbeldið oft áfram,“ segir Linda. Heimilisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Kvennaathvarfið Mest lesið Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Kannast ekki við að vera látinn Innlent Fleiri fréttir Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Sannfærð um að nýtt bókunarkerfi leysi vandann Bandarísk börn sem var saknað fundust í Reykjavík Samþykktu ályktun á íbúafundi um að vöruhúsið verði fjarlægt Félag forstöðumanna fundar um bréf ráðherra um hagræðingu Sjá meira
Í Kvennaathvarfinu í Reykjavík hafa 32 konur dvalið í sumar og 28 börn. Aukning hefur orðið í komum þangað síðustu mánuði. Í fyrrasumar var svipaður fjöldi sem leitaði þangað, þó færri með börn. „Það sem hefur verið svona sérstakt er að það hefur verið sérstaklega mikið af börnum og oft fleiri börn en konur í húsi. Akkúrat núna eru níu konur og þrettán börn í húsinu hjá okkur. Þannig það er áhugavert en það hefur verið mikið að gera hjá okkur síðustu mánuði,“ segir Linda Dröfn Gunnarsdóttir, framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins. Tekur langan tíma að koma sér úr sambandinu Það á það til að vera meira að gera á sumrin þó það sé allur gangur á því. „Það getur verið oft að konur eru búnar að skipuleggja sig svolítið og vilja að krakkarnir klári skólann áður en þær koma, þær eru að koma utan af landi og annað. Þetta er oft úthugsað og margra mánaða planlegging að fara úr ofbeldissambandi,“ segir Linda. Fleiri sækja í viðtalstíma Þá er Kvennaathvarfið í miðri vitundarvakningu sem gæti spilað inn í. Oft er ekki samræmi milli tilkynninga um heimilisofbeldi og koma kvenna í athvarfið en Ríkislögreglustjóra barst 92 tilkynningar í júlí. Fjölgun er í ofbeldismálum milli maka en fækkun milli fyrrverandi maka. Þá fjölgar þeim sem sækja í viðtalstíma hjá athvarfinu. „Konur sem eru enn þá í sambandi og oft konur sem eru ekki vissar hvort þær séu í ofbeldissambandi og þurfa að skoða það. Þær eiga það til að spila niður aðstæðurnar og það er oft búið að fullvissa þær um að þær séu vandamálið og annað. Þannig það þarf oft að koma og skoða sín mál. Ákveða hvað maður ætlar að gera næst. Sumar eru að vinna sig út úr ofbeldi og aðrar eru að komnar út úr ofbeldissambandi en ofbeldið heldur oft áfram í gegnum börnin og samfélagsmiðla. Þannig þó svo að konur séu búnar að skilja, þá heldur ofbeldið oft áfram,“ segir Linda.
Heimilisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Kvennaathvarfið Mest lesið Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Kannast ekki við að vera látinn Innlent Fleiri fréttir Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Sannfærð um að nýtt bókunarkerfi leysi vandann Bandarísk börn sem var saknað fundust í Reykjavík Samþykktu ályktun á íbúafundi um að vöruhúsið verði fjarlægt Félag forstöðumanna fundar um bréf ráðherra um hagræðingu Sjá meira