Konur skipuleggi sig oft í marga mánuði áður en þær koma Bjarki Sigurðsson skrifar 6. ágúst 2024 21:00 Linda Dröfn Gunnarsdóttir er framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins. Vísir/Bjarni Aukning hefur orðið í komum í Kvennaathvarfið síðustu mánuði og hafa rúmlega þrjátíu konur verið þar yfir sumartímann. Framkvæmdastýran telur aukningu í heimilisofbeldi ekki endilega skýringuna. Í Kvennaathvarfinu í Reykjavík hafa 32 konur dvalið í sumar og 28 börn. Aukning hefur orðið í komum þangað síðustu mánuði. Í fyrrasumar var svipaður fjöldi sem leitaði þangað, þó færri með börn. „Það sem hefur verið svona sérstakt er að það hefur verið sérstaklega mikið af börnum og oft fleiri börn en konur í húsi. Akkúrat núna eru níu konur og þrettán börn í húsinu hjá okkur. Þannig það er áhugavert en það hefur verið mikið að gera hjá okkur síðustu mánuði,“ segir Linda Dröfn Gunnarsdóttir, framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins. Tekur langan tíma að koma sér úr sambandinu Það á það til að vera meira að gera á sumrin þó það sé allur gangur á því. „Það getur verið oft að konur eru búnar að skipuleggja sig svolítið og vilja að krakkarnir klári skólann áður en þær koma, þær eru að koma utan af landi og annað. Þetta er oft úthugsað og margra mánaða planlegging að fara úr ofbeldissambandi,“ segir Linda. Fleiri sækja í viðtalstíma Þá er Kvennaathvarfið í miðri vitundarvakningu sem gæti spilað inn í. Oft er ekki samræmi milli tilkynninga um heimilisofbeldi og koma kvenna í athvarfið en Ríkislögreglustjóra barst 92 tilkynningar í júlí. Fjölgun er í ofbeldismálum milli maka en fækkun milli fyrrverandi maka. Þá fjölgar þeim sem sækja í viðtalstíma hjá athvarfinu. „Konur sem eru enn þá í sambandi og oft konur sem eru ekki vissar hvort þær séu í ofbeldissambandi og þurfa að skoða það. Þær eiga það til að spila niður aðstæðurnar og það er oft búið að fullvissa þær um að þær séu vandamálið og annað. Þannig það þarf oft að koma og skoða sín mál. Ákveða hvað maður ætlar að gera næst. Sumar eru að vinna sig út úr ofbeldi og aðrar eru að komnar út úr ofbeldissambandi en ofbeldið heldur oft áfram í gegnum börnin og samfélagsmiðla. Þannig þó svo að konur séu búnar að skilja, þá heldur ofbeldið oft áfram,“ segir Linda. Heimilisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Kvennaathvarfið Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Fleiri fréttir Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Sjá meira
Í Kvennaathvarfinu í Reykjavík hafa 32 konur dvalið í sumar og 28 börn. Aukning hefur orðið í komum þangað síðustu mánuði. Í fyrrasumar var svipaður fjöldi sem leitaði þangað, þó færri með börn. „Það sem hefur verið svona sérstakt er að það hefur verið sérstaklega mikið af börnum og oft fleiri börn en konur í húsi. Akkúrat núna eru níu konur og þrettán börn í húsinu hjá okkur. Þannig það er áhugavert en það hefur verið mikið að gera hjá okkur síðustu mánuði,“ segir Linda Dröfn Gunnarsdóttir, framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins. Tekur langan tíma að koma sér úr sambandinu Það á það til að vera meira að gera á sumrin þó það sé allur gangur á því. „Það getur verið oft að konur eru búnar að skipuleggja sig svolítið og vilja að krakkarnir klári skólann áður en þær koma, þær eru að koma utan af landi og annað. Þetta er oft úthugsað og margra mánaða planlegging að fara úr ofbeldissambandi,“ segir Linda. Fleiri sækja í viðtalstíma Þá er Kvennaathvarfið í miðri vitundarvakningu sem gæti spilað inn í. Oft er ekki samræmi milli tilkynninga um heimilisofbeldi og koma kvenna í athvarfið en Ríkislögreglustjóra barst 92 tilkynningar í júlí. Fjölgun er í ofbeldismálum milli maka en fækkun milli fyrrverandi maka. Þá fjölgar þeim sem sækja í viðtalstíma hjá athvarfinu. „Konur sem eru enn þá í sambandi og oft konur sem eru ekki vissar hvort þær séu í ofbeldissambandi og þurfa að skoða það. Þær eiga það til að spila niður aðstæðurnar og það er oft búið að fullvissa þær um að þær séu vandamálið og annað. Þannig það þarf oft að koma og skoða sín mál. Ákveða hvað maður ætlar að gera næst. Sumar eru að vinna sig út úr ofbeldi og aðrar eru að komnar út úr ofbeldissambandi en ofbeldið heldur oft áfram í gegnum börnin og samfélagsmiðla. Þannig þó svo að konur séu búnar að skilja, þá heldur ofbeldið oft áfram,“ segir Linda.
Heimilisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Kvennaathvarfið Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Fleiri fréttir Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Sjá meira