Ingebrigtsen missti þrjá fram úr sér og komst ekki á pall Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 6. ágúst 2024 19:27 Cole Hocker fagnar sigrinum í kvöld. Michael Steele/Getty Images Norski hlauparinn Jakob Ingebrigtsen náði ekki að verja Ólympíumeistaratitil sinn í 1500 metra hlaupi á Ólympíuleikunum í París í kvöld. Ingebrigtsen tryggði sér sigur á Ólympíuleikunum í Tókýó árið 2021 þegar hann kom fyrstur í mark á nýju Ólympíumeti, á tímanum 3:28,32. Hann setti tóninn snemma í hlaupi kvöldsins og tók forystuna strax í upphafi. Eins og svo oft áður vildi Ingebrigtsen leiða hlaupið, auka hraðann jafnt og þétt og skilja þannig keppinauta sína eftir. Það upplegg gekk þó ekki upp í kvöld. Bandaríkjamennirnir Cole Hocker og Yared Nuguse, ásamt Bretanum Josh Kerr, héldu í við Ingebrigtsen allan tímann. Á síðustu metrunum virtist Ingebrigtsen vera orðinn bensínlaus. Josh Kerr sigldi fram úr honum á utanverðunni og á sama tíma nýtti Cole Hocker sér tækifærið og fór fram úr þeim báðum á innanverðunni. Yared Nuguse fór einni fram úr Norðmanninum áður en þeir komu í mark og Ingebrigtsen missti þar með af sæti á verðlaunapalli. Hocker kom hins vegar fyrstur í mark á nýju Ólympíumeti, tímanum 3:27,65. Raunar komu fremstu fjórir allir í mark á betri tíma en Ólympíumetið sem Ingebrigtsen setti árið 2021, en Kerr varð annar á 3:27,79, Nuguse þriðji á 3:27,80 og Ingebrigtsen fjórði á 3:28,24. That run of 3:27.65 from Cole Hocker is also an #OlympicRecord.@TeamUSA | @WorldAthletics | #Athletics | #Paris2024 | #OMEGA | #OMEGAOfficialTimekeeper pic.twitter.com/8DYfWuWXbX— The Olympic Games (@Olympics) August 6, 2024 Ólympíuleikar 2024 í París Frjálsar íþróttir Mest lesið Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Enski boltinn „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Körfubolti Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Körfubolti Deschamps hættir með Frakka eftir HM 2026 Fótbolti Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Enski boltinn Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið Körfubolti Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Deschamps hættir með Frakka eftir HM 2026 Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið Newcastle með manninn sem Arsenal vantar „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Ræddu ótrúlega fimmtán leikja sigurgöngu OKC Elfsborg að kaupa Júlíus Magnússon Kastaði óvart spaða í áhorfanda Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs Svartur mánudagur í NFL-deildinni: Fjórar þjálfarastöður á lausu Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun West Ham búið að bjóða Potter starfið Orðaður við íslenska landsliðið en þykir líklegur til að taka við Molde „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ Segir fótboltaguðina á móti Luton Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Milan og Juventus ásælast framherja United Sjá meira
Ingebrigtsen tryggði sér sigur á Ólympíuleikunum í Tókýó árið 2021 þegar hann kom fyrstur í mark á nýju Ólympíumeti, á tímanum 3:28,32. Hann setti tóninn snemma í hlaupi kvöldsins og tók forystuna strax í upphafi. Eins og svo oft áður vildi Ingebrigtsen leiða hlaupið, auka hraðann jafnt og þétt og skilja þannig keppinauta sína eftir. Það upplegg gekk þó ekki upp í kvöld. Bandaríkjamennirnir Cole Hocker og Yared Nuguse, ásamt Bretanum Josh Kerr, héldu í við Ingebrigtsen allan tímann. Á síðustu metrunum virtist Ingebrigtsen vera orðinn bensínlaus. Josh Kerr sigldi fram úr honum á utanverðunni og á sama tíma nýtti Cole Hocker sér tækifærið og fór fram úr þeim báðum á innanverðunni. Yared Nuguse fór einni fram úr Norðmanninum áður en þeir komu í mark og Ingebrigtsen missti þar með af sæti á verðlaunapalli. Hocker kom hins vegar fyrstur í mark á nýju Ólympíumeti, tímanum 3:27,65. Raunar komu fremstu fjórir allir í mark á betri tíma en Ólympíumetið sem Ingebrigtsen setti árið 2021, en Kerr varð annar á 3:27,79, Nuguse þriðji á 3:27,80 og Ingebrigtsen fjórði á 3:28,24. That run of 3:27.65 from Cole Hocker is also an #OlympicRecord.@TeamUSA | @WorldAthletics | #Athletics | #Paris2024 | #OMEGA | #OMEGAOfficialTimekeeper pic.twitter.com/8DYfWuWXbX— The Olympic Games (@Olympics) August 6, 2024
Ólympíuleikar 2024 í París Frjálsar íþróttir Mest lesið Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Enski boltinn „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Körfubolti Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Körfubolti Deschamps hættir með Frakka eftir HM 2026 Fótbolti Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Enski boltinn Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið Körfubolti Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Deschamps hættir með Frakka eftir HM 2026 Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið Newcastle með manninn sem Arsenal vantar „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Ræddu ótrúlega fimmtán leikja sigurgöngu OKC Elfsborg að kaupa Júlíus Magnússon Kastaði óvart spaða í áhorfanda Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs Svartur mánudagur í NFL-deildinni: Fjórar þjálfarastöður á lausu Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun West Ham búið að bjóða Potter starfið Orðaður við íslenska landsliðið en þykir líklegur til að taka við Molde „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ Segir fótboltaguðina á móti Luton Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Milan og Juventus ásælast framherja United Sjá meira