Tónleikum Taylor Swift frestað: „Best að þessu sé slaufað þó að það sé rosalega sárt“ Jón Þór Stefánsson skrifar 7. ágúst 2024 21:33 Ásta Guðrún Helgadóttir í Vín ásamt fjölskyldu sinni en þau ætluðu tónleika Taylor Swift á morgun. Ásta/Getty Þrennum tónleikum poppstjörnunnar Taylor Swift í Vín í Austurríki hefur verið frestað vegna mögulegrar öryggis- og hryðjuverkaógnar. Fyrstu tónleikarnir áttu að fara fram á morgun, aðrir á föstudag og þriðju á laugardag. Í dag voru tveir handteknir vegna gruns um fyrirhugaðarárásir í borginni. Franz Ruf, yfirmaður öryggismála í Austurríki, hefur sagt annan hinna grunuðu vera nítján ára Austurrískan ríkisborgara sem hafi svarið Íslamska ríkinu hollustu sína. Minna er vitað um hinn manninn sem var handtekinn. Ásta Guðrún Helgadóttir, fyrrverandi þingmaður, er stödd í Vín ásamt fjölskyldu sinni en þau höfðu ætlað á fyrstu tónleikana á morgun. Hún segir fregnirnar mikið áfall, en henni skylst að 65 þúsund manns hafi ætlað að fara á hverja tónleika og þar að auki mætir yfirleitt fjöldi fólks fyrir utan tónleika Swift. „Við fjölskyldan erum búin að vera að plana þetta síðan í apríl eða maí á síðasta ári, að koma hérna saman,“ segir Ásta í samtali við fréttastofu. „Við vorum bara að perla vinabönd eins og Switur eru búnar að vera gera um allan heim fyrir svona tónleika. Þá kemur maðurinn minn og segir „Eruð þið búin að heyra fréttirnar? Það er búið að aflýsa tónleikunum.““ Ásta og fjölskylda voru að gera vinabönd þegar þau fengu fréttirnar.Ásta Ásta segir að þau hafi fylgst með fréttum í dag af handtökunum en síðan bárust fregnir af aflýsingunni í kvöld. Vegna þess voru þau búin að fara yfir ákveðnar öryggisráðstafanir. „Það er líklega best að þessu sé slaufað þó að það sé rosalega sárt. Þetta er auðvitað hluti af svona hryðjuverkaógn að skemma fyrir þeim sem ætluðu að hafa gaman og vera glöð. En þetta er alveg rétt ákvörðun, en við erum ekki hamingjusöm með hana. Þetta er aðallega spurning um að öll séu örugg.“ Þau hafa fengið skeyti um að miðarnir á tónleikana verði endurgreiddir. „Við vorum búin að plana allt okkar sumarfrí í kringum þetta. Þetta er mikið sjokk og það er enginn ánægður, en við tökum þessu með íslenskri stóískri ró.“ Austurríki Tónlist Íslendingar erlendis Hryðjuverkastarfsemi Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Viðskipti innlent Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Innlent Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Innlent Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Innlent „Þetta verður ekki auðvelt“ Erlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Erlent Fleiri fréttir Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa Sjá meira
Í dag voru tveir handteknir vegna gruns um fyrirhugaðarárásir í borginni. Franz Ruf, yfirmaður öryggismála í Austurríki, hefur sagt annan hinna grunuðu vera nítján ára Austurrískan ríkisborgara sem hafi svarið Íslamska ríkinu hollustu sína. Minna er vitað um hinn manninn sem var handtekinn. Ásta Guðrún Helgadóttir, fyrrverandi þingmaður, er stödd í Vín ásamt fjölskyldu sinni en þau höfðu ætlað á fyrstu tónleikana á morgun. Hún segir fregnirnar mikið áfall, en henni skylst að 65 þúsund manns hafi ætlað að fara á hverja tónleika og þar að auki mætir yfirleitt fjöldi fólks fyrir utan tónleika Swift. „Við fjölskyldan erum búin að vera að plana þetta síðan í apríl eða maí á síðasta ári, að koma hérna saman,“ segir Ásta í samtali við fréttastofu. „Við vorum bara að perla vinabönd eins og Switur eru búnar að vera gera um allan heim fyrir svona tónleika. Þá kemur maðurinn minn og segir „Eruð þið búin að heyra fréttirnar? Það er búið að aflýsa tónleikunum.““ Ásta og fjölskylda voru að gera vinabönd þegar þau fengu fréttirnar.Ásta Ásta segir að þau hafi fylgst með fréttum í dag af handtökunum en síðan bárust fregnir af aflýsingunni í kvöld. Vegna þess voru þau búin að fara yfir ákveðnar öryggisráðstafanir. „Það er líklega best að þessu sé slaufað þó að það sé rosalega sárt. Þetta er auðvitað hluti af svona hryðjuverkaógn að skemma fyrir þeim sem ætluðu að hafa gaman og vera glöð. En þetta er alveg rétt ákvörðun, en við erum ekki hamingjusöm með hana. Þetta er aðallega spurning um að öll séu örugg.“ Þau hafa fengið skeyti um að miðarnir á tónleikana verði endurgreiddir. „Við vorum búin að plana allt okkar sumarfrí í kringum þetta. Þetta er mikið sjokk og það er enginn ánægður, en við tökum þessu með íslenskri stóískri ró.“
Austurríki Tónlist Íslendingar erlendis Hryðjuverkastarfsemi Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Viðskipti innlent Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Innlent Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Innlent Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Innlent „Þetta verður ekki auðvelt“ Erlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Erlent Fleiri fréttir Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa Sjá meira