Erlent

Er ó­viss um frið­sam­leg forsetaskipti ef Trump tapar

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Biden settist niður á dögunum og ræddi við CBS en um var að ræða fyrsta viðtalið sem forsetinn veitir eftir að steig til hliðar í kosningabaráttunni.
Biden settist niður á dögunum og ræddi við CBS en um var að ræða fyrsta viðtalið sem forsetinn veitir eftir að steig til hliðar í kosningabaráttunni. AP/Evan Vucci

Joe Biden Bandaríkjaforseti segist alls ekki viss um að forsetaskiptin muni fara friðsamlega fram ef Donald Trump tapar í forsetakosningunum vestanhafs.

Biden var spurður út í málið í viðtali við CBS News sem verður birt á sunnudag en um er að ræða fyrsta viðtalið sem forsetinn veitir eftir að hann ákvað að draga sig í hlé og tilefna varaforsetann Kamölu Harris sem forsetaefni Demókrataflokksins.

„Hann meinar það sem hann segir en við tökum hann ekki alvarlega,“ segir Biden um Trump í viðvörunartón. 

„Hann meinar þetta, allt þetta um að „ef við töpum þá verður blóðbað...“ „Stolnar kosningar...“ Sjáðu hvað þeir eru að reyna að gera núna í staðarkosningum þar sem fólk er að telja atkvæðin... setja fólk þar sem „atkvæðin verða talin“. Þú getur ekki bara elskað landið þitt þegar þú sigrar.“

Forsetinn er þarna að vísa í ummæli sem Trump lét falla í mars síðastliðnum, þar sem hann sagði að það yrði blóðbað ef hann tapaði í forsetakosningunum. 

Hann sagði einnig að það yrðu engar aðrar kosningar ef hann tapaði en á dögunum vatt hann kvæði sínu í kross og sagði að ef hann ynni þyrfti menn aldrei að kjósa aftur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×