Enski boltinn

Old Trafford verður ekki rifinn og gæti fengið nýtt hlut­verk

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Old Trafford gæti fengið nýtt hlutverk á næstu árum.
Old Trafford gæti fengið nýtt hlutverk á næstu árum. getty/Michael Regan

Ekki stendur til að rífa Old Trafford þegar nýr heimavöllur Manchester United rís á næstu árum. Kvennalið United, sem og yngri lið félagsins, gætu spilað á Old Trafford í framtíðinni.

Sir Jim Ratcliffe, einn af eigendum United, vill að félagið byggi sér nýjan völl sem tekur hundrað þúsund manns í sæti.

Nýi völlurinn á að vera við hliðina á Old Trafford. Samkvæmt frétt The Guardian verður Old Trafford ekki rifinn heldur líklegast minnkaður niður fyrir um þrjátíu þúsund áhorfendur.

Kvennalið United myndi þá spila á Old Trafford sem og yngri lið félagsins. Kvennaliðið spilar núna á Leigh Sports Village sem tekur tólf þúsund manns í sæti.

Old Trafford hefur verið heimavöllur United síðan 1910 en hefur ekki verið haldið nógu vel við og er orðinn ansi lúinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×