Upplifunin verði eins og að fara í búð í útlöndum Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 9. ágúst 2024 13:15 Gréta María Grétarsdóttir er framkvæmdastjóri nýrrar lágvöruverðsverslunar sem kallast Prís. Stefnt er að opnun um miðjan ágúst. Aðsend Prís, ný lágvöruverðsverslun opnar dyr sínar um miðjan ágúst ef áætlanir ganga eftir. Framkvæmdastjórinn segir að upplifun viðskiptavina verði svolítið eins og að fara í búð í útlöndum. Prís verður til húsa á Smáratorgi en Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri segir markmiðið að ná að opna um miðjan ágúst, í það minnsta í ágústmánuði. Hún segir markmiðið að bæta hag heimila með því að lækka matvöruverð á Íslandi. Munu Íslendingar finna alvöru verðmun sem hefur þýðingu? „Já, en það eru ýmsar áskoranir sem fylgja því að koma inn á markað þar sem engin breyting hefur orðið í yfir 20 ár. Meðal annars eru innkaupsverðin til okkar – og ég hef áður sagt það – við fáum stundum verð sem gera okkur mjög erfitt fyrir að bjóða vörur á samkeppnishæfu verði og þá reynum við að finna sambærilegar vörur erlendis frá og flytja þær inn. Á sama tíma erum við að sjálfsögðu að horfa í allt í okkar rekstri, og á það sem við getum gert til að draga úr kostnaði til að geta boðið viðskiptavinum lægra verð. Það gerum við til dæmis með því að hafa minni yfirbyggingu, útskýrir Gréta María.“ Dæmi um minni yfirbyggingu hjá Prís er styttri opnunartími. Þá verða í versluninni eingöngu sjálfsafgreiðslukassar og ekki verður tekið við reiðufé. Rangt gefið á markaðnum Hún segir að stóru keðjurnar, sem fyrir eru á fleti, bjóðist mun lægra innkaupaverð. „Það er náttúrulega mjög óeðlilegt þegar verðmunur frá byrgjum til verslana eins og okkar er orðinn það mikill að það borgi sig fyrir okkur að versla vöruna af samkeppnisaðila. Það er eitthvað rangt gefið á þannig markaði.“ Þetta hefur orðið til þess að Gréta, og félagar hennar, hafa sjálf ráðist í umfangsmikinn innflutning á nýjum vörum sem Íslendingar þekkja kannski minna, eða jafnvel ekkert. Einnig verður í það minnsta hluti þeirra vara sem Íslendingar þekkja vel ekki hluti af úrvalinu í Prís. „Þá er bara einfaldlega ástæðan sú að við getum ekki boðið hana á samkeppnishæfu verði og ef við ætlum að vera ódýrust á markaði þá verðum við að tryggja það að halda það loforð við okkar viðskiptavini og þá getum við ekki boðið þeim vörur sem við erum ekki að fá á samkeppnishæfu verði.“ Stofnendur Bónus og Krónunnar á bak við Prís Íslendingar muni þannig fá að kynnast alls konar glænýjum vörum. „Ég hugsa að þetta verði eins og að fara í búð í útlöndum því það verður margt nýtt og skemmtilegt hjá okkur,“ segir Gréta María full tilhlökkunar. Verslunin Prís er vörumerki undir hatti Heimkaupa sem er í eigu félaganna Skel og Norvik. Stjórnarformaður Skeljar er Jón Ásgeir Jóhannesson og stjórnarformaður Norvik er Jón Helgi Guðmundsson, gjarnan kenndur við Byko. Jón Ásgeir kom að stofnun Bónus árið 1989 ásamt föður sínum Jóhannesi Jónssyni. Verðlag Verslun Neytendur Tengdar fréttir Allt að 43 prósent lægra matvöruverð án tolla Afnám tolla á innflutt matvæli myndi lækka verð á matvöru umtalsvert, eða allt að 43 prósent. Þetta kemur fram í nýrri úttekt Viðskiptaráðs á áhrifum tolla á verð nokkurra vinsælla vörutegunda. 8. ágúst 2024 07:00 Nammigrísir í áfalli yfir verðinu Verð á hinu vinsæla sælgæti Nóa kroppi er tæplega þrjú þúsund krónur fyrir kílóið í verslunum Nettó. Allt ætlaði um koll að keyra í umræðuhópi þegar einn neytandinn taldi ranglega að verðið væri komið yfir fimm þúsund krónur kílóið. 19. febrúar 2024 13:24 Mest lesið Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Viðskipti innlent Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Sjá meira
Prís verður til húsa á Smáratorgi en Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri segir markmiðið að ná að opna um miðjan ágúst, í það minnsta í ágústmánuði. Hún segir markmiðið að bæta hag heimila með því að lækka matvöruverð á Íslandi. Munu Íslendingar finna alvöru verðmun sem hefur þýðingu? „Já, en það eru ýmsar áskoranir sem fylgja því að koma inn á markað þar sem engin breyting hefur orðið í yfir 20 ár. Meðal annars eru innkaupsverðin til okkar – og ég hef áður sagt það – við fáum stundum verð sem gera okkur mjög erfitt fyrir að bjóða vörur á samkeppnishæfu verði og þá reynum við að finna sambærilegar vörur erlendis frá og flytja þær inn. Á sama tíma erum við að sjálfsögðu að horfa í allt í okkar rekstri, og á það sem við getum gert til að draga úr kostnaði til að geta boðið viðskiptavinum lægra verð. Það gerum við til dæmis með því að hafa minni yfirbyggingu, útskýrir Gréta María.“ Dæmi um minni yfirbyggingu hjá Prís er styttri opnunartími. Þá verða í versluninni eingöngu sjálfsafgreiðslukassar og ekki verður tekið við reiðufé. Rangt gefið á markaðnum Hún segir að stóru keðjurnar, sem fyrir eru á fleti, bjóðist mun lægra innkaupaverð. „Það er náttúrulega mjög óeðlilegt þegar verðmunur frá byrgjum til verslana eins og okkar er orðinn það mikill að það borgi sig fyrir okkur að versla vöruna af samkeppnisaðila. Það er eitthvað rangt gefið á þannig markaði.“ Þetta hefur orðið til þess að Gréta, og félagar hennar, hafa sjálf ráðist í umfangsmikinn innflutning á nýjum vörum sem Íslendingar þekkja kannski minna, eða jafnvel ekkert. Einnig verður í það minnsta hluti þeirra vara sem Íslendingar þekkja vel ekki hluti af úrvalinu í Prís. „Þá er bara einfaldlega ástæðan sú að við getum ekki boðið hana á samkeppnishæfu verði og ef við ætlum að vera ódýrust á markaði þá verðum við að tryggja það að halda það loforð við okkar viðskiptavini og þá getum við ekki boðið þeim vörur sem við erum ekki að fá á samkeppnishæfu verði.“ Stofnendur Bónus og Krónunnar á bak við Prís Íslendingar muni þannig fá að kynnast alls konar glænýjum vörum. „Ég hugsa að þetta verði eins og að fara í búð í útlöndum því það verður margt nýtt og skemmtilegt hjá okkur,“ segir Gréta María full tilhlökkunar. Verslunin Prís er vörumerki undir hatti Heimkaupa sem er í eigu félaganna Skel og Norvik. Stjórnarformaður Skeljar er Jón Ásgeir Jóhannesson og stjórnarformaður Norvik er Jón Helgi Guðmundsson, gjarnan kenndur við Byko. Jón Ásgeir kom að stofnun Bónus árið 1989 ásamt föður sínum Jóhannesi Jónssyni.
Verðlag Verslun Neytendur Tengdar fréttir Allt að 43 prósent lægra matvöruverð án tolla Afnám tolla á innflutt matvæli myndi lækka verð á matvöru umtalsvert, eða allt að 43 prósent. Þetta kemur fram í nýrri úttekt Viðskiptaráðs á áhrifum tolla á verð nokkurra vinsælla vörutegunda. 8. ágúst 2024 07:00 Nammigrísir í áfalli yfir verðinu Verð á hinu vinsæla sælgæti Nóa kroppi er tæplega þrjú þúsund krónur fyrir kílóið í verslunum Nettó. Allt ætlaði um koll að keyra í umræðuhópi þegar einn neytandinn taldi ranglega að verðið væri komið yfir fimm þúsund krónur kílóið. 19. febrúar 2024 13:24 Mest lesið Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Viðskipti innlent Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Sjá meira
Allt að 43 prósent lægra matvöruverð án tolla Afnám tolla á innflutt matvæli myndi lækka verð á matvöru umtalsvert, eða allt að 43 prósent. Þetta kemur fram í nýrri úttekt Viðskiptaráðs á áhrifum tolla á verð nokkurra vinsælla vörutegunda. 8. ágúst 2024 07:00
Nammigrísir í áfalli yfir verðinu Verð á hinu vinsæla sælgæti Nóa kroppi er tæplega þrjú þúsund krónur fyrir kílóið í verslunum Nettó. Allt ætlaði um koll að keyra í umræðuhópi þegar einn neytandinn taldi ranglega að verðið væri komið yfir fimm þúsund krónur kílóið. 19. febrúar 2024 13:24