„Veit ekki af hverju IBA hatar mig“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 10. ágúst 2024 10:31 Imane Khelif kyssir gullmedalíuna sína. getty/Aytac Unal Imane Khelif var í skýjunum eftir að hafa unnið til gullverðlauna í 66 kg flokki í hnefaleikakeppni kvenna á Ólympíuleikunum í París. Hún segir að allar árásirnar sem hún hefur orðið fyrir geri sigurinn sætari. Khelif vann kínverska heimsmeistarann Yang Liu í úrslitabardaganum í gær. Allir dómararnir dæmdu Khelif sigur. Khelif er einn umtalaðasti íþróttamaður Ólympíuleikanna en mikið hefur verið rætt og ritað um þátttöku hennar. Sem kunnugt er meinaði Alþjóðahnefaleikasambandið (IBA) henni að keppa á heimsmeistaramótinu í fyrra og sagði að hún hefði ekki staðist kynjapróf. IBA kemur hins vegar ekki lengur að hnefaleikakeppninni á Ólympíuleikunum og þar mátti Khelif keppa. Alþjóðaólympíunefndin (IOC) hefur gagnrýnt ákvörðun IBA að banna Khelif og hinni taívönsku Lin Yu-ting að taka þátt á HM harðlega. „Ég er kona eins og hver önnur. Ég fæddist sem kona, hef lifað sem kona og keppt sem kona, á því liggur enginn vafi,“ sagði Khelif eftir bardagann í gær. „Óvinir fylgja velgengni og þeir geta ekki unað mér því að ná árangri. Það gerir sigurinn líka sætari. Allt sem hefur verið sagt um mig á samfélagsmiðlum er siðlaust. Ég vil breyta skoðun fólks.“ Khelif sendi svo IBA tóninn. „Frá 2018 hef ég keppt undir merkjum IBA og þeir vita allt um mig. Ég kannast ekki við þetta IBA. Þeir hata mig og ég veit ekki af hverju. Ég sendi þeim skilaboð í dag að heiður minn er ofar öllu.“ Khelif er fyrsta alsírska konan sem vinnur Ólympíugull í hnefaleikum og fyrsti alsírski boxarinn sem afrekar það síðan Hocine Soltani á Ólympíuleikunum í Atlanta 1996. Box Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Sport Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Körfubolti Fleiri fréttir Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Aron Sig nýr fyrirliði KR Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram ÍBV vann í Grafarvogi Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Viktor Gísli næst bestur á HM Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Sjá meira
Khelif vann kínverska heimsmeistarann Yang Liu í úrslitabardaganum í gær. Allir dómararnir dæmdu Khelif sigur. Khelif er einn umtalaðasti íþróttamaður Ólympíuleikanna en mikið hefur verið rætt og ritað um þátttöku hennar. Sem kunnugt er meinaði Alþjóðahnefaleikasambandið (IBA) henni að keppa á heimsmeistaramótinu í fyrra og sagði að hún hefði ekki staðist kynjapróf. IBA kemur hins vegar ekki lengur að hnefaleikakeppninni á Ólympíuleikunum og þar mátti Khelif keppa. Alþjóðaólympíunefndin (IOC) hefur gagnrýnt ákvörðun IBA að banna Khelif og hinni taívönsku Lin Yu-ting að taka þátt á HM harðlega. „Ég er kona eins og hver önnur. Ég fæddist sem kona, hef lifað sem kona og keppt sem kona, á því liggur enginn vafi,“ sagði Khelif eftir bardagann í gær. „Óvinir fylgja velgengni og þeir geta ekki unað mér því að ná árangri. Það gerir sigurinn líka sætari. Allt sem hefur verið sagt um mig á samfélagsmiðlum er siðlaust. Ég vil breyta skoðun fólks.“ Khelif sendi svo IBA tóninn. „Frá 2018 hef ég keppt undir merkjum IBA og þeir vita allt um mig. Ég kannast ekki við þetta IBA. Þeir hata mig og ég veit ekki af hverju. Ég sendi þeim skilaboð í dag að heiður minn er ofar öllu.“ Khelif er fyrsta alsírska konan sem vinnur Ólympíugull í hnefaleikum og fyrsti alsírski boxarinn sem afrekar það síðan Hocine Soltani á Ólympíuleikunum í Atlanta 1996.
Box Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Sport Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Körfubolti Fleiri fréttir Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Aron Sig nýr fyrirliði KR Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram ÍBV vann í Grafarvogi Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Viktor Gísli næst bestur á HM Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Sjá meira