Íslenski boltinn

FHL upp í Bestu deildina

Siggeir Ævarsson skrifar
Lið FHL hefur haft mikla yfirburði í Lengjudeildinni í sumar
Lið FHL hefur haft mikla yfirburði í Lengjudeildinni í sumar Facebook FHL fótbolti

FHL tryggði sér í dag sæti í Bestu deild kvenna að ári þegar liðið lagði ÍBV örugglega 5-1. Þrjátíu ár eru liðin síðan lið frá Austurfjörðum lék síðast í efstu deild.

Lið FHL hefur haft mikla yfirburði í Lengjudeildinni í sumar, aðeins tapað einum leik og gert eitt jafntefli. Liðið er með tólf stiga forskot á Gróttu þegar fjórar umferðir eru eftir af deildinni, og 34 mörk í plús.

Framherji Emma Hawkins skoraði þrjú mörk í leiknum en hún er langmarkahæst í deildinni með 24 mörk. Liðsfélagi hennar Samantha Rose Smith er næst markahæst með 15 mörk og skoraði einn í leiknum í dag.

Lið FHL er samvinnuverkefni FHL KFA (Knattspyrnufélag Austfjarða) og Hattar á Egilsstöðum. Leiknir Fáskrúðsfirði var einnig aðili að verkefninu en dró sig út 2023. Liðið leikur heimaleiki sína í Fjarðabyggðarhöllinni á Reyðarfirði. 

Síðasta lið frá Austfjörðum til að leika í efstu deild í knattspyrnu var Höttur sem lék í efstu deild kvenna árið 1994.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×