Íslenski boltinn

Marka­drottning Lengju­deildarinnar á leið til Portúgal

Siggeir Ævarsson skrifar
Emma er komin með 24 mörk í 14 leikjum í Lengjudeildinni
Emma er komin með 24 mörk í 14 leikjum í Lengjudeildinni @fhl.fotbolti

Bandaríski framherjinn Emma Hawkins sem raðað hefur inn mörkum fyrir FHL í Lengjudeildinni í sumar er á leið til Damaiense í portúgölsku deildinni.

Hawkins, sem er 23 og kom í íslensku deildina beint úr bandaríska háskólaboltanum, skoraði þrennu í dag í 5-1 sigri FHL á ÍBV og er langmarkahæst í deildinni með 24 mörk í 14 leikjum. Alls hefur hún skorað 28 mörk í 20 KSÍ leikjum í sumar.

Austfirðingar munu þó ekki njóta krafta hennar í Bestu deildinni að ári þar sem að hún hefur þegar samið við Damaiense sem leikur í efstu deild í Portúgal en þjálfari liðsins er Þorlákur Már Árnason.

Fótbolti.net greindi frá fyrirhuguðum vistarskiptum Emmu á dögunum en miðað við ummæli Björgvins Karls Gunnarssonar, þjálfara FHL, er óvíst að Emma klári tímabilið þar sem liðið hefur þegar tryggt sig upp.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×