Þyki málið miður og til greina komi að breyta gönguleið Eiður Þór Árnason skrifar 10. ágúst 2024 22:41 Helga Haraldsdóttir, formaður Hinsegin daga, segir til greina koma að breyta leið Gleðigöngunnar. Hinsegin dagar - Aðsend Formanni Hinsegin daga þykir miður að fólk viðstatt Gleðigönguna hafi fundið fyrir óöryggi þegar tveir vagnar lentu á járngrindum sem stóðu nálægt hópi áhorfenda. Öryggismál séu tekin alvarlega og óhöppin verði tekin til skoðunar. Til greina komi að breyta leið göngunnar til að auka öryggi viðstaddra. „Það er alveg hárrétt að á ákveðnum stöðum í göngunni er vegurinn þröngur og það er ofboðslega leiðinlegt að bílar hafi rekist þarna í grindur en sem betur fer fór ekki verr og það er ég ofboðslega þakklát fyrir. Það er samt sem áður ofboðslega óþægilegt, sérstaklega get ég ímyndað mér þegar maður er með börnin sín að upplifa óöryggi og slíka hræðslu,“ segir Helga Haraldsdóttir, formaður Hinsegin daga 2024. „Fólki bregður þarna við það sem er algjörlega skiljanlegt.“ Forsvarsfólk Hinsegin daga hafi ekki átt samtal um málin við lögreglu. „Þegar svona stórir bílar eru að keyra í gegnum mannmergð þá er alltaf ákveðið óöryggi sem skapast. Lögreglan sinnir sinni gæslu sem skyldi, er á staðnum og svo erum við bara frjáls félagasamtök með sjálfboðaliða sem gera sitt allra besta. Við höfum passað upp á það að hafa öryggisverði við hvert dekk á hverjum bíl og tökum sérstaklega öryggisfundi og fleira til að gera sjálfboðaliðum grein fyrir ábyrgðinni sem í því liggur að fylgja slíkum ökutækjum niður götur.“ Ekki komið fyrir áður Helga segir mjög mikilvægt að bílstjórar í göngunni fari með gát þegar ekið er um þröng svæði. Þetta sé í þriðja eða fjórða sinn sem gangan fari þessa tilteknu leið og í fyrsta sinn sem bíll hafi rekist utan í grindverk. „Okkur hjá Hinsegin dögum er öryggi ofarlega í huga, öryggi hinsegin fólks og alls fólks. Þetta er eitthvað sem við eigum eftir að taka til skoðunar, alveg klárt mál. Þessi dagur á að snúast um hinsegin mannréttindabaráttu, um gleði, fögnuð og sýnileika. Við viljum að sjálfsögðu ekki að fólk lendi í því að upplifa einhvers konar óöryggi eða hræðslu af hvaða ástæðum sem það gætu verið.“ Helga bendir á að mikill mannfjöldi sé viðstaddur gönguna á ári hverju og það geti verið erfitt að færa grindurnar þegar mikið af fólki stendur þétt upp við þær. Um þrjátíu ökutæki hafi verið í göngunni þetta árið og um hundrað þúsund manns viðstödd í miðborginni síðustu ár. Hverjum hópi beri að fylgja öryggisreglum Helga segir að sérhvert atriði eða hópur í Gleðigöngunni sé sjálfstætt skipulagður og gefnar út skýrar öryggisreglur sem hver og einn hópur þurfi að framfylgja. Til greina komi að ræða við ökumennina sem voru við stýri í báðum óhöppum. „Við hjá Hinsegin dögum erum alltaf til í að eiga samtalið, alltaf til í að endurskoða og rýna í hvað mætti betur fara. Þannig að sjálfsögðu væri ég til í að eiga samtal og ræða hvað hefði mátt betur fara og hvað getum við gert. Getum við haft aðra uppsetningu á þessum grindum, getum við hreinlega breytt gönguleið? Af því að öryggi alls fólks í göngunni er algjörlega eitt af forgangsatriðum Hinsegin daga,“ segir Helga. Bætt hafi verið við öryggisgæslu í ár og stjórn Hinsegin daga meðvituð um það þurfi að vera öruggt bæði fyrir fólk að horfa og taka þátt í göngunni. „Hinsegin dögum þykir alltaf miður hvort sem það er á Hinsegin dögum eða í Gleðigöngunni sjálfri að einhver upplifi óöryggi. Við viljum gera okkar allra allra besta til að koma í veg fyrir það.“ Reykjavík Umferðaröryggi Mest lesið Ummælin hörð gagnrýni sem ekki eigi að flokka sem hatursorðræðu Innlent Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Innlent Kristrún sögð verða forsætisráðherra í nýrri stjórn Innlent Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Erlent Máttu ekki selja í stæði við Engjaveg fyrir Jólagesti Björgvins Innlent Eldstöðvar sem ógnað gætu Vestlendingum minna á sig Innlent Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Erlent Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Innlent Vill að stjórn FH fari frá Innlent Setur út á aðbúnað og umgjörð starfseminnar á neyðarvistun Stuðla Innlent Fleiri fréttir Borgin fær 150 milljónir frá ESB til að hreinsa Tjörnina og Vatnsmýri Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Vill að stjórn FH fari frá Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Setur út á aðbúnað og umgjörð starfseminnar á neyðarvistun Stuðla Kristrún sögð verða forsætisráðherra í nýrri stjórn Handtekinn vegna gruns um líkamsárás Ummælin hörð gagnrýni sem ekki eigi að flokka sem hatursorðræðu Eldstöðvar sem ógnað gætu Vestlendingum minna á sig Máttu ekki selja í stæði við Engjaveg fyrir Jólagesti Björgvins Andlátið á Stuðlum hafði mikil áhrif Valkyrjur ná saman, yfirfullar flugvélar og mistök ársins Þjóðin fær nýja ríkisstjórn í jólagjöf Umfangsmikið útkall í Suðurhrauni vegna mikils reyks Flýta flugeldasýningu og breyta hlaupaleiðum á Menningarnótt Bein útsending: Nýjustu tíðindi af viðræðunum Núðlusúpan reyndist 34 kíló af marijúana Fundu fíkniefni í gámi sama dag og stúlkan fannst látin Ein af hverjum fimm íbúðum tóm í nokkrum sveitarfélögum Landris heldur áfram á stöðugum hraða Telur að niðurskurður muni ýta þeim sem eftir eru út í veikindi Jóhannes Þór svekktur og sár vegna skrifa þingmanns Miðflokksins Ekki ljóst hvort þýskt nautakjöt eða íslenskt kindakjöt olli hópsýkingu Brjálaðist út í barn í bíó Enn unnið að stjórnarsáttmála og jólaverslun tekur breytingum Útlit fyrir svalasta árið í Reykjavík í þrjátíu ár Mögulega tíðindi fyrir jól Langflestir vilja ríkisstjórnina sem samið er um Heilsuvera liggur niðri Hótaði dóttur sinni svo miklum barsmíðum að hún gæti ekki andað Sjá meira
„Það er alveg hárrétt að á ákveðnum stöðum í göngunni er vegurinn þröngur og það er ofboðslega leiðinlegt að bílar hafi rekist þarna í grindur en sem betur fer fór ekki verr og það er ég ofboðslega þakklát fyrir. Það er samt sem áður ofboðslega óþægilegt, sérstaklega get ég ímyndað mér þegar maður er með börnin sín að upplifa óöryggi og slíka hræðslu,“ segir Helga Haraldsdóttir, formaður Hinsegin daga 2024. „Fólki bregður þarna við það sem er algjörlega skiljanlegt.“ Forsvarsfólk Hinsegin daga hafi ekki átt samtal um málin við lögreglu. „Þegar svona stórir bílar eru að keyra í gegnum mannmergð þá er alltaf ákveðið óöryggi sem skapast. Lögreglan sinnir sinni gæslu sem skyldi, er á staðnum og svo erum við bara frjáls félagasamtök með sjálfboðaliða sem gera sitt allra besta. Við höfum passað upp á það að hafa öryggisverði við hvert dekk á hverjum bíl og tökum sérstaklega öryggisfundi og fleira til að gera sjálfboðaliðum grein fyrir ábyrgðinni sem í því liggur að fylgja slíkum ökutækjum niður götur.“ Ekki komið fyrir áður Helga segir mjög mikilvægt að bílstjórar í göngunni fari með gát þegar ekið er um þröng svæði. Þetta sé í þriðja eða fjórða sinn sem gangan fari þessa tilteknu leið og í fyrsta sinn sem bíll hafi rekist utan í grindverk. „Okkur hjá Hinsegin dögum er öryggi ofarlega í huga, öryggi hinsegin fólks og alls fólks. Þetta er eitthvað sem við eigum eftir að taka til skoðunar, alveg klárt mál. Þessi dagur á að snúast um hinsegin mannréttindabaráttu, um gleði, fögnuð og sýnileika. Við viljum að sjálfsögðu ekki að fólk lendi í því að upplifa einhvers konar óöryggi eða hræðslu af hvaða ástæðum sem það gætu verið.“ Helga bendir á að mikill mannfjöldi sé viðstaddur gönguna á ári hverju og það geti verið erfitt að færa grindurnar þegar mikið af fólki stendur þétt upp við þær. Um þrjátíu ökutæki hafi verið í göngunni þetta árið og um hundrað þúsund manns viðstödd í miðborginni síðustu ár. Hverjum hópi beri að fylgja öryggisreglum Helga segir að sérhvert atriði eða hópur í Gleðigöngunni sé sjálfstætt skipulagður og gefnar út skýrar öryggisreglur sem hver og einn hópur þurfi að framfylgja. Til greina komi að ræða við ökumennina sem voru við stýri í báðum óhöppum. „Við hjá Hinsegin dögum erum alltaf til í að eiga samtalið, alltaf til í að endurskoða og rýna í hvað mætti betur fara. Þannig að sjálfsögðu væri ég til í að eiga samtal og ræða hvað hefði mátt betur fara og hvað getum við gert. Getum við haft aðra uppsetningu á þessum grindum, getum við hreinlega breytt gönguleið? Af því að öryggi alls fólks í göngunni er algjörlega eitt af forgangsatriðum Hinsegin daga,“ segir Helga. Bætt hafi verið við öryggisgæslu í ár og stjórn Hinsegin daga meðvituð um það þurfi að vera öruggt bæði fyrir fólk að horfa og taka þátt í göngunni. „Hinsegin dögum þykir alltaf miður hvort sem það er á Hinsegin dögum eða í Gleðigöngunni sjálfri að einhver upplifi óöryggi. Við viljum gera okkar allra allra besta til að koma í veg fyrir það.“
Reykjavík Umferðaröryggi Mest lesið Ummælin hörð gagnrýni sem ekki eigi að flokka sem hatursorðræðu Innlent Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Innlent Kristrún sögð verða forsætisráðherra í nýrri stjórn Innlent Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Erlent Máttu ekki selja í stæði við Engjaveg fyrir Jólagesti Björgvins Innlent Eldstöðvar sem ógnað gætu Vestlendingum minna á sig Innlent Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Erlent Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Innlent Vill að stjórn FH fari frá Innlent Setur út á aðbúnað og umgjörð starfseminnar á neyðarvistun Stuðla Innlent Fleiri fréttir Borgin fær 150 milljónir frá ESB til að hreinsa Tjörnina og Vatnsmýri Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Vill að stjórn FH fari frá Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Setur út á aðbúnað og umgjörð starfseminnar á neyðarvistun Stuðla Kristrún sögð verða forsætisráðherra í nýrri stjórn Handtekinn vegna gruns um líkamsárás Ummælin hörð gagnrýni sem ekki eigi að flokka sem hatursorðræðu Eldstöðvar sem ógnað gætu Vestlendingum minna á sig Máttu ekki selja í stæði við Engjaveg fyrir Jólagesti Björgvins Andlátið á Stuðlum hafði mikil áhrif Valkyrjur ná saman, yfirfullar flugvélar og mistök ársins Þjóðin fær nýja ríkisstjórn í jólagjöf Umfangsmikið útkall í Suðurhrauni vegna mikils reyks Flýta flugeldasýningu og breyta hlaupaleiðum á Menningarnótt Bein útsending: Nýjustu tíðindi af viðræðunum Núðlusúpan reyndist 34 kíló af marijúana Fundu fíkniefni í gámi sama dag og stúlkan fannst látin Ein af hverjum fimm íbúðum tóm í nokkrum sveitarfélögum Landris heldur áfram á stöðugum hraða Telur að niðurskurður muni ýta þeim sem eftir eru út í veikindi Jóhannes Þór svekktur og sár vegna skrifa þingmanns Miðflokksins Ekki ljóst hvort þýskt nautakjöt eða íslenskt kindakjöt olli hópsýkingu Brjálaðist út í barn í bíó Enn unnið að stjórnarsáttmála og jólaverslun tekur breytingum Útlit fyrir svalasta árið í Reykjavík í þrjátíu ár Mögulega tíðindi fyrir jól Langflestir vilja ríkisstjórnina sem samið er um Heilsuvera liggur niðri Hótaði dóttur sinni svo miklum barsmíðum að hún gæti ekki andað Sjá meira