Þyki málið miður og til greina komi að breyta gönguleið Eiður Þór Árnason skrifar 10. ágúst 2024 22:41 Helga Haraldsdóttir, formaður Hinsegin daga, segir til greina koma að breyta leið Gleðigöngunnar. Hinsegin dagar - Aðsend Formanni Hinsegin daga þykir miður að fólk viðstatt Gleðigönguna hafi fundið fyrir óöryggi þegar tveir vagnar lentu á járngrindum sem stóðu nálægt hópi áhorfenda. Öryggismál séu tekin alvarlega og óhöppin verði tekin til skoðunar. Til greina komi að breyta leið göngunnar til að auka öryggi viðstaddra. „Það er alveg hárrétt að á ákveðnum stöðum í göngunni er vegurinn þröngur og það er ofboðslega leiðinlegt að bílar hafi rekist þarna í grindur en sem betur fer fór ekki verr og það er ég ofboðslega þakklát fyrir. Það er samt sem áður ofboðslega óþægilegt, sérstaklega get ég ímyndað mér þegar maður er með börnin sín að upplifa óöryggi og slíka hræðslu,“ segir Helga Haraldsdóttir, formaður Hinsegin daga 2024. „Fólki bregður þarna við það sem er algjörlega skiljanlegt.“ Forsvarsfólk Hinsegin daga hafi ekki átt samtal um málin við lögreglu. „Þegar svona stórir bílar eru að keyra í gegnum mannmergð þá er alltaf ákveðið óöryggi sem skapast. Lögreglan sinnir sinni gæslu sem skyldi, er á staðnum og svo erum við bara frjáls félagasamtök með sjálfboðaliða sem gera sitt allra besta. Við höfum passað upp á það að hafa öryggisverði við hvert dekk á hverjum bíl og tökum sérstaklega öryggisfundi og fleira til að gera sjálfboðaliðum grein fyrir ábyrgðinni sem í því liggur að fylgja slíkum ökutækjum niður götur.“ Ekki komið fyrir áður Helga segir mjög mikilvægt að bílstjórar í göngunni fari með gát þegar ekið er um þröng svæði. Þetta sé í þriðja eða fjórða sinn sem gangan fari þessa tilteknu leið og í fyrsta sinn sem bíll hafi rekist utan í grindverk. „Okkur hjá Hinsegin dögum er öryggi ofarlega í huga, öryggi hinsegin fólks og alls fólks. Þetta er eitthvað sem við eigum eftir að taka til skoðunar, alveg klárt mál. Þessi dagur á að snúast um hinsegin mannréttindabaráttu, um gleði, fögnuð og sýnileika. Við viljum að sjálfsögðu ekki að fólk lendi í því að upplifa einhvers konar óöryggi eða hræðslu af hvaða ástæðum sem það gætu verið.“ Helga bendir á að mikill mannfjöldi sé viðstaddur gönguna á ári hverju og það geti verið erfitt að færa grindurnar þegar mikið af fólki stendur þétt upp við þær. Um þrjátíu ökutæki hafi verið í göngunni þetta árið og um hundrað þúsund manns viðstödd í miðborginni síðustu ár. Hverjum hópi beri að fylgja öryggisreglum Helga segir að sérhvert atriði eða hópur í Gleðigöngunni sé sjálfstætt skipulagður og gefnar út skýrar öryggisreglur sem hver og einn hópur þurfi að framfylgja. Til greina komi að ræða við ökumennina sem voru við stýri í báðum óhöppum. „Við hjá Hinsegin dögum erum alltaf til í að eiga samtalið, alltaf til í að endurskoða og rýna í hvað mætti betur fara. Þannig að sjálfsögðu væri ég til í að eiga samtal og ræða hvað hefði mátt betur fara og hvað getum við gert. Getum við haft aðra uppsetningu á þessum grindum, getum við hreinlega breytt gönguleið? Af því að öryggi alls fólks í göngunni er algjörlega eitt af forgangsatriðum Hinsegin daga,“ segir Helga. Bætt hafi verið við öryggisgæslu í ár og stjórn Hinsegin daga meðvituð um það þurfi að vera öruggt bæði fyrir fólk að horfa og taka þátt í göngunni. „Hinsegin dögum þykir alltaf miður hvort sem það er á Hinsegin dögum eða í Gleðigöngunni sjálfri að einhver upplifi óöryggi. Við viljum gera okkar allra allra besta til að koma í veg fyrir það.“ Reykjavík Umferðaröryggi Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Sjá meira
„Það er alveg hárrétt að á ákveðnum stöðum í göngunni er vegurinn þröngur og það er ofboðslega leiðinlegt að bílar hafi rekist þarna í grindur en sem betur fer fór ekki verr og það er ég ofboðslega þakklát fyrir. Það er samt sem áður ofboðslega óþægilegt, sérstaklega get ég ímyndað mér þegar maður er með börnin sín að upplifa óöryggi og slíka hræðslu,“ segir Helga Haraldsdóttir, formaður Hinsegin daga 2024. „Fólki bregður þarna við það sem er algjörlega skiljanlegt.“ Forsvarsfólk Hinsegin daga hafi ekki átt samtal um málin við lögreglu. „Þegar svona stórir bílar eru að keyra í gegnum mannmergð þá er alltaf ákveðið óöryggi sem skapast. Lögreglan sinnir sinni gæslu sem skyldi, er á staðnum og svo erum við bara frjáls félagasamtök með sjálfboðaliða sem gera sitt allra besta. Við höfum passað upp á það að hafa öryggisverði við hvert dekk á hverjum bíl og tökum sérstaklega öryggisfundi og fleira til að gera sjálfboðaliðum grein fyrir ábyrgðinni sem í því liggur að fylgja slíkum ökutækjum niður götur.“ Ekki komið fyrir áður Helga segir mjög mikilvægt að bílstjórar í göngunni fari með gát þegar ekið er um þröng svæði. Þetta sé í þriðja eða fjórða sinn sem gangan fari þessa tilteknu leið og í fyrsta sinn sem bíll hafi rekist utan í grindverk. „Okkur hjá Hinsegin dögum er öryggi ofarlega í huga, öryggi hinsegin fólks og alls fólks. Þetta er eitthvað sem við eigum eftir að taka til skoðunar, alveg klárt mál. Þessi dagur á að snúast um hinsegin mannréttindabaráttu, um gleði, fögnuð og sýnileika. Við viljum að sjálfsögðu ekki að fólk lendi í því að upplifa einhvers konar óöryggi eða hræðslu af hvaða ástæðum sem það gætu verið.“ Helga bendir á að mikill mannfjöldi sé viðstaddur gönguna á ári hverju og það geti verið erfitt að færa grindurnar þegar mikið af fólki stendur þétt upp við þær. Um þrjátíu ökutæki hafi verið í göngunni þetta árið og um hundrað þúsund manns viðstödd í miðborginni síðustu ár. Hverjum hópi beri að fylgja öryggisreglum Helga segir að sérhvert atriði eða hópur í Gleðigöngunni sé sjálfstætt skipulagður og gefnar út skýrar öryggisreglur sem hver og einn hópur þurfi að framfylgja. Til greina komi að ræða við ökumennina sem voru við stýri í báðum óhöppum. „Við hjá Hinsegin dögum erum alltaf til í að eiga samtalið, alltaf til í að endurskoða og rýna í hvað mætti betur fara. Þannig að sjálfsögðu væri ég til í að eiga samtal og ræða hvað hefði mátt betur fara og hvað getum við gert. Getum við haft aðra uppsetningu á þessum grindum, getum við hreinlega breytt gönguleið? Af því að öryggi alls fólks í göngunni er algjörlega eitt af forgangsatriðum Hinsegin daga,“ segir Helga. Bætt hafi verið við öryggisgæslu í ár og stjórn Hinsegin daga meðvituð um það þurfi að vera öruggt bæði fyrir fólk að horfa og taka þátt í göngunni. „Hinsegin dögum þykir alltaf miður hvort sem það er á Hinsegin dögum eða í Gleðigöngunni sjálfri að einhver upplifi óöryggi. Við viljum gera okkar allra allra besta til að koma í veg fyrir það.“
Reykjavík Umferðaröryggi Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Sjá meira