Sport

Kastaði spjótinu næstum því í dómara

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Jo-Ane van Dyk vann silfrið í spjótkasti kvenna á Ólympíuleikunum.
Jo-Ane van Dyk vann silfrið í spjótkasti kvenna á Ólympíuleikunum. getty/Andy Cheung

Litlu mátti muna að illa færi þegar suður-afrískur spjótkastari átti misheppnað kast á Ólympíuleikunum í gær.

Jo-Ane van Dyk var ekki alveg með miðið stillt í öðru kasti sínu í úrslitum í spjótkasti kvenna.

Van Dyk kastaði spjótinu nefnilega hættulega nálægt dómara sem var að horfa í aðra átt þegar sú suður-afríska mundaði spjótið.

„Ég heyrði af þessu eftir á. Sem betur fer sá ég það ekki. Ef ég hefði gert það hefði ég sennilega brjálast,“ sagði Van Dyk um atvikið.

Flest hinna kasta Van Dyks í úrslitunum voru mun betri og svo fór að hún vann bronsið með kasti upp á 63,93 metra. Haruka Kitaguchi frá Japan vann gullið (65,80 metrar) og hin tékkneska Nikola Ogrodníková tók bronsið (63,68 metrar).




Fleiri fréttir

Sjá meira


×