„Í lokin var ákvörðunin bara það sem CrossFit samtökin vildu sjálf“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. ágúst 2024 13:02 Luciana Dal Agnol og Gui Malheiros áður en heimsleikarnir hófust. Hún sagði frá því á samfélagsmiðlum hvað fór fram á bak við tjöldin hjá CrossFit samtökunum eftir að Lazar Dukic drukknaði. @ludalagnol Eiginkona eins keppandans á heimsleikunum í CrossFit hefur gagnrýnt hvernig staðið var að ákvörðuninni um að halda keppni áfram á heimsleikunum. Það var gert þrátt fyrir að einn keppandi hafi drukknað í fyrstu grein leikanna. Luciana Dal Agnol er eiginkona Gui Malheiros, keppanda á heimsleikunum í CrossFit. Hann var einn af þeim sem treysti sér ekki til að halda keppni áfram. CrossFit samtökin héldu fundu með keppendum um kvöldið á þessum hræðilega degi þar sem Lazar Dukic drukknaði. Fjölmiðlafólk hafði ekki aðgang að fundinum. Stóðu upp og yfirgáfu fundinn Dal Agnol sagði frá því sem fór fram á fundinum á samfélagsmiðum sínum. Fundurinn tók marga klukkutíma. Það er hennar mat að ákvörðunin um að halda keppni áfram hafi verið tekin án þess að taka almennilega mið af andlegu ástandi íþróttafólksins eða hvaða áhrif það hefði á alla, að halda keppni áfram. „Strax í upphafi þá tilkynntu þau að keppninni yrði haldið áfram. Á þeim tímapunkti stóðu nokkrir keppendur upp og yfirgáfu fundinn. Þar á meðal var Gui því að hans mati var það óásættanlegt að halda áfram eftir slíkan harmleik,“ sagði Dal Agnol samkvæmt frétt Boxrox vefsins. Luciana segir þó að þau hjónin hafi snúið aftur á fundinn með von um það að geta komið með sín sjónarmið inn í umræðuna. Fundurinn tók alls fjóra klukkutíma. Eyddu mörgum klukkutímum þarna „Við eyddum mörgum klukkutímum þarna. Íþróttafólkið kom með hugmyndir um hvað væri hægt að gera til að þeim liði aðeins betur með það að keppa. Sem dæmi að allir væru í bol með nafninu hans og ekki því að auglýsa einhver fyrirtæki. Gera allt til heiðurs Lazars,“ sagði Dal Agnol. „Það var líka lagt til að verðlaunafénu yrði skipt jafnt á milli allra keppenda þannig að þetta yrði ekki lengur peningakeppni. Restin færi síðan til fjölskyldu Lazars. Þrátt fyrir allt þetta þá var lokaákvörðunin að halda áfram eins og hafði verið skipulagt. Þetta var ákvörðun sem gaf ekki rétta mynd af því sem íþróttafólkið vildi gera,“ sagði Dal Agnol. Ekki hlustað „Það var ekki hlustað á það sem íþróttafólkið eða þjálfararnir höfðu lagt til. Þeir vildu bara deila ábyrgðinni með íþróttafólkinu en gerðu síðan bara það sem þeir vildu gera. Í lokin var ákvörðunin bara það sem CrossFit samtökin vildu sjálf,“ sagði Dal Agnol. Það má lesa meira hér. View this post on Instagram A post shared by BOXROX (@boxrox) CrossFit Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Íshokkí, píla og snóker Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Sjá meira
Luciana Dal Agnol er eiginkona Gui Malheiros, keppanda á heimsleikunum í CrossFit. Hann var einn af þeim sem treysti sér ekki til að halda keppni áfram. CrossFit samtökin héldu fundu með keppendum um kvöldið á þessum hræðilega degi þar sem Lazar Dukic drukknaði. Fjölmiðlafólk hafði ekki aðgang að fundinum. Stóðu upp og yfirgáfu fundinn Dal Agnol sagði frá því sem fór fram á fundinum á samfélagsmiðum sínum. Fundurinn tók marga klukkutíma. Það er hennar mat að ákvörðunin um að halda keppni áfram hafi verið tekin án þess að taka almennilega mið af andlegu ástandi íþróttafólksins eða hvaða áhrif það hefði á alla, að halda keppni áfram. „Strax í upphafi þá tilkynntu þau að keppninni yrði haldið áfram. Á þeim tímapunkti stóðu nokkrir keppendur upp og yfirgáfu fundinn. Þar á meðal var Gui því að hans mati var það óásættanlegt að halda áfram eftir slíkan harmleik,“ sagði Dal Agnol samkvæmt frétt Boxrox vefsins. Luciana segir þó að þau hjónin hafi snúið aftur á fundinn með von um það að geta komið með sín sjónarmið inn í umræðuna. Fundurinn tók alls fjóra klukkutíma. Eyddu mörgum klukkutímum þarna „Við eyddum mörgum klukkutímum þarna. Íþróttafólkið kom með hugmyndir um hvað væri hægt að gera til að þeim liði aðeins betur með það að keppa. Sem dæmi að allir væru í bol með nafninu hans og ekki því að auglýsa einhver fyrirtæki. Gera allt til heiðurs Lazars,“ sagði Dal Agnol. „Það var líka lagt til að verðlaunafénu yrði skipt jafnt á milli allra keppenda þannig að þetta yrði ekki lengur peningakeppni. Restin færi síðan til fjölskyldu Lazars. Þrátt fyrir allt þetta þá var lokaákvörðunin að halda áfram eins og hafði verið skipulagt. Þetta var ákvörðun sem gaf ekki rétta mynd af því sem íþróttafólkið vildi gera,“ sagði Dal Agnol. Ekki hlustað „Það var ekki hlustað á það sem íþróttafólkið eða þjálfararnir höfðu lagt til. Þeir vildu bara deila ábyrgðinni með íþróttafólkinu en gerðu síðan bara það sem þeir vildu gera. Í lokin var ákvörðunin bara það sem CrossFit samtökin vildu sjálf,“ sagði Dal Agnol. Það má lesa meira hér. View this post on Instagram A post shared by BOXROX (@boxrox)
CrossFit Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Íshokkí, píla og snóker Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Sjá meira