Enski boltinn

Biðst af­sökunar á mynd­bandi sínu með hláturgasinu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Yves Bissouma í leik með Tottenham á móti Bayern í æfingarleiknum um helgina.
Yves Bissouma í leik með Tottenham á móti Bayern í æfingarleiknum um helgina. Getty/Warren Little

Tottenham maðurinn Yves Bissouma hefur beðist afsökunar á dómgreindarleysi sínu um helgina.

Leikmaðurinn setti sjálfur inn myndband á samfélagsmiðla þar sem Bissouma virtist vera að nota hláturgas.

Frá árinu 2023 hefur það verið lögbrot í Bretlandi að nota hláturgas og refsingin gæti verið tveggja ára fangelsisvist.

„Ég vil biðjast afsökunar á þessum myndböndum. Þetta var alvarlegt dómgreindarleysi,“ sagði Bissouma en BBC segir frá.

„Ég átta mig á því hversu alvarlegt þetta er og hversu hættulegt heilsunni þetta er líka. Ég tek líka hlutverk mitt sem fótboltamanns og fyrirmyndar mjög alvarlega,“ sagði Bissouma.

Bissouma kom til Tottenham frá Brighton fyrir þrjátíu milljónir punda árið 2022. Hann spilaði 45 mínútur í æfingaleik á móti Bayern München á laugardaginn.

Tottenham segist vera að skoða þetta mál og að það verði tekið á því innanhúss.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×