Öskraði ítrekað á Jóhann: „Hættu þessu fokking væli“ Sindri Sverrisson skrifar 12. ágúst 2024 10:00 Vincent Kompany og Jóhann Berg Guðmundsson þurfa ekki að hlusta meira hvor á annan í vetur, því Kompany er farinn til Þýskalands. Samsett/Getty Jóhann Berg Guðmundsson fær svo sannarlega að heyra það frá þáverandi knattspyrnustjóra sínum, Vincent Kompany, í nýjum heimildarþáttum um enska liðið Burnley sem sýndir eru á Sky. Kompany hraunar yfir Jóhann á æfingu og segir hann tuða allt of mikið. Í broti úr þáttunum sem sjá má hér að neðan missir Kompany algjörlega stjórn á skapi sínu, eftir að því er virðist að hafa fengið sig fullsaddan af hegðun Jóhanns á æfingu Burnley-liðsins. Belginn virðist telja íslenska landsliðsfyrirliðann tuða allt of mikið. Hafa ber í huga að gengi Burnley var slakt á síðasta tímabili, þegar þættirnir voru teknir upp, og fallhættan vísast farin að hafa áhrif á menn en liðið endaði á að falla úr ensku úrvalsdeildinni. „Joey [Jóhann] ekki fokking prófa mig, nóg komið af þessu helvítis væli. Spilaðu fokking fótbolta, af hverju þarftu að tuða yfir öllu? Fokking spilaðu. Hversu oft þarf ég að segja þér þetta? Hættu þessu fokking væli,“ öskrar Kompany á Jóhann á miðri æfingu, eins og sjá má á þessu myndbandi: 📢MISSION TO BURNLEY S2 SPOLIER 📢What is your thoughts on the Kompany v Guðmundsson scene? #burnley #burnleyfc #twitterclarets🤯 pic.twitter.com/Sv2hFpJWCY— Burnley FC Clips (@BurnleyFC_clips) August 11, 2024 „Er eitthvað sem þú vilt segja öllu liðinu? Ertu stór strákur? Ha? Þú tuðar yfir öllu!“ öskrar Kompany einnig á Jóhann. Jóhann reynir að malda í móinn og spyr hverju í ósköpunum hann hafi þá verið að tuða yfir en Kompany vill ekki hlusta á það og segir líkamstjáningu Jóhanns algjörlega óásættanlega. „Þetta er upp á líf og dauða! Fokking spilaðu!“ öskrar Kompany enn einu sinni áður en Jóhann svarar: „Ég fokking veit það.“ Eftir tímabilið og fallið úr úrvalsdeildinni hætti Kompany hjá Burnley og tók við þýska stórveldinu Bayern München. Samningur Jóhanns við Burnley rann út eftir tímabilið og hann kvaddi félagið en sneri svo óvænt aftur og tekur slaginn með liðinu í næstefstu deild, undir stjórn Scott Parker. Fyrsti leikur Burnley á nýju tímabili er í kvöld þegar liðið sækir Luton heim í slag tveggja liða sem féllu úr efstu deild í vor. Enski boltinn Mest lesið Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Handbolti Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Sport Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Fótbolti Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Handbolti Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Sport Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Fótbolti Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Formúla 1 Skúbbaði í miðju kynlífi Sport UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Guardiola framlengir við Man. City Klopp vildi fá Antony í stað Salah Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Scott McTominay sér ekki eftir neinu Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Coote dómari í enn verri málum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Sjá meira
Í broti úr þáttunum sem sjá má hér að neðan missir Kompany algjörlega stjórn á skapi sínu, eftir að því er virðist að hafa fengið sig fullsaddan af hegðun Jóhanns á æfingu Burnley-liðsins. Belginn virðist telja íslenska landsliðsfyrirliðann tuða allt of mikið. Hafa ber í huga að gengi Burnley var slakt á síðasta tímabili, þegar þættirnir voru teknir upp, og fallhættan vísast farin að hafa áhrif á menn en liðið endaði á að falla úr ensku úrvalsdeildinni. „Joey [Jóhann] ekki fokking prófa mig, nóg komið af þessu helvítis væli. Spilaðu fokking fótbolta, af hverju þarftu að tuða yfir öllu? Fokking spilaðu. Hversu oft þarf ég að segja þér þetta? Hættu þessu fokking væli,“ öskrar Kompany á Jóhann á miðri æfingu, eins og sjá má á þessu myndbandi: 📢MISSION TO BURNLEY S2 SPOLIER 📢What is your thoughts on the Kompany v Guðmundsson scene? #burnley #burnleyfc #twitterclarets🤯 pic.twitter.com/Sv2hFpJWCY— Burnley FC Clips (@BurnleyFC_clips) August 11, 2024 „Er eitthvað sem þú vilt segja öllu liðinu? Ertu stór strákur? Ha? Þú tuðar yfir öllu!“ öskrar Kompany einnig á Jóhann. Jóhann reynir að malda í móinn og spyr hverju í ósköpunum hann hafi þá verið að tuða yfir en Kompany vill ekki hlusta á það og segir líkamstjáningu Jóhanns algjörlega óásættanlega. „Þetta er upp á líf og dauða! Fokking spilaðu!“ öskrar Kompany enn einu sinni áður en Jóhann svarar: „Ég fokking veit það.“ Eftir tímabilið og fallið úr úrvalsdeildinni hætti Kompany hjá Burnley og tók við þýska stórveldinu Bayern München. Samningur Jóhanns við Burnley rann út eftir tímabilið og hann kvaddi félagið en sneri svo óvænt aftur og tekur slaginn með liðinu í næstefstu deild, undir stjórn Scott Parker. Fyrsti leikur Burnley á nýju tímabili er í kvöld þegar liðið sækir Luton heim í slag tveggja liða sem féllu úr efstu deild í vor.
Enski boltinn Mest lesið Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Handbolti Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Sport Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Fótbolti Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Handbolti Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Sport Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Fótbolti Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Formúla 1 Skúbbaði í miðju kynlífi Sport UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Guardiola framlengir við Man. City Klopp vildi fá Antony í stað Salah Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Scott McTominay sér ekki eftir neinu Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Coote dómari í enn verri málum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Sjá meira