Stærra eldgos væntanlegt Ólafur Björn Sverrisson skrifar 12. ágúst 2024 11:36 Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur. vísir/arnar Búast má við stærra eldgosi á Reykjanesi á næstu dögum miðað við kvikusöfnun, að sögn eldfjallafræðings. Mjög ólíklegt er að kvika komi upp innan bæjarmarka. Á fimmta hundrað smærri skjálftar hafa mælst síðastliðna viku. Sérfræðingar búast við gosi á næstu klukkutímum eða dögum, frekar en vikum. Þorvaldur Þórðarsson eldfjallafræðingur er á því máli sömuleiðis. „Þessi kvikugeymsla er allavega búin að safna meiru en fyrir síðasta gos. Eitthvað hafa þolmörkin breyst, kannski er það bara eitthvað smotterí og gosið þá væntanlegt á næstu klukktímum eða dögum ef það fylgir þessu fyrra ferli,“ segir Þorvaldur við fréttastofu. Að öðru leyti megi búast við svipuðu gosi og áður. „Sennilega eitthvað heldur stærra, þar sem það er meira kvikumagn til staðar í geymsluhólfinu. Þar af leiðandi endar hraunið á því vera stærra en fyrri hraun“ Það sé hins vegar ekki óeðlilegt hversu lengi kvika hafi safnast í geymsluhólfi. „Miðað við fyrri reynslu myndi ég halda að gosið kæmi upp á svipuðum slóðum, eða í sprungubútnum sem er rétt suðaustan við Stóra Skógfell. Síðan opnast sprunga bara eins og blævængur út frá því til norðurs og suðurs.“ „Í upphafi verðum við með öflugt gos, tiltölulega háa kvikustróka í kannski klukkutíma tvo. Svo fer að draga úr þessu og þá spurning hvar virknin sest til á sprungunni.“ Að hans mati eru mjög litlar líkur á því að gos komi upp innan bæjarmarka Grindavíkur. „Það er ákveðin lína á sunnanverðu Reykjanesinu, þar sem við höfum enga gíga og engar sprungur. Á síðustu 14-15 þúsund árum hefur aldrei gosið sunnan við þessa línu. Við vitum ekki um neina gíga sem eru innan bæjarmarkanna.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Fleiri fréttir Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Sjá meira
Á fimmta hundrað smærri skjálftar hafa mælst síðastliðna viku. Sérfræðingar búast við gosi á næstu klukkutímum eða dögum, frekar en vikum. Þorvaldur Þórðarsson eldfjallafræðingur er á því máli sömuleiðis. „Þessi kvikugeymsla er allavega búin að safna meiru en fyrir síðasta gos. Eitthvað hafa þolmörkin breyst, kannski er það bara eitthvað smotterí og gosið þá væntanlegt á næstu klukktímum eða dögum ef það fylgir þessu fyrra ferli,“ segir Þorvaldur við fréttastofu. Að öðru leyti megi búast við svipuðu gosi og áður. „Sennilega eitthvað heldur stærra, þar sem það er meira kvikumagn til staðar í geymsluhólfinu. Þar af leiðandi endar hraunið á því vera stærra en fyrri hraun“ Það sé hins vegar ekki óeðlilegt hversu lengi kvika hafi safnast í geymsluhólfi. „Miðað við fyrri reynslu myndi ég halda að gosið kæmi upp á svipuðum slóðum, eða í sprungubútnum sem er rétt suðaustan við Stóra Skógfell. Síðan opnast sprunga bara eins og blævængur út frá því til norðurs og suðurs.“ „Í upphafi verðum við með öflugt gos, tiltölulega háa kvikustróka í kannski klukkutíma tvo. Svo fer að draga úr þessu og þá spurning hvar virknin sest til á sprungunni.“ Að hans mati eru mjög litlar líkur á því að gos komi upp innan bæjarmarka Grindavíkur. „Það er ákveðin lína á sunnanverðu Reykjanesinu, þar sem við höfum enga gíga og engar sprungur. Á síðustu 14-15 þúsund árum hefur aldrei gosið sunnan við þessa línu. Við vitum ekki um neina gíga sem eru innan bæjarmarkanna.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Fleiri fréttir Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Sjá meira