Stjórnvöld sofi á verðinum meðan Svens sæki í börnin Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 12. ágúst 2024 13:32 Eyrún segir foreldra uggandi yfir þróuninni. Eyrún Magnúsdóttir fjölmiðlakona og íbúi í Bústaðahverfi segir níkótínsölumenn starfa nær óáreitta í skjóli sofandi stjórnvalda hér á landi. Hún segir Bústaðaveg brátt verða Níkótínstræti vegna opnunar nýrrar verslunar Svens í Grímsbæ. Hún spyr hvort leigutekjur Reita, sem séu að mestu í eigu lífeyrissjóða, séu mikilvægari en áform níkótínsala um að ná fótfestu í skólahverfi. Þetta kemur fram í aðsendri grein hennar á Vísi. Þar segir Eyrún marga foreldra velta fyrir sér stöðunni. Stjórnvöld loki augunum á meðan níkótínsalar sæki í sig veðrið og auki söluna. Í Bústaðahverfi sé fyrir á fleti rafrettubúllan Póló. Þar hafi blandi í poka verið rutt úr hillunum og rafrettum komið fyrir í staðinn „Þetta er í miðju íbúðahverfi og í göngufæri frá Víkinni. Enginn sagði neitt og lítið virðist hægt að gera til að halda þessari starfsemi fjarri skólum og íþróttasvæðum,“ skrifar Eyrún. „Nú fær skólahverfið í ofanálag sérhæfða nikótínpúðaverslun í Grímsbæ, þannig að Bústaðavegurinn verður helsta nikótíngata borgarinnar. Mikið úrval af vökva í rafrettur og alls konar púðar í boði. Nikótínsala blómstrar því sem aldrei fyrr, þótt sígarettuformið sé á undanhaldi.“ Markmiðið að normalísera vörumerkið Hún bendir á að eitt af hverjum þremur ungmennum noti níkótínpúða ef marka megi Þjóðarpúls Gallup. Eyrún segir að það virðist ekki vera nóg fyrir sala níkótínpúðanna. „Nú á að hasla sér völl meðal grunnskólanema líka með því að koma sér fyrir í grónum verslunarkjarna í miðju skólahverfi. Reitir fasteignafélag, í eigu stærstu lífeyrissjóða landsins, hefur leigt út áberandi pláss í Grímsbæ við Bústaðaveg til litaglaða nikótínsalans Svens.“ Í innan við 500 metra radíus frá hinni nýju verslun Svens séu þrír grunnskólar með samanlagt um 1200 nemendur og fimm leikskólar með yfir 300 nemendur. Einn skólanna sé Réttarholtsskóli þar sem 450 unglingar sæki nám. Auglýsingar fyrir púðanna séu undantekningarlaust baðaðar ferskleika. „Þessir nikótínpúðaneytendur framtíðarinnar geta núna gengið framhjá vörumerki Svens dag hvern og haft það fyrir augunum þegar farið er í ísbúðina, búðina eða á pizzastaðinn í Grímsbæ. Markaðssetning nikótínsalanna gengur einmitt út á að normalísera, byggja upp vörumerki sem er jafn sjálfsagt að sjá í verslunarkjarna og hverja aðra matvörubúð.“ Foreldrar eru uggandi vegna opnunar Svens í verslunarrým Grímsbæjar. Vill að samfélagsleg ábyrgð verði sýnd í verki Eyrún vekur athygli á því í grein sinni að Grímsbær sé í heild sinni í eigu Reita fasteignafélags. Í ársfjórðungsuppgjöri félagsins komi fram að leigutekjur hafi aukist fyrstu þrjá mánuði ársins miðað við í fyrra. „Reitir ættu að vera í aðstöðu til að stýra því hvers konar starfsemi velst inn í Grímsbæ, þeir gætu valið að bjóða skaplegra leiguverð svo hægt sé að koma fyrir starfsemi sem styður við samfélagið í stað þess að rífa það niður.“ Þá fer Eyrún í grein sinni á Vísi yfir markmið Reita um samfélagslega ábyrgð. Í stefnu félagsins komi fram að áherslan á samfélagslega ábyrgð sé til þess fallin að auka traust á félaginu og treysta orðspor um leið og stuðlað sé að betra og ábyrgara samfélagi. „Vandséð er hvernig það að troða nikótínpúðasölu inn í gróinn verslunarkjarna í miðju skólahverfi fellur að þessum markmiðum, enda ættu skaðleg áhrif sölu nikótínpúða öllum að vera ljós. Á samfélagslega ábyrgðin kannski ekki við þarna?“ Þróunin snúist ekki við af sjálfri sér Eyrún segir þróunina hérlendis alla vera níkótínsölum í hag. Hverfi 108 sé ekki það eina þar sem þessi þróun eigi við, að níkótínstarfsemi færi sig nær börnum og unglingum. „Stjórnvöld hafa sofnað, en kannski er reynandi að leita til lífeyrissjóða og stórra fasteignafélaga að stemma stigu við þessum vágesti. Hvað segja Reitir, LIVE, Gildi, LSR, Birta og allir hinir lífeyrissjóðirnir sem eiga hlut í Reitum og fleiri fasteignafélögum?“ spyr Eyrún. „Hvað segja Reitir, LIVE, Gildi, LSR, Birta og allir hinir lífeyrissjóðirnir sem eiga hlut í Reitum og fleiri fasteignafélögum? Er þetta brotabrot af leigutekjunum ykkar svo mikilvægt að þið horfið framhjá áformum nikótínsala að valda sem mestum skaða með því að ná fótfestu í skólahverfum? Eru leigutekjurnar mikilvægari en sú sýn nikótínsalanna að gera nikótínneytendur framtíðarinnar úr unglingunum okkar?“ Áfengi og tóbak Heilsa Reykjavík Grunnskólar Skóla- og menntamál Mest lesið Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Erlent Sjötíu milljóna starfslokasamningur sex mánuðum eftir endurkjör Innlent „Hann má alveg reyna að vera fyndinn mín vegna“ Innlent Öflugir Austfirðingar spara borginni hundruð milljóna Innlent Dularfullu blettirnir eigi sér eðlilegar skýringar Innlent Óboðlegt að borgin haldi foreldrum í óvissu lengur Innlent Sjálfstæðisflokkur skákar Samfylkingu Innlent Berskjöldun oft hluti af því að sækja réttlæti þegar dómstólar bregðast Innlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Dæmdur fyrir að pína konu dögum saman Innlent Fleiri fréttir Öflugir Austfirðingar spara borginni hundruð milljóna „Hann má alveg reyna að vera fyndinn mín vegna“ Óboðlegt að borgin haldi foreldrum í óvissu lengur Sjötíu milljóna starfslokasamningur sex mánuðum eftir endurkjör Lélegur árangur í PISA vegna símanotkunar og einkunnaverðbólgu „Gamla Þingborg“ í Flóa verður rifin fyrir breikkun þjóðvegarins Berskjöldun oft hluti af því að sækja réttlæti þegar dómstólar bregðast Gæsluvarðhald tveggja stytt um tvær vikur Sjálfstæðisflokkur skákar Samfylkingu Umdeildu trén á bak og burt og spennandi möguleikar í stöðunni Vendingar í nýrri könnun, fjölskyldu hótað og vorboði Dularfullu blettirnir eigi sér eðlilegar skýringar Skipstjóri Höddu hafi ekki gætt að sér Jón Trausti tekur við ritstjórninni af föður sínum Var skylt að afhenda Brúneggjagögnin eftir allt saman Áfrýjaði og fékk mun þyngri dóm fyrir að nauðga stjúpdóttur Ekkert bendi til að vatnið sé óneysluhæft Hvert og eitt sveitarfélag ákveður laun sinna bæjarstjóra „Fall er fararheill“ Börn upplifi sig vanmáttug í samskiptum við réttarkerfið Áhyggjur af dýravelferð í réttum: Lömb troðast undir í margmenni Óttast afleiðingar hærri veiðigjalda Tveir neita sök og þriðji hugsar sig um í Teslu-íkveikjumáli Fara í mál við íslenska ríkið og Arctic Sea Farm Undirbúa viljayfirlýsingu um jarðgöng í gegnum Reynisfjall Bein útsending: Blaðamannafundur um málefni kennara Dæmdur fyrir að pína konu dögum saman Atvinnuleysi jókst um 0,6 prósentustig á milli mánaða „Fráleitt að halda því fram að þetta muni knésetja útgerðina” Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Sjá meira
Þetta kemur fram í aðsendri grein hennar á Vísi. Þar segir Eyrún marga foreldra velta fyrir sér stöðunni. Stjórnvöld loki augunum á meðan níkótínsalar sæki í sig veðrið og auki söluna. Í Bústaðahverfi sé fyrir á fleti rafrettubúllan Póló. Þar hafi blandi í poka verið rutt úr hillunum og rafrettum komið fyrir í staðinn „Þetta er í miðju íbúðahverfi og í göngufæri frá Víkinni. Enginn sagði neitt og lítið virðist hægt að gera til að halda þessari starfsemi fjarri skólum og íþróttasvæðum,“ skrifar Eyrún. „Nú fær skólahverfið í ofanálag sérhæfða nikótínpúðaverslun í Grímsbæ, þannig að Bústaðavegurinn verður helsta nikótíngata borgarinnar. Mikið úrval af vökva í rafrettur og alls konar púðar í boði. Nikótínsala blómstrar því sem aldrei fyrr, þótt sígarettuformið sé á undanhaldi.“ Markmiðið að normalísera vörumerkið Hún bendir á að eitt af hverjum þremur ungmennum noti níkótínpúða ef marka megi Þjóðarpúls Gallup. Eyrún segir að það virðist ekki vera nóg fyrir sala níkótínpúðanna. „Nú á að hasla sér völl meðal grunnskólanema líka með því að koma sér fyrir í grónum verslunarkjarna í miðju skólahverfi. Reitir fasteignafélag, í eigu stærstu lífeyrissjóða landsins, hefur leigt út áberandi pláss í Grímsbæ við Bústaðaveg til litaglaða nikótínsalans Svens.“ Í innan við 500 metra radíus frá hinni nýju verslun Svens séu þrír grunnskólar með samanlagt um 1200 nemendur og fimm leikskólar með yfir 300 nemendur. Einn skólanna sé Réttarholtsskóli þar sem 450 unglingar sæki nám. Auglýsingar fyrir púðanna séu undantekningarlaust baðaðar ferskleika. „Þessir nikótínpúðaneytendur framtíðarinnar geta núna gengið framhjá vörumerki Svens dag hvern og haft það fyrir augunum þegar farið er í ísbúðina, búðina eða á pizzastaðinn í Grímsbæ. Markaðssetning nikótínsalanna gengur einmitt út á að normalísera, byggja upp vörumerki sem er jafn sjálfsagt að sjá í verslunarkjarna og hverja aðra matvörubúð.“ Foreldrar eru uggandi vegna opnunar Svens í verslunarrým Grímsbæjar. Vill að samfélagsleg ábyrgð verði sýnd í verki Eyrún vekur athygli á því í grein sinni að Grímsbær sé í heild sinni í eigu Reita fasteignafélags. Í ársfjórðungsuppgjöri félagsins komi fram að leigutekjur hafi aukist fyrstu þrjá mánuði ársins miðað við í fyrra. „Reitir ættu að vera í aðstöðu til að stýra því hvers konar starfsemi velst inn í Grímsbæ, þeir gætu valið að bjóða skaplegra leiguverð svo hægt sé að koma fyrir starfsemi sem styður við samfélagið í stað þess að rífa það niður.“ Þá fer Eyrún í grein sinni á Vísi yfir markmið Reita um samfélagslega ábyrgð. Í stefnu félagsins komi fram að áherslan á samfélagslega ábyrgð sé til þess fallin að auka traust á félaginu og treysta orðspor um leið og stuðlað sé að betra og ábyrgara samfélagi. „Vandséð er hvernig það að troða nikótínpúðasölu inn í gróinn verslunarkjarna í miðju skólahverfi fellur að þessum markmiðum, enda ættu skaðleg áhrif sölu nikótínpúða öllum að vera ljós. Á samfélagslega ábyrgðin kannski ekki við þarna?“ Þróunin snúist ekki við af sjálfri sér Eyrún segir þróunina hérlendis alla vera níkótínsölum í hag. Hverfi 108 sé ekki það eina þar sem þessi þróun eigi við, að níkótínstarfsemi færi sig nær börnum og unglingum. „Stjórnvöld hafa sofnað, en kannski er reynandi að leita til lífeyrissjóða og stórra fasteignafélaga að stemma stigu við þessum vágesti. Hvað segja Reitir, LIVE, Gildi, LSR, Birta og allir hinir lífeyrissjóðirnir sem eiga hlut í Reitum og fleiri fasteignafélögum?“ spyr Eyrún. „Hvað segja Reitir, LIVE, Gildi, LSR, Birta og allir hinir lífeyrissjóðirnir sem eiga hlut í Reitum og fleiri fasteignafélögum? Er þetta brotabrot af leigutekjunum ykkar svo mikilvægt að þið horfið framhjá áformum nikótínsala að valda sem mestum skaða með því að ná fótfestu í skólahverfum? Eru leigutekjurnar mikilvægari en sú sýn nikótínsalanna að gera nikótínneytendur framtíðarinnar úr unglingunum okkar?“
Áfengi og tóbak Heilsa Reykjavík Grunnskólar Skóla- og menntamál Mest lesið Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Erlent Sjötíu milljóna starfslokasamningur sex mánuðum eftir endurkjör Innlent „Hann má alveg reyna að vera fyndinn mín vegna“ Innlent Öflugir Austfirðingar spara borginni hundruð milljóna Innlent Dularfullu blettirnir eigi sér eðlilegar skýringar Innlent Óboðlegt að borgin haldi foreldrum í óvissu lengur Innlent Sjálfstæðisflokkur skákar Samfylkingu Innlent Berskjöldun oft hluti af því að sækja réttlæti þegar dómstólar bregðast Innlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Dæmdur fyrir að pína konu dögum saman Innlent Fleiri fréttir Öflugir Austfirðingar spara borginni hundruð milljóna „Hann má alveg reyna að vera fyndinn mín vegna“ Óboðlegt að borgin haldi foreldrum í óvissu lengur Sjötíu milljóna starfslokasamningur sex mánuðum eftir endurkjör Lélegur árangur í PISA vegna símanotkunar og einkunnaverðbólgu „Gamla Þingborg“ í Flóa verður rifin fyrir breikkun þjóðvegarins Berskjöldun oft hluti af því að sækja réttlæti þegar dómstólar bregðast Gæsluvarðhald tveggja stytt um tvær vikur Sjálfstæðisflokkur skákar Samfylkingu Umdeildu trén á bak og burt og spennandi möguleikar í stöðunni Vendingar í nýrri könnun, fjölskyldu hótað og vorboði Dularfullu blettirnir eigi sér eðlilegar skýringar Skipstjóri Höddu hafi ekki gætt að sér Jón Trausti tekur við ritstjórninni af föður sínum Var skylt að afhenda Brúneggjagögnin eftir allt saman Áfrýjaði og fékk mun þyngri dóm fyrir að nauðga stjúpdóttur Ekkert bendi til að vatnið sé óneysluhæft Hvert og eitt sveitarfélag ákveður laun sinna bæjarstjóra „Fall er fararheill“ Börn upplifi sig vanmáttug í samskiptum við réttarkerfið Áhyggjur af dýravelferð í réttum: Lömb troðast undir í margmenni Óttast afleiðingar hærri veiðigjalda Tveir neita sök og þriðji hugsar sig um í Teslu-íkveikjumáli Fara í mál við íslenska ríkið og Arctic Sea Farm Undirbúa viljayfirlýsingu um jarðgöng í gegnum Reynisfjall Bein útsending: Blaðamannafundur um málefni kennara Dæmdur fyrir að pína konu dögum saman Atvinnuleysi jókst um 0,6 prósentustig á milli mánaða „Fráleitt að halda því fram að þetta muni knésetja útgerðina” Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Sjá meira