Kaupir hlut í PSG eftir sigur Bandaríkjanna í París Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 13. ágúst 2024 07:01 Kom, sá, sigraði og keypti hlut í PSG. Gregory Shamus/Getty Images Nýkrýndur Ólympíumeistari í körfubolta, Kevin Durant, virðist hafa líkað veran í París svo vel að hann hefur ákveðið að kaupa minnihluta í knattspyrnuliðinu París Saint-Germain. Hinn 35 ára gamli Durant spilar í dag með Phoenix Suns í NBA-deildinni í körfubolta. Hann var hluti af Ólympíuliði Bandaríkjanna sem vann keppnina í fimmta skiptið í röð. Í gærkvöld, mánudag, birti fjöldi erlendra miðla fréttir þess efnis að kappinn væri að verða minnihluta eigandi í stórliði PSG. Þar á meðal er Sports Illustrated og Fabrizio Romano en hann er farinn að færa út kvíarnar og hættur að tjá sig eingöngu um möguleg vistaskipti knattspyrnumanna. 🔴🔵🏀 Kevin Durant, about to become a new minority stakeholder at Paris Saint-Germain!Decision made as @Romain_Molina reported. pic.twitter.com/1BcNd1q0iN— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) August 12, 2024 Í frétt SI segir að PSG sé stærsta knattspyrnulið Frkaklands og að félagið hafi síðan 2011 verið alfarið í eigu Íþróttafjárfestingarsjóð Katar. Það er þangað til Arctos Partners keyptu tólf og hálft prósent í félaginu á síðasta ári. Ekki kemur fram hversu mikinn hluta Durant er að kaupa en hann er einn margra íþróttamanna frá Bandaríkjunum sem fjárfesta í knattspyrnuliðum í Evrópu. Sem dæmi má nefna að samherji hans í bandaríska landsliðinu, LeBron James, á hlut í Liverpool. PSG hefur undanfarið verið í góðu sambandi við Air Jordan hluta Nike-samsteypunnar en Durant er á samning hjá Nike. Það verður því forvitnilegt að sjá hvort íþróttarisinn komi eitthvað að þessum óvæntu kaupum Durant í franska félaginu. Fótbolti Körfubolti Franski boltinn Mest lesið Orri Steinn einn verðmætasti ungi leikmaður heims Fótbolti Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina á næsta ári Íslenski boltinn Toppsætið endurheimt með átta marka stórsigri Fótbolti Spænska stjarnan flutt á sjúkrahús eftir slys á æfingu Fótbolti Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Körfubolti Tvenna Diallo tryggði fyrsta sigurinn Fótbolti Galdraskot Óðins vekur athygli Handbolti Sigrinum óvænt stolið af Sociedad eftir jöfnunarmark Orra Fótbolti Hetja United meiddist ekki við það að fagna markinu Enski boltinn Rice tábrotinn en ætlar að spila á sunnudag Enski boltinn Fleiri fréttir Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Wendell Green rekinn frá Keflavík Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hannes í leyfi Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 92-87 | Stólarnir fyrstir til að vinna Stjörnuna Alba Berlin í vandræðum og stórleikur Martins dugði ekki til sigurs Mættur til tengdó og gírar sig upp fyrir Síkið Framlenging Körfuboltakvölds: Njarðvík getur orðið Íslandsmeistari eins og Valur Tvö lið enn ósigruð og Thunder að eiga bestu byrjun í sögu félagsins Réðst á blaðamann vegna ummæla um látinn bróður hans og nýfæddan son „Það þarf svo margt að ganga upp til að þeir vinni“ Minnkuðu muninn um tuttugu stig á þremur mínútum gegn gamla liði Elvars Sjá meira
Hinn 35 ára gamli Durant spilar í dag með Phoenix Suns í NBA-deildinni í körfubolta. Hann var hluti af Ólympíuliði Bandaríkjanna sem vann keppnina í fimmta skiptið í röð. Í gærkvöld, mánudag, birti fjöldi erlendra miðla fréttir þess efnis að kappinn væri að verða minnihluta eigandi í stórliði PSG. Þar á meðal er Sports Illustrated og Fabrizio Romano en hann er farinn að færa út kvíarnar og hættur að tjá sig eingöngu um möguleg vistaskipti knattspyrnumanna. 🔴🔵🏀 Kevin Durant, about to become a new minority stakeholder at Paris Saint-Germain!Decision made as @Romain_Molina reported. pic.twitter.com/1BcNd1q0iN— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) August 12, 2024 Í frétt SI segir að PSG sé stærsta knattspyrnulið Frkaklands og að félagið hafi síðan 2011 verið alfarið í eigu Íþróttafjárfestingarsjóð Katar. Það er þangað til Arctos Partners keyptu tólf og hálft prósent í félaginu á síðasta ári. Ekki kemur fram hversu mikinn hluta Durant er að kaupa en hann er einn margra íþróttamanna frá Bandaríkjunum sem fjárfesta í knattspyrnuliðum í Evrópu. Sem dæmi má nefna að samherji hans í bandaríska landsliðinu, LeBron James, á hlut í Liverpool. PSG hefur undanfarið verið í góðu sambandi við Air Jordan hluta Nike-samsteypunnar en Durant er á samning hjá Nike. Það verður því forvitnilegt að sjá hvort íþróttarisinn komi eitthvað að þessum óvæntu kaupum Durant í franska félaginu.
Fótbolti Körfubolti Franski boltinn Mest lesið Orri Steinn einn verðmætasti ungi leikmaður heims Fótbolti Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina á næsta ári Íslenski boltinn Toppsætið endurheimt með átta marka stórsigri Fótbolti Spænska stjarnan flutt á sjúkrahús eftir slys á æfingu Fótbolti Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Körfubolti Tvenna Diallo tryggði fyrsta sigurinn Fótbolti Galdraskot Óðins vekur athygli Handbolti Sigrinum óvænt stolið af Sociedad eftir jöfnunarmark Orra Fótbolti Hetja United meiddist ekki við það að fagna markinu Enski boltinn Rice tábrotinn en ætlar að spila á sunnudag Enski boltinn Fleiri fréttir Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Wendell Green rekinn frá Keflavík Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hannes í leyfi Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 92-87 | Stólarnir fyrstir til að vinna Stjörnuna Alba Berlin í vandræðum og stórleikur Martins dugði ekki til sigurs Mættur til tengdó og gírar sig upp fyrir Síkið Framlenging Körfuboltakvölds: Njarðvík getur orðið Íslandsmeistari eins og Valur Tvö lið enn ósigruð og Thunder að eiga bestu byrjun í sögu félagsins Réðst á blaðamann vegna ummæla um látinn bróður hans og nýfæddan son „Það þarf svo margt að ganga upp til að þeir vinni“ Minnkuðu muninn um tuttugu stig á þremur mínútum gegn gamla liði Elvars Sjá meira