Íslenski boltinn

Stjórn KSÍ vísaði erindi KR frá

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Framkvæmdastjóri KSÍ, Jörundur Áki Sveinsson, ræddi markamálið við Vísi.
Framkvæmdastjóri KSÍ, Jörundur Áki Sveinsson, ræddi markamálið við Vísi. vísir / fotojet

Stjórn KSÍ vísaði erindi KR frá, þar sem krafist var þess að KR yrði dæmdur sigur gegn HK eftir að leik liðanna var frestað á dögunum.

Það staðfesti starfandi framkvæmdastjóri KSÍ, Jörundur Áki Sveinsson, í samtali við Vísi. 

Málið á sér engin fordæmi, leiknum var frestað vegna þess að annað markið í Kórnum var brotið og dómari leiksins flautaði því leikinn aldrei á.

Stjórn KSÍ vísar þannig til reglugerðar um framkvæmd og skipulag leikja, nánar tiltekið grein 15.6 þar sem segir:

„Hafi leikur ekki verið flautaður á skal hann fara fram næsta dag sem fær þykir og við verður komið.”

Mótastjórn KSÍ tilkynnti í gær að búið væri að finna nýja dagsetningu fyrir leikinn, 22. ágúst, og stjórnin hefur staðfest þá ákvörðun.

KR gefst að sjálfsögðu kostur á að áfrýja þeirri ákvörðun til aga- og úrskurðarnefndar, enn óvíst er hvort þeir muni gera það. Ekki náðist í forsvarsmenn KR við vinnslu fréttarinnar.


Tengdar fréttir

KR þrýstir á stjórn KSÍ vegna brotna marksins

KR-ingar sendu inn erindi til stjórnar KSÍ sem tekið verður fyrir á stjórnarfundi í dag, vegna leiksins við HK sem ekki fór fram í síðustu viku vegna brotins marks í Kórnum. Mögulegt er að HK verði dæmt 3-0 tap vegna málsins.

KR tók æfingu í Kórnum og stuðnings­menn sungu

Leik HK og KR í Bestu deild karla var frestað í kvöld þegar í ljós kom að annað markið sem spila átti með í Kórnum var brotið. KR skellti í æfingu í Kórnum í kjölfarið en stuðningsmenn liðsins fóru hvergi þó enginn væri leikurinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×