„Versta ákvörðun sem ég hef séð á þrjátíu ára ferli í fótbolta“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 14. ágúst 2024 16:31 Philippe Clement ræðir við Marco Guida eftir leik Rangers og Dynamo Kiev. getty/Craig Williamson Philippe Clement, knattspyrnustjóri Rangers, var vægast sagt ósáttur við dómara leiksins gegn Dynamo Kiev í forkeppni Meistaradeildar Evrópu í gær. Fyrri leikurinn fór 1-1 og staðan í hálfleik í leiknum á Ibrox í gær var markalaus. Í upphafi seinni hálfleiks fékk Brasilíumaðurinn Jefte sitt annað gula spjald og þar með rautt. Manni fleiri gengu Úkraínumennirnir á lagið, skoruðu tvö mörk og unnu einvígið, 3-1 samanlagt. Dynamo Kiev fer því í umspil um sæti í riðlakeppni Meistaradeildarinnar á meðan Rangers fer í riðlakeppni Evrópudeildarinnar. Rauða spjaldið á Jefte þótti umdeilt og samkvæmt Clement kolrangur dómur. Hann sagðist allavega aldrei hafa séð annað eins á löngum ferli. „Ég hef séð myndirnar. Þetta er klárlega ekki brot. Hann stekkur bara hærra og það er það eina sem gerist,“ sagði Clement en dómari leiksins, Marco Guida, vildi meina að Jefte hefði brotið á Oleksandr Karavayev í skallaeinvígi. „Þetta var afgerandi augnablik og á endanum gerði það draum okkar að engu. Það drap draum rúmlega fimmtíu þúsund áhorfenda og þú býst við betri ákvörðunum því þetta er að mínu mati versta ákvörðun sem ég hef séð á þrjátíu ára ferli í fótbolta.“ Clement sagðist hafa reynt að fá útskýringu frá Guida en án árangurs. „Ég reyndi að skilja ákvörðunina og biðja um útskýringu en dómarinn sat fastur við sinn keip. Þetta var klárlega rangur dómur. Það er margt í gangi í hausnum á mér en þið vitið að allt sem ég segi er of mikið. Ég gæti fengið bann fyrir næsta Evrópuleik svo ég held þessu fyrir mig,“ sagði Clement. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Sport Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Fleiri fréttir Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Sjá meira
Fyrri leikurinn fór 1-1 og staðan í hálfleik í leiknum á Ibrox í gær var markalaus. Í upphafi seinni hálfleiks fékk Brasilíumaðurinn Jefte sitt annað gula spjald og þar með rautt. Manni fleiri gengu Úkraínumennirnir á lagið, skoruðu tvö mörk og unnu einvígið, 3-1 samanlagt. Dynamo Kiev fer því í umspil um sæti í riðlakeppni Meistaradeildarinnar á meðan Rangers fer í riðlakeppni Evrópudeildarinnar. Rauða spjaldið á Jefte þótti umdeilt og samkvæmt Clement kolrangur dómur. Hann sagðist allavega aldrei hafa séð annað eins á löngum ferli. „Ég hef séð myndirnar. Þetta er klárlega ekki brot. Hann stekkur bara hærra og það er það eina sem gerist,“ sagði Clement en dómari leiksins, Marco Guida, vildi meina að Jefte hefði brotið á Oleksandr Karavayev í skallaeinvígi. „Þetta var afgerandi augnablik og á endanum gerði það draum okkar að engu. Það drap draum rúmlega fimmtíu þúsund áhorfenda og þú býst við betri ákvörðunum því þetta er að mínu mati versta ákvörðun sem ég hef séð á þrjátíu ára ferli í fótbolta.“ Clement sagðist hafa reynt að fá útskýringu frá Guida en án árangurs. „Ég reyndi að skilja ákvörðunina og biðja um útskýringu en dómarinn sat fastur við sinn keip. Þetta var klárlega rangur dómur. Það er margt í gangi í hausnum á mér en þið vitið að allt sem ég segi er of mikið. Ég gæti fengið bann fyrir næsta Evrópuleik svo ég held þessu fyrir mig,“ sagði Clement.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Sport Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Fleiri fréttir Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Sjá meira