Pottur víða brotinn og börnin borgi brúsann Valur Páll Eiríksson skrifar 15. ágúst 2024 09:10 Þórhildur Garðarsdóttir, formaður KR, segir stöðuna grafalvarlega, enda eini æfingavöllur félagsins níu mánuði ársins ónýtur. Vísir/Ívar Gervigras KR í Vesturbæ Reykjavíkur er ónýtt og hefur verið lokað vegna slysahættu aðeins einu og hálfu ári eftir lagningu nýs grass. Formaður félagsins gagnrýnir vinnubrögð verktaka og viðbragðsleysi Reykjavíkurborgar. Grasinu var skellt í lás á þriðjudagsmorgun og var unnið að því að girða völlinn af þegar íþróttadeild bar að garði eftir hádegið í gær. Knattspyrnufélag Vesturbæjar átti að spila á vellinum um helgina en sá leikur færður af vellinum sökum meiðslahættu. „Það er ekki hægt að bjóða neinum upp á þetta og þetta er slysahætta. Við eða Reykjavíkurborg erum ábyrgðaraðilar ef eitthvað kemur hérna fyrir og það hafa orðið hérna slys. Það var tekin sú ákvörðun að loka grasinu alveg,“ segir Þórhildur Garðarsdóttir, formaður KR, í Sportpakkanum á Stöð 2. Hafa kvartað undan grasinu í eitt og hálft ár Gervigrasið er ekki ónýtt vegna aldurs eða mikillar notkunar. Aðeins eitt og hálft ár er síðan nýtt gras var lagt og hefur það verið til vandræða frá byrjun. Starfsfólk KR kvartaði ítrekað yfir grasinu, bæði á meðan það var lagt og eftir að verki lauk, við litlar undirtektir. „Þá létum við Reykjavíkurborg strax vita að þetta væri ekki í lagi. Saumarnir væru lausir, það væru bönd hérna út um allt, það væru hólar á vellinum og slíkt. Þeir sendu eftirlitsaðila, sem er sami aðili og lagði grasið. Þeir sögðu hafa saumað hérna aðeins betur en við fundum ekki mikinn mun,“ „Við létum Reykjavíkurborg strax vita af því þá að þetta væri eins. Síðan í sjálfu sér gerðist ekki neitt,“ segir Þórhildur. Sá sami sem framkvæmir og gerir úttektina Líkt og Þórhildur nefndi að ofan er framkvæmdaraðili verksins sama fyrirtæki og gerir úttekt á því hvort betur hafi mátt fara þegar krafa var gerð um slíka úttekt af hálfu Reykjavíkurborgar. Bagalegt sé að verktakinn hafi þannig eftirlit með sjálfum sér, sér í lagi þegar viðbrögðin við umkvörtunum séu ekki meiri en raun ber vitni. Flatir á grasinu eru lausar líkt og sjá má. Rákir milli flatanna, sem eru um 2-3 cm að breidd, eru yfir völlinn endilangann. Á einhverjum stöðum eru flatirnar slitnar í sundur líkt og sjá má hér.Vísir/Ívar „Maður hefur alveg heyrt um það að þetta sé oft gert. En þegar við sjáum þau vinnubrögð að þeir komi hérna í úttekt eftir kvörtun og það er ekki brugðist betur við en þetta, þá slær það mig mjög illa,“ segir Þórhildur. Viðbragðsleysi Reykjavíkurborgar komi á óvart, sér í lagi þar sem völlurinn eigi að vera í ábyrgð og eigi lagning nýs grass því ekki að kosta borgina. Enda aðeins eitt og hálft ár síðan gallað gras var lagt vestur í bæ. Grasið er tætt og liggur við heyskap vesturfrá.Vísir/Ívar „Það er bara ömurlegt, og bara mjög leiðinlegt. Þetta er ekki verk sem ætti að kosta borgina af því að þetta er í ábyrgð ennþá. Manni hefði fundist að borgin setti alla sína krafta í það að reyna fá þetta í lag á meðan ábyrgðin er inni. Það er ekki hægt að kenna því um að ekki sé til peningur,“ segir Þórhildur. Ungir iðkendur borgi brúsann Allar æfingar yngri iðkenda í félaginu hafa verið færðar á Flyðrugrandavöll, sem liggur við hliðina á gervigrasinu, og æfingavöll KR við Starhaga. Báðir eru grasvellir og ljóst að þeir endast ekki í mikið meira en mánuð, sér í lagi vegna mikillar notkunar sem er fyrirséð. Vítapunkturinn öðru megin er hola. Ein af mörgum holum sem sjá má á vellinum.Mynd/KR Ljóst er því að ungir iðkendur í Vesturbæ borga brúsann á meðan ekki er brugðist við. Gervigrasið sé eini æfingavöllur stórs félags meirihluta ársins, enda eini gervigrasvöllur félagsins. „[Börn í Vesturbæ borga brúsann] Með æfingaleysi og bara mjög slæmri aðstöðu. Níu mánuði á ári er þetta eini völlurinn fyrir sjö til átta hundruð krakka og þrjá meistaraflokka. Þetta er eini völlurinn sem við höfum. Þannig að við verðum að fá þessa hluti í lag og það verður að hlusta á okkur,“ segir Þórhildur. Íþróttadeild bíður svara við fyrirspurn vegna málsins sem send var á umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar á sunnudag. Viðtalið og myndefni Ívars Fannars Arnarssonar, tökumanns, af svæðinu má sjá í spilaranum að ofan. KR Reykjavík Mest lesið Luke Littler grét eftir leik Sport Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
Grasinu var skellt í lás á þriðjudagsmorgun og var unnið að því að girða völlinn af þegar íþróttadeild bar að garði eftir hádegið í gær. Knattspyrnufélag Vesturbæjar átti að spila á vellinum um helgina en sá leikur færður af vellinum sökum meiðslahættu. „Það er ekki hægt að bjóða neinum upp á þetta og þetta er slysahætta. Við eða Reykjavíkurborg erum ábyrgðaraðilar ef eitthvað kemur hérna fyrir og það hafa orðið hérna slys. Það var tekin sú ákvörðun að loka grasinu alveg,“ segir Þórhildur Garðarsdóttir, formaður KR, í Sportpakkanum á Stöð 2. Hafa kvartað undan grasinu í eitt og hálft ár Gervigrasið er ekki ónýtt vegna aldurs eða mikillar notkunar. Aðeins eitt og hálft ár er síðan nýtt gras var lagt og hefur það verið til vandræða frá byrjun. Starfsfólk KR kvartaði ítrekað yfir grasinu, bæði á meðan það var lagt og eftir að verki lauk, við litlar undirtektir. „Þá létum við Reykjavíkurborg strax vita að þetta væri ekki í lagi. Saumarnir væru lausir, það væru bönd hérna út um allt, það væru hólar á vellinum og slíkt. Þeir sendu eftirlitsaðila, sem er sami aðili og lagði grasið. Þeir sögðu hafa saumað hérna aðeins betur en við fundum ekki mikinn mun,“ „Við létum Reykjavíkurborg strax vita af því þá að þetta væri eins. Síðan í sjálfu sér gerðist ekki neitt,“ segir Þórhildur. Sá sami sem framkvæmir og gerir úttektina Líkt og Þórhildur nefndi að ofan er framkvæmdaraðili verksins sama fyrirtæki og gerir úttekt á því hvort betur hafi mátt fara þegar krafa var gerð um slíka úttekt af hálfu Reykjavíkurborgar. Bagalegt sé að verktakinn hafi þannig eftirlit með sjálfum sér, sér í lagi þegar viðbrögðin við umkvörtunum séu ekki meiri en raun ber vitni. Flatir á grasinu eru lausar líkt og sjá má. Rákir milli flatanna, sem eru um 2-3 cm að breidd, eru yfir völlinn endilangann. Á einhverjum stöðum eru flatirnar slitnar í sundur líkt og sjá má hér.Vísir/Ívar „Maður hefur alveg heyrt um það að þetta sé oft gert. En þegar við sjáum þau vinnubrögð að þeir komi hérna í úttekt eftir kvörtun og það er ekki brugðist betur við en þetta, þá slær það mig mjög illa,“ segir Þórhildur. Viðbragðsleysi Reykjavíkurborgar komi á óvart, sér í lagi þar sem völlurinn eigi að vera í ábyrgð og eigi lagning nýs grass því ekki að kosta borgina. Enda aðeins eitt og hálft ár síðan gallað gras var lagt vestur í bæ. Grasið er tætt og liggur við heyskap vesturfrá.Vísir/Ívar „Það er bara ömurlegt, og bara mjög leiðinlegt. Þetta er ekki verk sem ætti að kosta borgina af því að þetta er í ábyrgð ennþá. Manni hefði fundist að borgin setti alla sína krafta í það að reyna fá þetta í lag á meðan ábyrgðin er inni. Það er ekki hægt að kenna því um að ekki sé til peningur,“ segir Þórhildur. Ungir iðkendur borgi brúsann Allar æfingar yngri iðkenda í félaginu hafa verið færðar á Flyðrugrandavöll, sem liggur við hliðina á gervigrasinu, og æfingavöll KR við Starhaga. Báðir eru grasvellir og ljóst að þeir endast ekki í mikið meira en mánuð, sér í lagi vegna mikillar notkunar sem er fyrirséð. Vítapunkturinn öðru megin er hola. Ein af mörgum holum sem sjá má á vellinum.Mynd/KR Ljóst er því að ungir iðkendur í Vesturbæ borga brúsann á meðan ekki er brugðist við. Gervigrasið sé eini æfingavöllur stórs félags meirihluta ársins, enda eini gervigrasvöllur félagsins. „[Börn í Vesturbæ borga brúsann] Með æfingaleysi og bara mjög slæmri aðstöðu. Níu mánuði á ári er þetta eini völlurinn fyrir sjö til átta hundruð krakka og þrjá meistaraflokka. Þetta er eini völlurinn sem við höfum. Þannig að við verðum að fá þessa hluti í lag og það verður að hlusta á okkur,“ segir Þórhildur. Íþróttadeild bíður svara við fyrirspurn vegna málsins sem send var á umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar á sunnudag. Viðtalið og myndefni Ívars Fannars Arnarssonar, tökumanns, af svæðinu má sjá í spilaranum að ofan.
KR Reykjavík Mest lesið Luke Littler grét eftir leik Sport Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira