Samstaða kennara skiptir máli Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar 14. ágúst 2024 18:01 Samkvæmt fræðunum flokkast 10% mannkyns sem „high conflicht people“ sem má þýða á íslensku sem „samskiptadólgar“. Það er mjög erfitt að eiga samskipti við fólk í þessum hópi og oft á tíðum ekki hægt því yfirgangur þess, ruddaskapur og ómálefnalegt innlegg býður ekki upp á það. Kennarastéttin eins og aðrir hafa í gegnum tíðina þurft að glíma við þennan hóp sem hefur orðið til þess að margir kennarar veigra sér við að láta skoðanir sínar í ljós. Það hafa flestir skoðun á skólamálum og við sem störfum innan skólanna fáum svo sannarlega að heyra hvað öðrum finnst. Það er ekkert hafið yfir gagnrýni en það skiptir máli hvernig samræðan á sér stað. Nýleg rannsókn á gæðum kennslu á unglingastigi á Norðurlöndunum bendir okkur Íslendingum á að eitt af því sem að við þurfum að taka föstum tökum er að bæta samræðulistina. Samkvæmt þessari rannsókn þá erum við eftirbátar hinna Norðurlandanna hvað samræðulist varðar og sér maður þetta glöggt í skólastofunni því börnin læra það sem fyrir þeim er haft. Nú eru grunnskólakennarar samningslausir og er það ekki í fyrsta skiptið. Staðan er sú að viðsemjendur koma sér ekki saman um viðmiðunarhópa því stærsta hagsmunamál kennarastéttarinnar er jöfnun launa á milli markaða. Forsenda þess að hægt sé að mæla launamuninn og ákveða aðferðafræði leiðréttingarinnar er að þessir viðmiðunarhópar finnist svo hægt sé að ganga frá kjarasamningi. Sem kennari hef ég áhyggjur af kjaramálum. Ég óttast það að við missum fleiri hæfa starfsmenn úr stéttinni því að þeir hafa ekki efni á að starfa við það sem þeir brenna fyrir. Ég hef horft upp á samstarfsfélaga mína brenna upp til agna og veikjast vegna álags. Stjórnvöld þurfa að horfa til framtíðar og semja þannig við kennara að þeir haldist í starfi og það sé eftirsóknarvert að velja kennslu sem ævistarf. Við stöndum frammi fyrir því að kennarastéttin er að eldast og nýliðun er ekki eins og hún ætti að vera. Við erum með fjölda rannsókna sem benda okkur á hversu alvarlegt ástandið er í skólamálum. Það er erfitt að sigla skólaskútu í samfélagi þar sem þú veist aldrei hvort að þú náir að fullmanna skútuna og það er einnig erfitt að vera um borð í skútu þar sem reddingar eiga sér stað. Í þannig aðstæðum verður álagið meira með tilheyrandi fórnarkostnaði. Ég er stolt að tilheyra stétt fagmanna sem brennur fyrir málefninu og ég tel að við sem störfum innan skólanna þurfum að þjappa okkur betur saman sem stétt og miðla því sem er að gerast innan skólanna til þeirra sem hafa ekki innsýn inn í okkar veruleika. Sumir halda kannski að allar fjölskyldur hafi efni á því að kaupa skólamáltíð fyrir börn sín en svo er ekki. Við megum ekki láta samskiptadólgana þagga niður í okkur því þá náum við ekki að miðla vitneskju okkar til annarra og hafa skoðanaskipti. Við megum heldur ekki láta vinnuna taka yfir allt okkar líf því þá höfum við ekki orku til að hittast og eiga samtal sem er forsenda þess að vera samstíga. Gerum okkar besta til að finna jafnvægi á milli vinnu og einkalífs. Nýtt skólaár er að hefjast, munum að setja súrefnisgrímuna fyrst á okkur svo að við getum stutt við aðra. Munum að oft glymur hátt í tómri tunnu og látum því samskiptadólgana ekki slá okkur út af laginu. Stígum sterk saman inn í nýjan vetur og látum raddir okkar heyrast. Höfundur er sérkennari og stjórnarmeðlimur í Kennarafélagi Reykjavíkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Grunnskólar Skóla- og menntamál Rakel Linda Kristjánsdóttir Mest lesið Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar Skoðun Menntamál eru ekki afgangsstærð Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem skrifar Skoðun Er friður tálsýn eða verkefni? Inga Daníelsdóttir skrifar Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Samkvæmt fræðunum flokkast 10% mannkyns sem „high conflicht people“ sem má þýða á íslensku sem „samskiptadólgar“. Það er mjög erfitt að eiga samskipti við fólk í þessum hópi og oft á tíðum ekki hægt því yfirgangur þess, ruddaskapur og ómálefnalegt innlegg býður ekki upp á það. Kennarastéttin eins og aðrir hafa í gegnum tíðina þurft að glíma við þennan hóp sem hefur orðið til þess að margir kennarar veigra sér við að láta skoðanir sínar í ljós. Það hafa flestir skoðun á skólamálum og við sem störfum innan skólanna fáum svo sannarlega að heyra hvað öðrum finnst. Það er ekkert hafið yfir gagnrýni en það skiptir máli hvernig samræðan á sér stað. Nýleg rannsókn á gæðum kennslu á unglingastigi á Norðurlöndunum bendir okkur Íslendingum á að eitt af því sem að við þurfum að taka föstum tökum er að bæta samræðulistina. Samkvæmt þessari rannsókn þá erum við eftirbátar hinna Norðurlandanna hvað samræðulist varðar og sér maður þetta glöggt í skólastofunni því börnin læra það sem fyrir þeim er haft. Nú eru grunnskólakennarar samningslausir og er það ekki í fyrsta skiptið. Staðan er sú að viðsemjendur koma sér ekki saman um viðmiðunarhópa því stærsta hagsmunamál kennarastéttarinnar er jöfnun launa á milli markaða. Forsenda þess að hægt sé að mæla launamuninn og ákveða aðferðafræði leiðréttingarinnar er að þessir viðmiðunarhópar finnist svo hægt sé að ganga frá kjarasamningi. Sem kennari hef ég áhyggjur af kjaramálum. Ég óttast það að við missum fleiri hæfa starfsmenn úr stéttinni því að þeir hafa ekki efni á að starfa við það sem þeir brenna fyrir. Ég hef horft upp á samstarfsfélaga mína brenna upp til agna og veikjast vegna álags. Stjórnvöld þurfa að horfa til framtíðar og semja þannig við kennara að þeir haldist í starfi og það sé eftirsóknarvert að velja kennslu sem ævistarf. Við stöndum frammi fyrir því að kennarastéttin er að eldast og nýliðun er ekki eins og hún ætti að vera. Við erum með fjölda rannsókna sem benda okkur á hversu alvarlegt ástandið er í skólamálum. Það er erfitt að sigla skólaskútu í samfélagi þar sem þú veist aldrei hvort að þú náir að fullmanna skútuna og það er einnig erfitt að vera um borð í skútu þar sem reddingar eiga sér stað. Í þannig aðstæðum verður álagið meira með tilheyrandi fórnarkostnaði. Ég er stolt að tilheyra stétt fagmanna sem brennur fyrir málefninu og ég tel að við sem störfum innan skólanna þurfum að þjappa okkur betur saman sem stétt og miðla því sem er að gerast innan skólanna til þeirra sem hafa ekki innsýn inn í okkar veruleika. Sumir halda kannski að allar fjölskyldur hafi efni á því að kaupa skólamáltíð fyrir börn sín en svo er ekki. Við megum ekki láta samskiptadólgana þagga niður í okkur því þá náum við ekki að miðla vitneskju okkar til annarra og hafa skoðanaskipti. Við megum heldur ekki láta vinnuna taka yfir allt okkar líf því þá höfum við ekki orku til að hittast og eiga samtal sem er forsenda þess að vera samstíga. Gerum okkar besta til að finna jafnvægi á milli vinnu og einkalífs. Nýtt skólaár er að hefjast, munum að setja súrefnisgrímuna fyrst á okkur svo að við getum stutt við aðra. Munum að oft glymur hátt í tómri tunnu og látum því samskiptadólgana ekki slá okkur út af laginu. Stígum sterk saman inn í nýjan vetur og látum raddir okkar heyrast. Höfundur er sérkennari og stjórnarmeðlimur í Kennarafélagi Reykjavíkur.
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar
Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar