Landsvirkjun gerir 725 milljón króna tilboð í Toppstöðina Hólmfríður Gísladóttir skrifar 16. ágúst 2024 07:32 Toppstöðin var reist árið 1946 með fé úr Marshall-aðstoð Bandaríkjamanna. Vísir/Vilhelm Landsvirkjun hefur lagt fram óskuldbindandi tilboð í Toppstöðina í Elliðaárdal, sem nú er í eigu Reykjavíkurborgar. Um er að ræða tilboð í Toppstöðina sjálfa og lóð undir bílastæði, upp á samtals 725 milljónir króna. Frá þessu greinir Landsvirkjun í Facebook-færslu. Tilboðið er lagt fram með það í huga að færa höfuðstöðvar Landsvirkjunar í Toppstöðina en í færslunni segir að Toppstöðin sé meðal nokkurra kosta sem verið sé að skoða. „Um aldamótin kannaði Landsvirkjun möguleikann á nýjum höfuðstöðvum við Rafstöðvarveg 4, en á þeim tíma hugðist Reykjavíkurborg rífa húsið. Þar sem Reykjavíkurborg hefur nú hætt við þau áform ákvað Landsvirkjun að kanna þennan möguleika betur,“ segir í Facebook-færslunni. Þá er vísað til þess að fyrirtækið hafi neyðst til að rýma höfuðstöðvar sínar við Háaleitisbraut í fyrra, eftir að mygla greindist í húsinu. Ákveðið hefur verið að selja það húsnæði. „Höfuðstöðvar orkufyrirtækis þjóðarinnar eru núna í leiguhúsnæði að Katrínartúni 2 og hafa verið kannaðir möguleikar á að leigja eða kaupa nýjar höfuðstöðvar, eða byggja þær frá grunni. Húsið að Rafstöðvarvegi 4 er einn af þeim kostum sem horft hefur verið til.“ Tilboð Landsvirkjunnar gerir ráð fyrir að ásýnd Toppstöðvarinnar verði færð nær upprunalegu útliti frá 1948 og áhersla lögð á að halda í sögulegt viðmót byggingarinnar. Þá verði leitast við að endurnýta núverandi mannvirki, eftir því sem nútímakröfur leyfa. Rekstri toppstöðvar við Rafstöðvarveg var hætt árið 1980. Um tíma var rekið frumkvöðlasetur í húsnæðinu, þar sem listafólk hafði meðal annarst aðstöðu, en húsið hefur verið tómt síðustu misseri. Landsvirkjun Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Fleiri fréttir Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Hraun rann yfir Grindavíkurveg Miðlarnir úti í heimi ekki eins áhugasamir og fyrir ári Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Sjá meira
Frá þessu greinir Landsvirkjun í Facebook-færslu. Tilboðið er lagt fram með það í huga að færa höfuðstöðvar Landsvirkjunar í Toppstöðina en í færslunni segir að Toppstöðin sé meðal nokkurra kosta sem verið sé að skoða. „Um aldamótin kannaði Landsvirkjun möguleikann á nýjum höfuðstöðvum við Rafstöðvarveg 4, en á þeim tíma hugðist Reykjavíkurborg rífa húsið. Þar sem Reykjavíkurborg hefur nú hætt við þau áform ákvað Landsvirkjun að kanna þennan möguleika betur,“ segir í Facebook-færslunni. Þá er vísað til þess að fyrirtækið hafi neyðst til að rýma höfuðstöðvar sínar við Háaleitisbraut í fyrra, eftir að mygla greindist í húsinu. Ákveðið hefur verið að selja það húsnæði. „Höfuðstöðvar orkufyrirtækis þjóðarinnar eru núna í leiguhúsnæði að Katrínartúni 2 og hafa verið kannaðir möguleikar á að leigja eða kaupa nýjar höfuðstöðvar, eða byggja þær frá grunni. Húsið að Rafstöðvarvegi 4 er einn af þeim kostum sem horft hefur verið til.“ Tilboð Landsvirkjunnar gerir ráð fyrir að ásýnd Toppstöðvarinnar verði færð nær upprunalegu útliti frá 1948 og áhersla lögð á að halda í sögulegt viðmót byggingarinnar. Þá verði leitast við að endurnýta núverandi mannvirki, eftir því sem nútímakröfur leyfa. Rekstri toppstöðvar við Rafstöðvarveg var hætt árið 1980. Um tíma var rekið frumkvöðlasetur í húsnæðinu, þar sem listafólk hafði meðal annarst aðstöðu, en húsið hefur verið tómt síðustu misseri.
Landsvirkjun Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Fleiri fréttir Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Hraun rann yfir Grindavíkurveg Miðlarnir úti í heimi ekki eins áhugasamir og fyrir ári Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Sjá meira