Sport

Hótuðu sjónvarpskonu og ó­fæddu barni hennar

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Laura Woods sést hér fjalla um úrslitaleik Borussia Dortmund og Real Madrid í Meistaradeildinni.
Laura Woods sést hér fjalla um úrslitaleik Borussia Dortmund og Real Madrid í Meistaradeildinni. Getty/Marc Atkins

Sjónvarpskonan Laura Woods segist hafa fengið morðhótanir frá nettröllum eftir að hafa skrifað athugasemd undir grein um hnefaleikakonurnar umdeildu á Ólympíuleikunum í París.

Imane Khelif og Lin Yu-ting voru báðar sakaðar um að vera karlmenn í kvennakeppni en Alþjóðahnefaleikasambandið hafði rekið þær úr heimsmeistaramótinu ári fyrr þar sem þær féllu á kynjaprófi sambandsins.

Báðar unnu þær gullverðlaun á Ólympíuleikunum í París en það var enginn vafi um það hjá Alþjóðaólympíusambandinu að þær séu konur. Þær fæddust sem konur, ólust upp sem konur og hafa alltaf keppt sem konur.

Laura Woods fjallar um fótbolta í sjónvarpi. Hún hrósaði Oliver Brown hjá Telegraph fyrir grein sína um málið.

„Síðan ég setti athugasemd undir þessa grein þá hef ég fengið margar morðhótanir og ófætt barnið mitt líka,“ skrifaði Woods á samfélagsmiðilinn X.

Hún skrifaði undir greinina: Góð grein. Greinin fjallar um að það sé enn mörgum spurningum ósvarað þegar kemur að þessu umdeilda máli.

„Þeir settu spurningarmerki við mitt eigið kyn en ég er ófrísk þannig að þeir fengu skýr svör við því. Þeir vildu líka að ég yrði rekin úr starfinu mínu og hótuðu að skemma heimili mitt,“ skrifaði Woods.


Tengdar fréttir

„Veit ekki af hverju IBA hatar mig“

Imane Khelif var í skýjunum eftir að hafa unnið til gullverðlauna í 66 kg flokki í hnefaleikakeppni kvenna á Ólympíuleikunum í París. Hún segir að allar árásirnar sem hún hefur orðið fyrir geri sigurinn sætari.

Imane Khelif landaði gullinu örugglega

Alsírska hnefaleikakonan Imane Khelif tryggði sér í kvöld gullverðlaun í 66 kg flokki á Ólympíuleikunum í París en hún lagði hina kínversku Yang Liu á stigum í úrslitaviðureigninni.

Furðulegur fundur haldinn um mál hnefaleikakvennanna

Alþjóðahnefaleikasambandið hélt fund í gær til að marka afstöðu sína í kynjamáli kvennanna tveggja sem hafa verið til umræðu undanfarna daga. Miklum tíma var reyndar eytt í allt önnur mál sem forsetinn ákvað sjálfur að taka fyrir og fundinum er lýst sem þeim allra furðulegasta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×