„Þetta er aðeins meira en bara fótboltaleikur“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 16. ágúst 2024 11:01 Kristín Dís Árnadóttir er snúin aftur til uppeldisfélagsins Breiðabliks og stefnir á bikartitilinn sem hún hampaði þegar hún var þar síðast. Kristín Dís Árnadóttir er nýsnúin aftur til sinna heimahaga í Kópavogi og verður í liði Breiðabliks gegn Val í kvöld. Hún settist niður með móður sinni og sérfræðingum Stöðvar 2 Sports og hitaði upp fyrir bikarúrslitaleikinn. Sóknarmaður sem færðist neðar Kristín Dís byrjaði að æfa fótbolta kornung, aðeins þriggja ára gömul. Hún fylgdi stóru systur sinni, Ástu Eir Árnadóttur fyrirliða Breiðabliks, og fékk að æfa upp fyrir sig því á þeim tíma náði yngri flokka starfið ekki nema niður í 6. flokk. Á æskuárunum var Kristín Dís sóknarmaður, frammi og á kantinum alveg upp í 4. flokk. Hún færði sig svo með árunum neðar og neðar á völlinn. Fyrst sem miðjumaður, svo djúpur miðjumaður og er í dag harðkjarna hafsent, sem henni þykir skemmtilegast af öllu, þó hún spili vissulega oft sem bakvörður líka. Kristín #18 gat fagnað 4-2 sigri gegn Þór/KA þegar hún spilaði síðustu helgi sinn fyrsta leik fyrir Breiðablik síðan 2021. Fjórði Mjólkurbikarinn? Hún verður í liði Breiðabliks í bikarúrslitaleiknum gegn Val í kvöld. Breiðablik er þar að leika sinn fjórða bikarúrslitaleik í röð. Blikar unnu síðast bikar árið 2021, 4-0 sigur gegn Þrótti sem var þá þjálfað af Nik Chamberlain en hann stýrir Breiðabliki í dag. Kristín fagnaði þá sínum þriðja bikarmeistaratitli eftir að hafa einnig unnið 2016 og 2018. Hún fluttist svo til Bröndby eftir tímabilið. Hún segir liðið spennt að leika aftur til úrslita og tap Breiðabliks gegn Víkingi í fyrra situr ekki í þeim. „Að fara á Laugardalsvöll er bara risa dæmi, þetta er aðeins meira en bara fótboltaleikur. Ógeðslega gaman og umræðan í klefanum hefur ekkert verið um leikinn í fyrra svo ég viti af,“ sagði Kristín. Kristín Dís og Ásta Eir Árnadætur fagna bikartitlinum 2018. Áslaug Munda með mjólkina. Hefur heyrt að það verði góð stemning Aðeins meira en bara fótboltaleikur að hennar sögn, en mikilvægt að halda sömu rútínu og fyrir alla leiki. „Maður reynir að halda í sömu rútínu og fara inn í þennan leik eins og hvern annan. En auðvitað er þetta risastórt, gaman að koma á Laugardalsvöll, vera á grasi og vonandi verður góð stemning… og af því sem ég hef heyrt þá verður mjög góð stemning. Við vorum með opna æfingu í vikunni og fengum fullt af krökkum, svo á að vera fjölskylduhátíð [í Þróttarheimilinu rétt hjá Laugardalsvelli]. Allir á völlinn, allir í grænu og ég held að það verði þvílík stemning.“ Klippa: Besta upphitunin fyrir 17. umferð Upphitunarþáttinn í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Bikarúrslitaleikur Breiðabliks og Vals hefst klukkan 19:15 í kvöld og verður í beinni textalýsingu á Vísi. Miðasala fer fram hjá Tix. Íslenski boltinn Mjólkurbikar karla Mjólkurbikar kvenna Mest lesið Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Fótbolti Meikle skaut Littler skelk í bringu Sport Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Fótbolti Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Fótbolti Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Sport Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Íslenski boltinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Fótbolti „Ég er ekki búin að kaupa eina einustu jólagjöf“ Sport Lengi getur vont versnað hjá Man. City Enski boltinn Fleiri fréttir Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Stjarnan kaupir Benedikt frá Vestra Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Sjá meira
Sóknarmaður sem færðist neðar Kristín Dís byrjaði að æfa fótbolta kornung, aðeins þriggja ára gömul. Hún fylgdi stóru systur sinni, Ástu Eir Árnadóttur fyrirliða Breiðabliks, og fékk að æfa upp fyrir sig því á þeim tíma náði yngri flokka starfið ekki nema niður í 6. flokk. Á æskuárunum var Kristín Dís sóknarmaður, frammi og á kantinum alveg upp í 4. flokk. Hún færði sig svo með árunum neðar og neðar á völlinn. Fyrst sem miðjumaður, svo djúpur miðjumaður og er í dag harðkjarna hafsent, sem henni þykir skemmtilegast af öllu, þó hún spili vissulega oft sem bakvörður líka. Kristín #18 gat fagnað 4-2 sigri gegn Þór/KA þegar hún spilaði síðustu helgi sinn fyrsta leik fyrir Breiðablik síðan 2021. Fjórði Mjólkurbikarinn? Hún verður í liði Breiðabliks í bikarúrslitaleiknum gegn Val í kvöld. Breiðablik er þar að leika sinn fjórða bikarúrslitaleik í röð. Blikar unnu síðast bikar árið 2021, 4-0 sigur gegn Þrótti sem var þá þjálfað af Nik Chamberlain en hann stýrir Breiðabliki í dag. Kristín fagnaði þá sínum þriðja bikarmeistaratitli eftir að hafa einnig unnið 2016 og 2018. Hún fluttist svo til Bröndby eftir tímabilið. Hún segir liðið spennt að leika aftur til úrslita og tap Breiðabliks gegn Víkingi í fyrra situr ekki í þeim. „Að fara á Laugardalsvöll er bara risa dæmi, þetta er aðeins meira en bara fótboltaleikur. Ógeðslega gaman og umræðan í klefanum hefur ekkert verið um leikinn í fyrra svo ég viti af,“ sagði Kristín. Kristín Dís og Ásta Eir Árnadætur fagna bikartitlinum 2018. Áslaug Munda með mjólkina. Hefur heyrt að það verði góð stemning Aðeins meira en bara fótboltaleikur að hennar sögn, en mikilvægt að halda sömu rútínu og fyrir alla leiki. „Maður reynir að halda í sömu rútínu og fara inn í þennan leik eins og hvern annan. En auðvitað er þetta risastórt, gaman að koma á Laugardalsvöll, vera á grasi og vonandi verður góð stemning… og af því sem ég hef heyrt þá verður mjög góð stemning. Við vorum með opna æfingu í vikunni og fengum fullt af krökkum, svo á að vera fjölskylduhátíð [í Þróttarheimilinu rétt hjá Laugardalsvelli]. Allir á völlinn, allir í grænu og ég held að það verði þvílík stemning.“ Klippa: Besta upphitunin fyrir 17. umferð Upphitunarþáttinn í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Bikarúrslitaleikur Breiðabliks og Vals hefst klukkan 19:15 í kvöld og verður í beinni textalýsingu á Vísi. Miðasala fer fram hjá Tix.
Íslenski boltinn Mjólkurbikar karla Mjólkurbikar kvenna Mest lesið Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Fótbolti Meikle skaut Littler skelk í bringu Sport Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Fótbolti Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Fótbolti Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Sport Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Íslenski boltinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Fótbolti „Ég er ekki búin að kaupa eina einustu jólagjöf“ Sport Lengi getur vont versnað hjá Man. City Enski boltinn Fleiri fréttir Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Stjarnan kaupir Benedikt frá Vestra Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Sjá meira