Allt fyrir hlaupið á einum stað Artasan 19. ágúst 2024 08:51 Heilsuhillan hefur tekið saman lista yfir nokkrar uppáhalds vörur sem koma hlaupurum lengra í næsta langa hlaupi. Þegar kemur að hreyfingu eru margir sem velja að hlaupa en það hefur líka lengi verið tengt við marga heilsueflandi ávinninga. Sumir hlaupa því fyrir heilsuna, aðrir sér til skemmtunar, einhverjir til þess að svala keppnisþörf og eflaust nokkrir sem gera það fyrir allt þrennt. Nú er Bakgarðshlaupið um helgina og margir sem munu fylgjast grannt með. Fyrir ykkur, og aðra sem hafa áhuga, höfum við hjá Heilsuhillunni tekið saman nokkrar vörur sem við getum hiklaust mælt með fyrir hlaupara, íþróttafólk sem og aðra. Þær henta ýmist fyrir eða eftir hlaup eða æfingar og geta haft góð áhrif á þætti eins og orku, úthald og jafnvel unnið gegn eymslum. Nutrilenk línan inniheldur þrjár vörur: Nutrilenk Gold, Active og Gel en allar hafa þessar vörur það að markmiði að draga úr stirðleika og óþægindum í liðum og vöðvum. Öflugur liðstyrkur með Nutrilenk Nutrilenk liðbætiefnin hafa verið með mest seldu liðbætiefnum hér á landi til lengri tíma. Nutrilenk Gold hefur hjálpað fjölda Íslendinga sem þjást af liðeymslum, stirðleika eða braki í liðum. Nutrilenk er meðal annars ákjósanlegt fyrir fólk sem stundar álagsvinnu og/eða álagsíþróttir og hentar einnig vel ef brjósk hefur orðið fyrir hnjaski. Nutrilenk Gel er hugsað bæði fyrir liði og vöðva en það er kælandi og er jafnframt frábær viðbót við Nutrilenk Gold. Nota má gelið bæði fyrir og/eða eftir hreyfingu en meðal innihaldsefna eru eucalyptus ilmkjarnaolía og engiferþykkni sem hafa verið notuð í náttúrulækningum í aldaraðir. Nutrilenk Active smyr og mýkir liðina. Minnkaður liðvökvi getur átt sér stað hjá fólki á öllum aldri og er algengt meðal fólks sem stundar miklar álagsíþróttir. Nutrilenk Active er góð viðbót við Nutrilenk Gold og Nutrilenk Gel en allt þrennt virkar einstaklega vel saman. Rauðrófuhylki og Glúkósamín + Kondrótín formúlan frá Natures Aid er tilvalin blanda í rútínuna þegar mikið mæðir á, sem og í daglegu lífi almennt. Bætt liðheilsa með Natures Aid Rauðrófuhylkin frá Natures Aid hafa reynst mörgum árangursrík fyrir erfiðar æfingar, en hvert hylki inniheldur um 4.620 mg af þurrkaðri rauðrófu. Rauðrófur hafa lengi verið þekktar fyrir heilsueflandi eiginleika sína, meðal annars fyrir að bæta súrefnisupptöku og auka blóðflæði líkamans. Þær hafa því slegið í gegn meðal íþróttafólks, en með auknu blóðflæði eykst snerpa, orka og úthald. Glucosamine & Chondroitin Complex frá Natures Aid er vel samsett bætiefnablanda fyrir liði og hentar vel fyrir þau sem stunda hreyfingu og þau sem eru að glíma við eymsli eða stirðleika í liðum. Blandan inniheldur kondrótín súlfat og glúkósamín sem er náttúrulegt byggingarefni brjósks. Auk þess inniheldur blandan rósaber, engifer og túrmerik og er rík af C vítamíni sem stuðlar að eðlilegri myndun kollagens fyrir eðlilega starfsemi brjósks. Better You notar Zechstein® Magnesíum í vörurnar sem er eitt hreinasta og náttúrulegasta form magnesíum í heiminum. Það frásogast auðveldlega í gegnum húðina og nýtist líkamanum afar vel. Fylltu á magnesíum birgðirnar með BetterYou Magnesíum er fjórða mikilvægasta steinefni líkamans og er gríðarlega mikilvægt fyrir heilsu okkar. Það kemur við sögu í yfir 300 mismunandi efnaskiptaferlum í líkamanum og er best þekkt fyrir að hafa slakandi áhrif á vöðva líkamans. BetterYou vörurnar njóta aukinna vinsælda og ekki af ástæðulausu því mikið er lagt upp úr gæðum. BetterYou Magnesíum baðflögurnar eru fullkomnar fyrir þreytta vöðva og liði. Líkaminn getur tekið upp magnesíum í gegnum húðina og því er tilvalið að fylla á birgðirnar með því að bæta magnesíum út í baðið eða heita pottinn til að endurnæra líkamann eftir langan dag eða stífar æfingar. Magnesíum bað er slakandi fyrir sál og líkama og stuðlar m.a. að því að draga úr þreytu og lúa. Að auki er hægt er að fá magnesíum flögur með ilmkjarna olíum sem styðja enn betur við slökun og endurheimt. Magnesíum olíurnar frá BetterYou henta einnig einstaklega vel á þreytta vöðva og liði. Formúlan er í formi úða sem borin er beint á þann stað sem angrar og áhrifin koma nánast samstundis í ljós. Olíurnar frá Better You koma í fjórum gerðum: Magnesíum Original, Magnesíum Muscle, Magnesíum Good Night og Magnesíum Joint en allar eiga olíurnar sameiginlegt að vinna á þreyttum vöðvum og liðum og eru einstaklega auðveldar í notkun. Hita- og kæligelin frá Sore No More eru þægileg í notkun og virka strax og borið er á auma liði og vöðva. Komdu í veg fyrir stífa og auma vöðva með Sore No More Með þekkingu og nútímatækni tókst framleiðendum Sore No More að þróa einstaka blöndu af virkum plöntukjörnum í gelformi. Sore No More hita- og kæligelin eru náttúruleg gel sem virka vel fyrir og eftir strangar æfingar. Gelin virka vel á tímabundin óþægindi í vöðvum og liðum en þau hafa það sérstaklega að markmiði að vinna gegn stífum og aumum vöðvum. Þar að leiðandi hjálpa þau til við aukna hreyfigetu sem eykur blóðrás í líkamanum og kemur þér lengra. Hitagelið frá Sore No More er m.a. gott fyrir æfingar til að mýkja upp vöðva og liði. Kæligelið er síðan einstaklega gott og hentugt eftir hreyfingu en það gefur kælandi og áhrifaríka meðferð án þess að valda óþægindum eða ofkælingu á húð. Kæligelið hjálpar til m.a. eftir löng og ströng hlaup þar sem höggin dynja á ökkla og hné en gelið kælir rólega og djúpt inn í vöðva. Hlaup Heilsa Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fleiri fréttir Hinn eini sanni konungur mættur í bíó Iceguys með opna búð og árita bókina „Lágspennubókmenntir“ List Sísíar sameinar húmor og hjartahlýju í nýju jólahefti Hátíðlegt en afslappað á tíu ára afmælinu Vinsælustu vörurnar í Signature 2024 Hundrað hugmyndir að gjöf fyrir hann á Já.is Fyrsti alvöru spænski veitingastaðurinn á Íslandi Finndu hina fullkomnu gjöf fyrir hana með vöruleit Já.is Keppnisskap kemur vinum í klandur „Það er enginn að ætlast til þess að ég mæti með lík“ Die Hard á jólamyndalista helsta skvísubókahöfundar landsins Við hagræðum speglum til að sýna það af lífi okkar sem við viljum sýna „Sigmundur Davíð er súrrealisti" Glansandi feldur merki um heilbrigði gæludýrsins - góð ráð fyrir sparibaðið Uppskrift að jólamatnum - þegar ekkert má klikka Matarboðin sem fólk man eftir Töfrandi og kynngimagnaður kvennaheimur opnast Óviðjafnanleg frásögn frá einstökum höfundi Gjafabréf sem búa til ógleymanlegar minningar í íslenskri náttúru Skáldskapur talaður lóðbeint út úr eigin hjarta „Hér hvílir sannleikurinn“ Gæsahúð þegar dansarar sviptu hulunni af goðsagnakenndum bíl Að ánetjast eldri konum Hafa stutt við bætta heilsu þjóðarinnar í aldarfjórðung Sérfræðingar Útilífs aðstoða við val á rétta búnaðinum Virka sömu orðskýringar á ömmur og unglinga? Kærleikskúla sem býr til ævintýri og góðar minningar Ein ákvörðun getur miklu breytt - ritdómur Jülevenner er jólasýning sem fer alltaf úr böndunum Sjá meira
Nú er Bakgarðshlaupið um helgina og margir sem munu fylgjast grannt með. Fyrir ykkur, og aðra sem hafa áhuga, höfum við hjá Heilsuhillunni tekið saman nokkrar vörur sem við getum hiklaust mælt með fyrir hlaupara, íþróttafólk sem og aðra. Þær henta ýmist fyrir eða eftir hlaup eða æfingar og geta haft góð áhrif á þætti eins og orku, úthald og jafnvel unnið gegn eymslum. Nutrilenk línan inniheldur þrjár vörur: Nutrilenk Gold, Active og Gel en allar hafa þessar vörur það að markmiði að draga úr stirðleika og óþægindum í liðum og vöðvum. Öflugur liðstyrkur með Nutrilenk Nutrilenk liðbætiefnin hafa verið með mest seldu liðbætiefnum hér á landi til lengri tíma. Nutrilenk Gold hefur hjálpað fjölda Íslendinga sem þjást af liðeymslum, stirðleika eða braki í liðum. Nutrilenk er meðal annars ákjósanlegt fyrir fólk sem stundar álagsvinnu og/eða álagsíþróttir og hentar einnig vel ef brjósk hefur orðið fyrir hnjaski. Nutrilenk Gel er hugsað bæði fyrir liði og vöðva en það er kælandi og er jafnframt frábær viðbót við Nutrilenk Gold. Nota má gelið bæði fyrir og/eða eftir hreyfingu en meðal innihaldsefna eru eucalyptus ilmkjarnaolía og engiferþykkni sem hafa verið notuð í náttúrulækningum í aldaraðir. Nutrilenk Active smyr og mýkir liðina. Minnkaður liðvökvi getur átt sér stað hjá fólki á öllum aldri og er algengt meðal fólks sem stundar miklar álagsíþróttir. Nutrilenk Active er góð viðbót við Nutrilenk Gold og Nutrilenk Gel en allt þrennt virkar einstaklega vel saman. Rauðrófuhylki og Glúkósamín + Kondrótín formúlan frá Natures Aid er tilvalin blanda í rútínuna þegar mikið mæðir á, sem og í daglegu lífi almennt. Bætt liðheilsa með Natures Aid Rauðrófuhylkin frá Natures Aid hafa reynst mörgum árangursrík fyrir erfiðar æfingar, en hvert hylki inniheldur um 4.620 mg af þurrkaðri rauðrófu. Rauðrófur hafa lengi verið þekktar fyrir heilsueflandi eiginleika sína, meðal annars fyrir að bæta súrefnisupptöku og auka blóðflæði líkamans. Þær hafa því slegið í gegn meðal íþróttafólks, en með auknu blóðflæði eykst snerpa, orka og úthald. Glucosamine & Chondroitin Complex frá Natures Aid er vel samsett bætiefnablanda fyrir liði og hentar vel fyrir þau sem stunda hreyfingu og þau sem eru að glíma við eymsli eða stirðleika í liðum. Blandan inniheldur kondrótín súlfat og glúkósamín sem er náttúrulegt byggingarefni brjósks. Auk þess inniheldur blandan rósaber, engifer og túrmerik og er rík af C vítamíni sem stuðlar að eðlilegri myndun kollagens fyrir eðlilega starfsemi brjósks. Better You notar Zechstein® Magnesíum í vörurnar sem er eitt hreinasta og náttúrulegasta form magnesíum í heiminum. Það frásogast auðveldlega í gegnum húðina og nýtist líkamanum afar vel. Fylltu á magnesíum birgðirnar með BetterYou Magnesíum er fjórða mikilvægasta steinefni líkamans og er gríðarlega mikilvægt fyrir heilsu okkar. Það kemur við sögu í yfir 300 mismunandi efnaskiptaferlum í líkamanum og er best þekkt fyrir að hafa slakandi áhrif á vöðva líkamans. BetterYou vörurnar njóta aukinna vinsælda og ekki af ástæðulausu því mikið er lagt upp úr gæðum. BetterYou Magnesíum baðflögurnar eru fullkomnar fyrir þreytta vöðva og liði. Líkaminn getur tekið upp magnesíum í gegnum húðina og því er tilvalið að fylla á birgðirnar með því að bæta magnesíum út í baðið eða heita pottinn til að endurnæra líkamann eftir langan dag eða stífar æfingar. Magnesíum bað er slakandi fyrir sál og líkama og stuðlar m.a. að því að draga úr þreytu og lúa. Að auki er hægt er að fá magnesíum flögur með ilmkjarna olíum sem styðja enn betur við slökun og endurheimt. Magnesíum olíurnar frá BetterYou henta einnig einstaklega vel á þreytta vöðva og liði. Formúlan er í formi úða sem borin er beint á þann stað sem angrar og áhrifin koma nánast samstundis í ljós. Olíurnar frá Better You koma í fjórum gerðum: Magnesíum Original, Magnesíum Muscle, Magnesíum Good Night og Magnesíum Joint en allar eiga olíurnar sameiginlegt að vinna á þreyttum vöðvum og liðum og eru einstaklega auðveldar í notkun. Hita- og kæligelin frá Sore No More eru þægileg í notkun og virka strax og borið er á auma liði og vöðva. Komdu í veg fyrir stífa og auma vöðva með Sore No More Með þekkingu og nútímatækni tókst framleiðendum Sore No More að þróa einstaka blöndu af virkum plöntukjörnum í gelformi. Sore No More hita- og kæligelin eru náttúruleg gel sem virka vel fyrir og eftir strangar æfingar. Gelin virka vel á tímabundin óþægindi í vöðvum og liðum en þau hafa það sérstaklega að markmiði að vinna gegn stífum og aumum vöðvum. Þar að leiðandi hjálpa þau til við aukna hreyfigetu sem eykur blóðrás í líkamanum og kemur þér lengra. Hitagelið frá Sore No More er m.a. gott fyrir æfingar til að mýkja upp vöðva og liði. Kæligelið er síðan einstaklega gott og hentugt eftir hreyfingu en það gefur kælandi og áhrifaríka meðferð án þess að valda óþægindum eða ofkælingu á húð. Kæligelið hjálpar til m.a. eftir löng og ströng hlaup þar sem höggin dynja á ökkla og hné en gelið kælir rólega og djúpt inn í vöðva.
Hlaup Heilsa Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fleiri fréttir Hinn eini sanni konungur mættur í bíó Iceguys með opna búð og árita bókina „Lágspennubókmenntir“ List Sísíar sameinar húmor og hjartahlýju í nýju jólahefti Hátíðlegt en afslappað á tíu ára afmælinu Vinsælustu vörurnar í Signature 2024 Hundrað hugmyndir að gjöf fyrir hann á Já.is Fyrsti alvöru spænski veitingastaðurinn á Íslandi Finndu hina fullkomnu gjöf fyrir hana með vöruleit Já.is Keppnisskap kemur vinum í klandur „Það er enginn að ætlast til þess að ég mæti með lík“ Die Hard á jólamyndalista helsta skvísubókahöfundar landsins Við hagræðum speglum til að sýna það af lífi okkar sem við viljum sýna „Sigmundur Davíð er súrrealisti" Glansandi feldur merki um heilbrigði gæludýrsins - góð ráð fyrir sparibaðið Uppskrift að jólamatnum - þegar ekkert má klikka Matarboðin sem fólk man eftir Töfrandi og kynngimagnaður kvennaheimur opnast Óviðjafnanleg frásögn frá einstökum höfundi Gjafabréf sem búa til ógleymanlegar minningar í íslenskri náttúru Skáldskapur talaður lóðbeint út úr eigin hjarta „Hér hvílir sannleikurinn“ Gæsahúð þegar dansarar sviptu hulunni af goðsagnakenndum bíl Að ánetjast eldri konum Hafa stutt við bætta heilsu þjóðarinnar í aldarfjórðung Sérfræðingar Útilífs aðstoða við val á rétta búnaðinum Virka sömu orðskýringar á ömmur og unglinga? Kærleikskúla sem býr til ævintýri og góðar minningar Ein ákvörðun getur miklu breytt - ritdómur Jülevenner er jólasýning sem fer alltaf úr böndunum Sjá meira