Uppgjörið: Sanngjarnt þegar Valskonur tryggðu sér bikarinn Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 16. ágúst 2024 21:09 Bikarmeistaralið Vals. Vísir/Anton Brink Valur er bikarmeistari kvenna í knattspyrnu eftir 2-1 sigur á Breiðabliki í úrslitaleik. Valskonur voru sterkari aðilinn í leiknum en mark Blika undir lokin hleypti spennu í leikinn. Fyrsti hálftími leiksins verður seint sakaður um að vera of viðburðarríkur. Liðin áttu erfitt með að tengja saman sendingar framan af og lítið var að frétt fyrir framan mörkin tvö. Fanney Inga Birkisdóttir með góð tilþrif.Vísir/Anton Brink Hins vegar fóru bæði lið að færa sig upp á skaftið þegar á leið. Karitas Tómasdóttir fékk fyrsta færi leiksins á 29. mínútu áður en Andrea Rut Bjarnadóttir fékk fyrsta alvöru færi leiksins fjórum mínútum síðar. Andrea fékk þá boltann inn fyrir vörnina frá Birtu Georgsdóttur, en skot hennar hafnaði í hliðarnetinu. Valskonur fengu einnig sín færi í fyrri hálfleik og var það Jasmín Erla Ingadóttir sem fékk besta færi þeirra á 35. mínútu. Boltinn barst þá inn á teig og Jasmín náði hörkuskoti, en Telma Ívarsdóttir sá við henni. Thelma Ívarsdóttir grípur boltann í marki Blika.Vísir/Anton Brink Í síðari hálfleik voru það Valskonur sem byrjuðu betur, án þess þó að skapa sér færi á fyrstu mínútunum eftir hlé. Fyrsta alvöru færi fengu hins vegar Blikar eftir um klukkutíma leik, og það var ekkert smá færi. Eftir hornspyrnu frá Andreu Rut barst boltinn á Birtu Georgsdóttur inni á teignum og hún náði góðu skoti á markið úr algjöru dauðafæri. Anna Rakel Pétursdóttir var hins vegar rétt kona á réttum stað og hún sópaði boltanum af línunni og frá marki. Anna Rakel Pétursdóttir reyndir sendingu upp kantinn.Vísir/Anton Brink Um fimm mínútum síðar tókst Valskonum svo að brjóta ísinn þegar Natasha Anasi reyndi skot innan úr teig. Skotið stefndi mögulega framhjá markinu, en Guðrún Elísabet Björgvinsdóttir var vel staðsett og stýrði boltanum í netið af stuttu færi. Valsliðið hélt áfram að herja á Blika næstu mínútur og virtist líklegra að Valur myndi bæta við en að Blikar myndu jafna. Guðrún Elísabet Björgvinsdóttir fagnar marki sínu.Vísir/Anton Brink Það varð svo raunin þegar Jasmín Erla fékk boltann inn fyrir vörnina frá Katie Cousins og kláraði færið vel á 81. mínútu, og þar með voru Blikarnir sigraðir. Atvik leiksins Mark Guðrúnar Elísabetar er atvik leiksins. Örfáum mínútum áður voru Blikar hársbreidd frá því að taka forystuna, en að koma þessu yfir línuna gaf Valsliðinu klárlega aukið sjálfstraust. Stjörnur og skúrkar Markaskorararnir Guðrún Elísabet og Jasmín Erla eru að sjálfsögðu stjörnur leiksins. Það er bara eðli bikarúrslitaleikja að þær sem skora mörkin eru stjörnur. Að sjálfsögðu er Anna Rakel einnig stjarna fyrir að bjarga á línu eftir klukkutíma leik. Pétur Pétursson ræðir við Jasmín Erlu Ingadóttur.Vísir/Anton Brink Að sama skapi má alveg segja að Birta Georgsdóttir sé skúrkur fyrir að ná ekki að skora úr færinu eftir klukkutíma leik. Líklega var þetta þó góð björgun, frekar en illa farið með gott færi. Þá nagar Karitas Tómasdóttir sig líklega í handabökin fyrir seinna mark Vals en hún bætti að einhverju leyti fyrir mistökin með því að skora fyrir Blika undir lokin. Dómarinn Arnar Þór Stefánsson og hans dómarateymi áttu fínasta kvöld á Laugardalsvellinum í kvöld. Auðvitað er alltaf hægt að kroppa í hitt og þetta, en heilt yfir komust dómarar leiksins vel frá verkefninu. Það var hart barist í leiknum.Vísir/Anton Brink Stemning og umgjörð Er einhvern tímann slæm stemning á bikarúrslitaleik? Þeir áhorfendur sem gerðu sér ferð á völlinn í blíðskaparveðri virtust allavega skemmta sér konunglega og umgjörðin hjá KSÍ fær toppeinkunn. Það braust út mikil gleði þegar Valskonur fengu bikarinn afhentan.Vísir/Anton Brink Mjólkurbikar kvenna Valur Breiðablik
Valur er bikarmeistari kvenna í knattspyrnu eftir 2-1 sigur á Breiðabliki í úrslitaleik. Valskonur voru sterkari aðilinn í leiknum en mark Blika undir lokin hleypti spennu í leikinn. Fyrsti hálftími leiksins verður seint sakaður um að vera of viðburðarríkur. Liðin áttu erfitt með að tengja saman sendingar framan af og lítið var að frétt fyrir framan mörkin tvö. Fanney Inga Birkisdóttir með góð tilþrif.Vísir/Anton Brink Hins vegar fóru bæði lið að færa sig upp á skaftið þegar á leið. Karitas Tómasdóttir fékk fyrsta færi leiksins á 29. mínútu áður en Andrea Rut Bjarnadóttir fékk fyrsta alvöru færi leiksins fjórum mínútum síðar. Andrea fékk þá boltann inn fyrir vörnina frá Birtu Georgsdóttur, en skot hennar hafnaði í hliðarnetinu. Valskonur fengu einnig sín færi í fyrri hálfleik og var það Jasmín Erla Ingadóttir sem fékk besta færi þeirra á 35. mínútu. Boltinn barst þá inn á teig og Jasmín náði hörkuskoti, en Telma Ívarsdóttir sá við henni. Thelma Ívarsdóttir grípur boltann í marki Blika.Vísir/Anton Brink Í síðari hálfleik voru það Valskonur sem byrjuðu betur, án þess þó að skapa sér færi á fyrstu mínútunum eftir hlé. Fyrsta alvöru færi fengu hins vegar Blikar eftir um klukkutíma leik, og það var ekkert smá færi. Eftir hornspyrnu frá Andreu Rut barst boltinn á Birtu Georgsdóttur inni á teignum og hún náði góðu skoti á markið úr algjöru dauðafæri. Anna Rakel Pétursdóttir var hins vegar rétt kona á réttum stað og hún sópaði boltanum af línunni og frá marki. Anna Rakel Pétursdóttir reyndir sendingu upp kantinn.Vísir/Anton Brink Um fimm mínútum síðar tókst Valskonum svo að brjóta ísinn þegar Natasha Anasi reyndi skot innan úr teig. Skotið stefndi mögulega framhjá markinu, en Guðrún Elísabet Björgvinsdóttir var vel staðsett og stýrði boltanum í netið af stuttu færi. Valsliðið hélt áfram að herja á Blika næstu mínútur og virtist líklegra að Valur myndi bæta við en að Blikar myndu jafna. Guðrún Elísabet Björgvinsdóttir fagnar marki sínu.Vísir/Anton Brink Það varð svo raunin þegar Jasmín Erla fékk boltann inn fyrir vörnina frá Katie Cousins og kláraði færið vel á 81. mínútu, og þar með voru Blikarnir sigraðir. Atvik leiksins Mark Guðrúnar Elísabetar er atvik leiksins. Örfáum mínútum áður voru Blikar hársbreidd frá því að taka forystuna, en að koma þessu yfir línuna gaf Valsliðinu klárlega aukið sjálfstraust. Stjörnur og skúrkar Markaskorararnir Guðrún Elísabet og Jasmín Erla eru að sjálfsögðu stjörnur leiksins. Það er bara eðli bikarúrslitaleikja að þær sem skora mörkin eru stjörnur. Að sjálfsögðu er Anna Rakel einnig stjarna fyrir að bjarga á línu eftir klukkutíma leik. Pétur Pétursson ræðir við Jasmín Erlu Ingadóttur.Vísir/Anton Brink Að sama skapi má alveg segja að Birta Georgsdóttir sé skúrkur fyrir að ná ekki að skora úr færinu eftir klukkutíma leik. Líklega var þetta þó góð björgun, frekar en illa farið með gott færi. Þá nagar Karitas Tómasdóttir sig líklega í handabökin fyrir seinna mark Vals en hún bætti að einhverju leyti fyrir mistökin með því að skora fyrir Blika undir lokin. Dómarinn Arnar Þór Stefánsson og hans dómarateymi áttu fínasta kvöld á Laugardalsvellinum í kvöld. Auðvitað er alltaf hægt að kroppa í hitt og þetta, en heilt yfir komust dómarar leiksins vel frá verkefninu. Það var hart barist í leiknum.Vísir/Anton Brink Stemning og umgjörð Er einhvern tímann slæm stemning á bikarúrslitaleik? Þeir áhorfendur sem gerðu sér ferð á völlinn í blíðskaparveðri virtust allavega skemmta sér konunglega og umgjörðin hjá KSÍ fær toppeinkunn. Það braust út mikil gleði þegar Valskonur fengu bikarinn afhentan.Vísir/Anton Brink