„Það sjá allir hve mikilvægir varamenn eru“ Smári Jökull Jónsson skrifar 16. ágúst 2024 21:37 Ten Hag ræðir við hetjuna Joshua Zirkzee áður en Hollendingurinn kemur inn á völlinn í kvöld. Vísir/Getty Varamenn Manchester United tryggðu liðinu sigur í opnunarleik ensku úrvalsdeildarinnar gegn Fulham í kvöld. Knattspyrnustjórinn Erik Ten Hag var ánægður með byrjunina á deildinni. „Varamenn eru alltaf mikilvægir og það var gott í fyrsta leiknum að sjá varamann koma inná og skora sigurmarkið,“ sagði Ten Hag í samtali við Skysports eftir leik. Alejandro Garnacho og Joshua Zirkzee komu inn af bekknum á 61. mínútu og voru mennirnir á bakvið sigurmark United. Garnacho sendi þá inn í teiginn á Zirkzee sem kom boltanum í netið. „Það sjá allir hve mikilvægir varamenn eru og þeir þurfa að vera tilbúnir.“ „Þá skapast vandræði“ Ten Hag sagði leiki gegn Fulham alltaf erfiða, liðið væri sterkt varnarlega og pressaði vel. „Eftir tíu mínútur fundum við taktinn í leiknum og náðum að pressa þá. Við sköpuðum fullt af færum og við hefðum átt að skora fyrr og það er eina gagnrýnin á liðið, að sýna drápseðli í teignum.“ United náði að halda hreinu í dag og það var Ten Hag ánægður með. „Fyrir tveimur árum héldum við hreinu oftast allra liða í ensku úrvalsdeildinni. Þegar við náum festu hjá öftustu fjórum leikmönnunum þá munum við verjast vel. Ef það tekst ekki þá skapast vandræði.“ Noussair Mazraoui fór beint í byrjunarliðið eftir að hafa gengið til liðs við United frá Bayern Munchen í vikunni. Hann átti góðan leik í vinstri bakverðinum. Ten Hag var ánægður með nýjasta leikmann sinn Noussair Mazraoui.Vísir/Getty „Ég þekki Mazraoui svona. Hann er frábær varnarmaður og rólegur á boltanum. Hann er ekki í toppformi og þegar hann verður kominn í 100% þá getur hann gert miklu meira. Hann þarf að vinna í forminu.“ Hollendingurinn Joshua Zirkzee kom til United frá Bologna í sumar og gat varla byrjað betur, sigurmark í fyrsta úrvalsdeildarleiknum. „Það er mikilvægt fyrir framherja að skora og hann ætti að vera þar sem hann var. En hann er með fleiri eiginleika og hann þarf að finna jafnvægið, hann þarf að mæta í teiginn til að geta klárað færin. Við viljum líka fá hann til að tengja við miðjuna. Við erum með frábæra miðjumenn í kringum hann til að búa til þessar tengingar,“ sagði Ten Hag um Hollendinginn. „Svo ánægður að við lentum ekki í meiðslum“ Hann sagði byrjunina gefa mönnum gott veganesti fyrir framtíðina. „Þetta var fyrsti leikurinn en það er gott að styrkja trúna. Ég sá ýmislegt sem við getum bætt en það er eðlilegt.“ Þá bætti Ten Hag við að Harry Maguire væri ekki meiddur en hann var tekinn af velli í leiknum. „Ekki meiddur en ég varð að taka hann útaf því hann átti við vandamál að stríða. Sigurinn er mjög mikilvægur en ég er svo ánægður að við lentum ekki í neinum meiðslum.“ Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Fleiri fréttir Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ „Höfum við séð tvo markverði spila jafn illa í sama leik?“ Tottenham áfram í undanúrslit eftir sjö marka leik með mörgum mistökum Loks búið að ganga frá sölu Everton Segir að það sé erfiðara að vera þjálfari en forsætisráðherra Hefði viljað að Rashford hefði talað við sig fyrir viðtalið Liverpool og Newcastle áfram í undanúrslitin Gabriel Jesus skaut Arsenal áfram í undanúrslitin Arne Slot viðurkennir að hafa reynt að hafa áhrif á dómarana Chelsea trúir á sakleysi Mudryks Sjá meira
„Varamenn eru alltaf mikilvægir og það var gott í fyrsta leiknum að sjá varamann koma inná og skora sigurmarkið,“ sagði Ten Hag í samtali við Skysports eftir leik. Alejandro Garnacho og Joshua Zirkzee komu inn af bekknum á 61. mínútu og voru mennirnir á bakvið sigurmark United. Garnacho sendi þá inn í teiginn á Zirkzee sem kom boltanum í netið. „Það sjá allir hve mikilvægir varamenn eru og þeir þurfa að vera tilbúnir.“ „Þá skapast vandræði“ Ten Hag sagði leiki gegn Fulham alltaf erfiða, liðið væri sterkt varnarlega og pressaði vel. „Eftir tíu mínútur fundum við taktinn í leiknum og náðum að pressa þá. Við sköpuðum fullt af færum og við hefðum átt að skora fyrr og það er eina gagnrýnin á liðið, að sýna drápseðli í teignum.“ United náði að halda hreinu í dag og það var Ten Hag ánægður með. „Fyrir tveimur árum héldum við hreinu oftast allra liða í ensku úrvalsdeildinni. Þegar við náum festu hjá öftustu fjórum leikmönnunum þá munum við verjast vel. Ef það tekst ekki þá skapast vandræði.“ Noussair Mazraoui fór beint í byrjunarliðið eftir að hafa gengið til liðs við United frá Bayern Munchen í vikunni. Hann átti góðan leik í vinstri bakverðinum. Ten Hag var ánægður með nýjasta leikmann sinn Noussair Mazraoui.Vísir/Getty „Ég þekki Mazraoui svona. Hann er frábær varnarmaður og rólegur á boltanum. Hann er ekki í toppformi og þegar hann verður kominn í 100% þá getur hann gert miklu meira. Hann þarf að vinna í forminu.“ Hollendingurinn Joshua Zirkzee kom til United frá Bologna í sumar og gat varla byrjað betur, sigurmark í fyrsta úrvalsdeildarleiknum. „Það er mikilvægt fyrir framherja að skora og hann ætti að vera þar sem hann var. En hann er með fleiri eiginleika og hann þarf að finna jafnvægið, hann þarf að mæta í teiginn til að geta klárað færin. Við viljum líka fá hann til að tengja við miðjuna. Við erum með frábæra miðjumenn í kringum hann til að búa til þessar tengingar,“ sagði Ten Hag um Hollendinginn. „Svo ánægður að við lentum ekki í meiðslum“ Hann sagði byrjunina gefa mönnum gott veganesti fyrir framtíðina. „Þetta var fyrsti leikurinn en það er gott að styrkja trúna. Ég sá ýmislegt sem við getum bætt en það er eðlilegt.“ Þá bætti Ten Hag við að Harry Maguire væri ekki meiddur en hann var tekinn af velli í leiknum. „Ekki meiddur en ég varð að taka hann útaf því hann átti við vandamál að stríða. Sigurinn er mjög mikilvægur en ég er svo ánægður að við lentum ekki í neinum meiðslum.“
Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Fleiri fréttir Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ „Höfum við séð tvo markverði spila jafn illa í sama leik?“ Tottenham áfram í undanúrslit eftir sjö marka leik með mörgum mistökum Loks búið að ganga frá sölu Everton Segir að það sé erfiðara að vera þjálfari en forsætisráðherra Hefði viljað að Rashford hefði talað við sig fyrir viðtalið Liverpool og Newcastle áfram í undanúrslitin Gabriel Jesus skaut Arsenal áfram í undanúrslitin Arne Slot viðurkennir að hafa reynt að hafa áhrif á dómarana Chelsea trúir á sakleysi Mudryks Sjá meira