Samkvæmt svörum Maresca voru alls heilir fimmtán leikmenn á launaskrá hjá Chelsea sem ekki fóru með í æfingaferð liðsins til Bandaríkjanna fyrir tímabilið.
Daily Mail segir að stjörnuleikmenn á borð við Romelu Lukaku og Kepa Arrizabalaga þurfi að æfa einir á meðan að leitað sé leiða til að selja þá.
„Við vorum tuttugu daga í Bandaríkjunum með 28-29 leikmenn, svo það var gott til að ná utan um hópinn. Núna erum við með nokkra leikmenn sem eru ekki hluti af hópnum og æfa því utan hans,“ sagði Maresca.
„Í augnablikinu er þetta ekki erfitt en þegar ég hugsa um að við séum með 43 leikmenn þá er það ekki gott,“ sagði ítalski stjórinn sem tók við Chelsea í sumar.
„Hreinsunarstarfið“ virðist þó hafið og í gær sendi Chelsea hinn unga Mason Burstow til Hull og lánaði Lesley Ugochukwu til Southampton.
Chelsea byrjar tímabil sitt í ensku úrvalsdeildinni á stórleik á morgun, þegar liðið mætir meisturum Manchester City.