Neytendur

Lágvöruverðsverslunin Prís opnar í dag

Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar
Prís er fyrsti nýi aðilinn á lágvöruverðsmarkað í meira en tvo áratugi.
Prís er fyrsti nýi aðilinn á lágvöruverðsmarkað í meira en tvo áratugi. Aðsend

Prís, ný lágvöruverðsverslun, opnaði í dag á Smáratorgi 3 í turninum. Prís er fyrsti nýi aðilinn til að koma inn á lágvöruverðsmarkað í 24 ár.

Í tilkynningu frá Prís kemur fram að markmið þess sé að lækka matvöruverð á Íslandi og rífa upp samkeppni á ný á matvörumarkaði. Í Prís verði hægt að versla allt það helsta til heimilisins á lægra verði en annars staðar á Íslandi.

„Okkar markmið er alveg skýrt, að bæta hag heimilanna með því að lækka matvöruverð á Íslandi. Fákeppnin síðustu tvo áratugina hefur haldið vöruverði uppi og komið í veg fyrir alvöru samkeppni á þessum markaði. Við hjá Prís ætlum að breyta þessu með því að fara nýjar leiðir til að tryggja ódýrasta verðið fyrir almenning í landinu. Við hlökkum til að hrista verulega upp í markaðnum, því við elskum ekkert meira en samkeppni,” er haft eftir Grétu Maríu Grétarsdóttur, framkvæmdastjóra Prís.

Í tilkynningunni segir að allri yfirbyggingu verði haldið í lágmarki og öllum óþarfa sleppt til að tryggja ódýrasta verðið á markaðnum.

Fyrr í vikunni var fjallað ítarlegar um innkomu Prís á lágvöruverðsverslanamarkað í kvöldfréttum Stöðvar 2. Sjá má innslagið hér að neðan:






Fleiri fréttir

Sjá meira


×