Innlent

Ný lágvöruverðsverslun á­skorun og tónlistarframleiðsla Magga Mix

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Sindri Sindrason les kvöldfréttir á Stöð 2 í kvöld.
Sindri Sindrason les kvöldfréttir á Stöð 2 í kvöld. Vilhelm

Fjöldi fólks lagði leið sína í nýja lágvöruverðsverslun sem var opnuð í Kópavogi í dag. ASÍ bindur vonir við að verslunin veiti aðhald og aðrir líti á verð hennar sem áskorun.

Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. Þá fjöllum við um stöðu mála á Gasaströndinni en þar hefur ungbarn greinst með mænusótt í fyrsta sinn í 25 ár. Alþjóðastofnanir stefna á bólusetningarátak og biðla til stríðandi fylkinga að leggja niður vopn.

Þá skoðum við bílastæði fyrir rafmagnsbíla en eigendur þeirra hafa ítrekað gerst uppvísir að því að leggja í sérstök hleðslustæði, þar sem ekki þarf að greiða bílastæðagjöld, án þess að greiða fyrir hleðslu. Framkvæmdastjóri Ísorku segir fyrirtækið verða af tekjum vegna þessa. 

Og við kíkjum í heimsókn til samfélagsmiðlastjörnunnar Magga Mix, sem hefur á fjórum mánuðum gefið út tæplega tvö hundruð lög með aðstoð gervigreindar. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×