Starfsemi skert í tíu leik- eða grunnskólum í Reykjavík í vetur Lovísa Arnardóttir og Jón Ísak Ragnarsson skrifa 17. ágúst 2024 23:40 Loka þarf leikskólanum Grandaborg tímabundið í vetur. Mynd/Reykjavíkurborg Í Reykjavík eru tíu leik- og grunnskólar að hluta eða alveg óstarfhæfir nú þegar skólastarf er að hefjast. Þar af er um að ræða níu leikskóla og einn grunnskóla, Hólabrekkuskóla. Þetta kemur fram í svari borgarinnar til fréttastofu en spurt var hversu margir leik- og grunnskólar borgarinnar væru óstarfhæfir og hvar nemendur verði til húsa ef ekki er hægt að vera í venjulegu húsnæði skólans. Þeir leikskólar sem um ræðir eru Hálsaskógur, Grandaborg, Garðaborg, Árborg, Hlíð, Laugasól, Vesturborg, Brákarborg og Sunnuás. Í leikskólanum Hálsaskógi er starfsemi skert en þar eru framkvæmdir í öðru húsi skólans. Á Grandaborg er starfsemi einnig skert en áætlað að loka leikskólanum frá september og til maí á næsta ári. Á Garðaborg er einnig skert starfsemi. „Þau börn sem eftir eru í leikskólanum hafa verið í gömlu Brákarborg við Brákarsund en munu brátt flytjast í Kvistaborg og aðra leikskóla í hverfi 108 þar sem leikskólinn lokar. Húsnæðið verður hluti af leikskólanum Jörfa þegar að framkvæmdum lýkur,“ segir í svari borgarinnar og að áætluð verklok séu í mars 2025. Loka þurfti leikskólanum Brákarborg vegna galla í hönnun byggingarinnar.Mynd/Reykjavíkurborg Starfsemi leikskólans Árborgar er í húsnæði Selásskóla á meðan framkvæmdir standa yfir og börn sem eru í leikskólanum Hlíð eru í öðru húsi skólans á meðan hitt er lagað. Í Laugasól er annað hús skólans óstarfhæft og hafa börnin sem þar eiga að dvelja verið í húsnæði í Safamýri frá því í maí á þessu ári. Á Vesturborg er skert starfsemi vegna þess að eldra hús leikskólans þurfti að taka úr notkun. Starfsemi Brákarborgar hefur svo verið að hluta flutt í Ármúla en elstu börn leikskólans eru í húsnæði frístundaheimilisins Glaðheima. Þegar húsnæði gömlu Brákarborgar við Brákarsund losnar í september verður hluti starfseminnar þar. Starfsemi leikskólans Sunnuás er nú í Ævintýraborg við lóð leikskólans næst Laugarnesvegi. Hólabrekkuskóli er eini skólinn þar sem starfsemi er skert en 7.-10. bekkur er í Korpuskóla vegna framkvæmda á húsnæði skólans. Enginn óstarfhæfur skóli í öðrum sveitarfélögum Í öðrum sveitarfélögum eru framkvæmdir við einhverja skóla en enginn þeirra óstarfhæfur. Sem dæmi eru framkvæmdir í Garðaskóla í Garðabæ en nemendur í skólanum auk þess sem færanlegar kennslustofur eru við skólann. Allir leik- og grunnskólar í Mosfellsbæ verða starfandi í haust samkvæmt upplýsingum frá bænum. Í einum leikskóla verður þó færri börnum tekið inn en upphaflega var gert ráð fyrir vegna fyrirhugaðra framkvæmda á húsnæðinu. Þeim börnum sem ekki komust að þar hefur verið komið fyrir í öðrum leikskólum samkvæmt svörum frá bæjaryfirvöldum í Mosfellsbæ. Í Hafnarfirði eru allir leikskólar starfhæfir.Mynd/Hafnarfjarðarbær Allir leik- og grunnskólar í Hafnarfirði eru starfhæfir fyrir nýjan skólavetur. Á Seltjarnarnesi er leikskólastarf hafið og grunnskólar verða, samkvæmt svörum frá bænum, starfhæfir frá skólabyrjun, þrátt fyrir að framkvæmdir verði þar í gangi jafnhliða skólastarfi. Í Kópavogi eru allir leik- og grunnskólar starfhæfir við upphaf skólaárs. Fram kemur í svari frá bæjaryfirvöldum að unnið sé að endurbótum í húsnæði tveggjaleikskóla í Kópavogi vegna myglu sem greindist þar síðastliðinn vetur. Leikskólinn Álfaheiði flutti hluta af starfsemi sinni, tvær deildir, í húsnæði Skátafélagsins Kópa mánaðamótin apríl og maí. Í svari bæjaryfirvalda segir að hhúsnæði Skátanna sé stutt frá leikskólanum og að leikskólastarfið hafi gengið vel þar. Þá flutti leikskólinn Fagrabrekka starfsemi tveggja deilda í húsnæði við Furugrund 3 í byrjun febrúar. Í svari bæjarins segir að húsnæðið sé í sama hverfi og leikskólinn og starfsfólk og börn njóti þess að annar leikskóli er þar við hliðina. Fréttin hefur verið uppfærð með svörum frá Kópavogsbæ. Uppfærð klukkan 18:04 þann 18.8.2024. Skóla- og menntamál Reykjavík Hafnarfjörður Mosfellsbær Garðabær Seltjarnarnes Leikskólar Grunnskólar Tengdar fréttir Þakka skilningsríkum foreldrum og gætu leitað réttar síns Borgarstjóri segist finna fyrir miklum skilningi foreldra barna á leikskólanum Brákarborg. Hann gefur lítið fyrir orð borgarfulltrúa um gettóumhverfi í Ármúla þar sem börnin fá inni til bráðabirgða. Borgin hafi til skoðunar að leita réttar síns. 8. ágúst 2024 20:49 Ekki boðlegt að börn séu í „gettó-umhverfi“ Það er ekki boðlegt að börn séu í leikskóla í „gettó-umhverfi“ að sögn borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Verkefnisstjóri segir aftur á móti að gengið hafi vonum framar að umbreyta skrifstofuhúsnæði í leikskóla áður en skólastarf hefst í næstu viku. 8. ágúst 2024 19:10 „Gettó“ í Ármúla og hryðjuverkaógnin í Vínarborg Það er ekki boðlegt að börn séu í leikskóla í „gettó-umhverfi“ sem borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins kallar bráðabirgðahúsnæði fyrir leikskóla Brákarborgar í Ármúla. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 kynnum við okkur aðstæður í nýju bráðabirgðahúsnæði leikskólans og ræðum við borgarstjóra um þá stöðu sem uppi er eftir að alvarlegir skemmdir komu í ljós á húsnæði nýju Brákarborgar. 8. ágúst 2024 18:04 Ármúlinn verði vel nothæfur leikskóli eftir tvær vikur Samskiptastjóri Reykjavíkurborgar segir að unnið verði að því næstu tvær vikurnar að gera húsnæðið í Ármúla huggulegt og leikskólahæft. Hún segir að ekki liggi fyrir hversu langan tíma framkvæmdir við Brákarborg munu taka, en borgin hafi veitt foreldrum allar upplýsingar sem eru fyrir hendi. Fundur verði boðaður með foreldrum á næstunni. 26. júlí 2024 15:13 Yngstu börnin innrituð í Garðabæ og Mosfellsbæ Á höfuðborgarsvæðinu er nú unnið að því að innrita börn í leikskóla fyrir bæði næsta haust og sum þetta vorið. Um er að ræða árganga barna sem fæddust árin 2022 og 2023 en misjafnt er eftir sveitarfélögum hversu langt þau ná inn í árið 2023. 22. mars 2024 06:46 Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Innlent Fleiri fréttir Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Sjá meira
Þetta kemur fram í svari borgarinnar til fréttastofu en spurt var hversu margir leik- og grunnskólar borgarinnar væru óstarfhæfir og hvar nemendur verði til húsa ef ekki er hægt að vera í venjulegu húsnæði skólans. Þeir leikskólar sem um ræðir eru Hálsaskógur, Grandaborg, Garðaborg, Árborg, Hlíð, Laugasól, Vesturborg, Brákarborg og Sunnuás. Í leikskólanum Hálsaskógi er starfsemi skert en þar eru framkvæmdir í öðru húsi skólans. Á Grandaborg er starfsemi einnig skert en áætlað að loka leikskólanum frá september og til maí á næsta ári. Á Garðaborg er einnig skert starfsemi. „Þau börn sem eftir eru í leikskólanum hafa verið í gömlu Brákarborg við Brákarsund en munu brátt flytjast í Kvistaborg og aðra leikskóla í hverfi 108 þar sem leikskólinn lokar. Húsnæðið verður hluti af leikskólanum Jörfa þegar að framkvæmdum lýkur,“ segir í svari borgarinnar og að áætluð verklok séu í mars 2025. Loka þurfti leikskólanum Brákarborg vegna galla í hönnun byggingarinnar.Mynd/Reykjavíkurborg Starfsemi leikskólans Árborgar er í húsnæði Selásskóla á meðan framkvæmdir standa yfir og börn sem eru í leikskólanum Hlíð eru í öðru húsi skólans á meðan hitt er lagað. Í Laugasól er annað hús skólans óstarfhæft og hafa börnin sem þar eiga að dvelja verið í húsnæði í Safamýri frá því í maí á þessu ári. Á Vesturborg er skert starfsemi vegna þess að eldra hús leikskólans þurfti að taka úr notkun. Starfsemi Brákarborgar hefur svo verið að hluta flutt í Ármúla en elstu börn leikskólans eru í húsnæði frístundaheimilisins Glaðheima. Þegar húsnæði gömlu Brákarborgar við Brákarsund losnar í september verður hluti starfseminnar þar. Starfsemi leikskólans Sunnuás er nú í Ævintýraborg við lóð leikskólans næst Laugarnesvegi. Hólabrekkuskóli er eini skólinn þar sem starfsemi er skert en 7.-10. bekkur er í Korpuskóla vegna framkvæmda á húsnæði skólans. Enginn óstarfhæfur skóli í öðrum sveitarfélögum Í öðrum sveitarfélögum eru framkvæmdir við einhverja skóla en enginn þeirra óstarfhæfur. Sem dæmi eru framkvæmdir í Garðaskóla í Garðabæ en nemendur í skólanum auk þess sem færanlegar kennslustofur eru við skólann. Allir leik- og grunnskólar í Mosfellsbæ verða starfandi í haust samkvæmt upplýsingum frá bænum. Í einum leikskóla verður þó færri börnum tekið inn en upphaflega var gert ráð fyrir vegna fyrirhugaðra framkvæmda á húsnæðinu. Þeim börnum sem ekki komust að þar hefur verið komið fyrir í öðrum leikskólum samkvæmt svörum frá bæjaryfirvöldum í Mosfellsbæ. Í Hafnarfirði eru allir leikskólar starfhæfir.Mynd/Hafnarfjarðarbær Allir leik- og grunnskólar í Hafnarfirði eru starfhæfir fyrir nýjan skólavetur. Á Seltjarnarnesi er leikskólastarf hafið og grunnskólar verða, samkvæmt svörum frá bænum, starfhæfir frá skólabyrjun, þrátt fyrir að framkvæmdir verði þar í gangi jafnhliða skólastarfi. Í Kópavogi eru allir leik- og grunnskólar starfhæfir við upphaf skólaárs. Fram kemur í svari frá bæjaryfirvöldum að unnið sé að endurbótum í húsnæði tveggjaleikskóla í Kópavogi vegna myglu sem greindist þar síðastliðinn vetur. Leikskólinn Álfaheiði flutti hluta af starfsemi sinni, tvær deildir, í húsnæði Skátafélagsins Kópa mánaðamótin apríl og maí. Í svari bæjaryfirvalda segir að hhúsnæði Skátanna sé stutt frá leikskólanum og að leikskólastarfið hafi gengið vel þar. Þá flutti leikskólinn Fagrabrekka starfsemi tveggja deilda í húsnæði við Furugrund 3 í byrjun febrúar. Í svari bæjarins segir að húsnæðið sé í sama hverfi og leikskólinn og starfsfólk og börn njóti þess að annar leikskóli er þar við hliðina. Fréttin hefur verið uppfærð með svörum frá Kópavogsbæ. Uppfærð klukkan 18:04 þann 18.8.2024.
Skóla- og menntamál Reykjavík Hafnarfjörður Mosfellsbær Garðabær Seltjarnarnes Leikskólar Grunnskólar Tengdar fréttir Þakka skilningsríkum foreldrum og gætu leitað réttar síns Borgarstjóri segist finna fyrir miklum skilningi foreldra barna á leikskólanum Brákarborg. Hann gefur lítið fyrir orð borgarfulltrúa um gettóumhverfi í Ármúla þar sem börnin fá inni til bráðabirgða. Borgin hafi til skoðunar að leita réttar síns. 8. ágúst 2024 20:49 Ekki boðlegt að börn séu í „gettó-umhverfi“ Það er ekki boðlegt að börn séu í leikskóla í „gettó-umhverfi“ að sögn borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Verkefnisstjóri segir aftur á móti að gengið hafi vonum framar að umbreyta skrifstofuhúsnæði í leikskóla áður en skólastarf hefst í næstu viku. 8. ágúst 2024 19:10 „Gettó“ í Ármúla og hryðjuverkaógnin í Vínarborg Það er ekki boðlegt að börn séu í leikskóla í „gettó-umhverfi“ sem borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins kallar bráðabirgðahúsnæði fyrir leikskóla Brákarborgar í Ármúla. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 kynnum við okkur aðstæður í nýju bráðabirgðahúsnæði leikskólans og ræðum við borgarstjóra um þá stöðu sem uppi er eftir að alvarlegir skemmdir komu í ljós á húsnæði nýju Brákarborgar. 8. ágúst 2024 18:04 Ármúlinn verði vel nothæfur leikskóli eftir tvær vikur Samskiptastjóri Reykjavíkurborgar segir að unnið verði að því næstu tvær vikurnar að gera húsnæðið í Ármúla huggulegt og leikskólahæft. Hún segir að ekki liggi fyrir hversu langan tíma framkvæmdir við Brákarborg munu taka, en borgin hafi veitt foreldrum allar upplýsingar sem eru fyrir hendi. Fundur verði boðaður með foreldrum á næstunni. 26. júlí 2024 15:13 Yngstu börnin innrituð í Garðabæ og Mosfellsbæ Á höfuðborgarsvæðinu er nú unnið að því að innrita börn í leikskóla fyrir bæði næsta haust og sum þetta vorið. Um er að ræða árganga barna sem fæddust árin 2022 og 2023 en misjafnt er eftir sveitarfélögum hversu langt þau ná inn í árið 2023. 22. mars 2024 06:46 Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Innlent Fleiri fréttir Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Sjá meira
Þakka skilningsríkum foreldrum og gætu leitað réttar síns Borgarstjóri segist finna fyrir miklum skilningi foreldra barna á leikskólanum Brákarborg. Hann gefur lítið fyrir orð borgarfulltrúa um gettóumhverfi í Ármúla þar sem börnin fá inni til bráðabirgða. Borgin hafi til skoðunar að leita réttar síns. 8. ágúst 2024 20:49
Ekki boðlegt að börn séu í „gettó-umhverfi“ Það er ekki boðlegt að börn séu í leikskóla í „gettó-umhverfi“ að sögn borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Verkefnisstjóri segir aftur á móti að gengið hafi vonum framar að umbreyta skrifstofuhúsnæði í leikskóla áður en skólastarf hefst í næstu viku. 8. ágúst 2024 19:10
„Gettó“ í Ármúla og hryðjuverkaógnin í Vínarborg Það er ekki boðlegt að börn séu í leikskóla í „gettó-umhverfi“ sem borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins kallar bráðabirgðahúsnæði fyrir leikskóla Brákarborgar í Ármúla. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 kynnum við okkur aðstæður í nýju bráðabirgðahúsnæði leikskólans og ræðum við borgarstjóra um þá stöðu sem uppi er eftir að alvarlegir skemmdir komu í ljós á húsnæði nýju Brákarborgar. 8. ágúst 2024 18:04
Ármúlinn verði vel nothæfur leikskóli eftir tvær vikur Samskiptastjóri Reykjavíkurborgar segir að unnið verði að því næstu tvær vikurnar að gera húsnæðið í Ármúla huggulegt og leikskólahæft. Hún segir að ekki liggi fyrir hversu langan tíma framkvæmdir við Brákarborg munu taka, en borgin hafi veitt foreldrum allar upplýsingar sem eru fyrir hendi. Fundur verði boðaður með foreldrum á næstunni. 26. júlí 2024 15:13
Yngstu börnin innrituð í Garðabæ og Mosfellsbæ Á höfuðborgarsvæðinu er nú unnið að því að innrita börn í leikskóla fyrir bæði næsta haust og sum þetta vorið. Um er að ræða árganga barna sem fæddust árin 2022 og 2023 en misjafnt er eftir sveitarfélögum hversu langt þau ná inn í árið 2023. 22. mars 2024 06:46