Eberechi Eze hélt í örstutta stund að hann hefði komið gestunum yfir með frábæru marki úr aukaspyrnu en dómarinn hafði flautað vegna brots í teignum og því stóð markið ekki. Það nýttu heimamenn sér þegar hálftími var liðinn en þá skoraði Bryan Mbeumo eftir undirbúning Yoane Wissa.
17 - Since the start of the 2021-22 season, only Bukayo Saka (12 goals, 14 assists) has been involved in more goals in Premier League London derbies than Bryan Mbeumo (11 goals, 6 assists). Capital. pic.twitter.com/MLax9uq9E7
— OptaJoe (@OptaJoe) August 18, 2024
Reyndist það eina mark fyrri hálfleiksins og staðan 1-0 þegar liðin gengu til búningsherbergja. Palace tók yfir í upphafi síðari hálfleiks og jöfnuðu gestirnir metin þegar Ethan Pinnock varð fyrir því óláni að setja boltann í eigið net.
Ekki löngu síðar kom Odsonne Edouard, framherji Palace, boltanum í netið en markið dæmt af vegna rangstöðu og staðan því enn 1-1.
Það var svo Wissa sem tryggði Brentford stigin þrjú með marki þegar tæpur stundarfjórðungur lifði leiks, lokatölur 2-1 heimamönnum í vil.