Ríkisstjórnin gæti ekki lengur að hagsmunum almennings Vésteinn Örn Pétursson og Lovísa Arnardóttir skrifa 18. ágúst 2024 21:00 Þorgerður Katrín telur líklegt að ríkisstjórnin muni haga sér eins fram að kosningum, eftir 13 mánuði. Stöð 2 Formaður Viðreisnar segir það hagsmunamál allra að gengið verði til kosninga sem fyrst. Ríkisstjórnin gæti ekki lengur að hagsmunum almennings heldur einungis flokka sinna og ráðherra. Dómsmálaráðherra og formaður Vinstri grænna eru ósammála um forgangsröðun í málefnum útlendinga. Í síðustu viku lýsti annar ráðherra sig ósammála formanninum um orkumál. „Ég tel það ekki forgangsmál að gera frekari breytingar á útlendingalöggjöfinni. Það er mikilvægara að áhrif breytinganna sem þegar hafa verið gerðar komi fram, og nú á forgangurinn að vera settur á innflytjendamál.“ Þetta sagði félags- og vinnumarkaðsráðherra og formaður Vinstri grænna á flokksráðsfundi VG í gær. Í hádegisfréttum okkar lýsti dómsmálaráðherra því yfir að hún væri Guðmundi ósammála og að hún myndi áfram setja útlendingalöggjöf í forgang. Hún hyggst leggja fram frumvarp til breytinga á lögunum í haust. Í síðustu viku kallaði Guðmundur Ingi eftir því að umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra gengi lengra í stefnumörkun í vindorkumálum, eftir að Orkustofnun gaf út virkjanaleyfi fyrir vindmyllugarði í Búrfellslundi. Umhverfisráðherra svaraði því þá til að stefnumörkun hefði átt sér stað yfir langan tíma. Á flokksráðsfundinum var einnig samþykkt ályktun þar sem ákvörðun Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins og þáverandi utanríkisráðherra, um að frysta fjárframlög til Flóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna í Palestínu var fordæmd. Ákvörðunin var tekin í janúar en greiðslur til stofnunarinnar hófust aftur í mars. Augljós upplausn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar segir það augljóst að meðal stjórnarflokkanna sé mikið upplausnarástand. „Það er endalaust nöldur, rifrildi, ögrandi stjórnarflokkanna í garð hvors annars. Það sjá það allir að þessi ríkisstjórn, hún er runnin út á tíma.“ Þorgerður hefur í sumar ferðast mikið um landið og segir að hvert sem hún hafi farið hafi fólk spurt hvort ekki sé nóg komið. Þá hafi ekki skipt máli hvaða flokki fólk tilheyrði. Það séu margir komnir með nóg af ríkisstjórninni sem nú er við völd. „Þetta snýst bara um að viðhalda sínum völdum. Á meðan blasa við þessi stóru verkefni. Í næstu viku er ársafmæli 9,25 prósent stýrivaxta. Við erum með mestu og hæstu stýrivexti í Evrópu ásamt stríðshrjáðum löndum Rússland og Úkraínu. Við erum með dýrustu matarkörfu í Evrópu. Við erum með risaverkefni á sviði orkumála, menntamála og heilbrigðismála og á meðan eru þessir ráðherrar í ríkisstjórn og flokksfólk þeirra að klóra augun hvort úr öðru. Þetta er náttúrulega ekki bjóðandi fólki í samfélaginu lengur.“ Miðað við fullt kjörtímabil eru um 13 mánuði í kosningar. Þorgerður segir þessa hegðun endurtekið efni og að hún eigi von á því að flokkarnir þrír geri allt sem í þeirra valdi stendur til að „hanga á stóli sínum“ en þetta sé á þessum tímapunkti orðið skaðlegt þjóðinni. Þau séu ekki að gæta að hagsmunum þjóðarinnar, heldur aðeins að sínum sérhagsmunum og flokka sinna. „Stóra myndin, þau eru ekki með hana upp á borði.“ Þörf á nýrri ríkisstjórn Þorgerður Katrín segir það oft á tíðum kómískt að vera í stjórnarandstöðu við þessar aðstæður en dregur þó ekki úr alvarleika málsins. „Við þurfum ríkisstjórn sem gengur í verkin. Sem hættir að vera á þessu nöldri við hvort annað,“ segir Þorgerður og að það skorti sameiningu í ríkisstjórnina. „Það eru miklir hagsmunir fólgnir í því að koma þessari ríkisstjórn burt. Kjósa og mynda hér starfhæfa ríkisstjórn.“ Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Viðreisn Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Vinstri græn Tengdar fréttir „Algjörlega ósammála“ samráðherra sínum Dómsmálaráðherra er ósammála samráðherra sínum í ríkisstjórn og formanni Vinstri grænna um að breytingar á útlendingalögum eigi ekki að vera forgangsmál. Hún boðar frekari breytingar í haust og segir núverandi stöðu ekki ganga til lengdar. 18. ágúst 2024 11:46 „Ég veit ekki hvort að ég sé sammála um að rokið sé auðlind“ Ríkisstjórnin afgreiddi í morgun þingsályktunartillögu og frumvarp umhverfisráðherra um uppbyggingu vindorku hér á landi. Formaður Vinstri grænna vill að vindorkuver verði í þjóðareign. 16. ágúst 2024 21:58 Ekki góð forgangsröðun að verja fjármunum til efnameiri foreldra Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla- iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, segir að frí námsgögn og skólamáltíðir sé eitthvað sem ætti að mega ræða án þess að fara í upphrópanir. Það sé ekki góð forgangsröðun að verja fjármunum til efnameiri foreldra. 9. ágúst 2024 20:12 Mest lesið „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Innlent Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Innlent Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu Innlent Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Innlent Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Innlent Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Innlent Keyptu ónýtt hús en fá ekki krónu vegna seinagangs Innlent Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Erlent Fleiri fréttir Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Ganga fylktu liði frá Arnarhóli Umferðarslys, leikskólamál og baráttuganga Breyta reglum um hljóðfærafarangur Einn fluttur á spítala eftir alvarlegt slys við Flúðir Húsbrot og rán í Hlíðunum Harður árekstur á Breiðholtsbraut Afstaða þingmanns Flokks fólksins hafði ekki áhrif Boris Spasskí grafinn með viðhöfn í Moskvu Kjarasamningurinn felldur vegna „örfárra þátta“ Versta sviðsmyndin að „klemmast á milli“ í tollastríði stórvelda Upplifir lífið eins og stofufangelsi Varnarsamningur við Bandaríkin standi sterkt Nýbökuð móðir fær ekki lögbundna þjónustu og líf Ladda á fjölunum „Litli besti vinur minn endaði í ruslinu“ Furðar sig á dómi Hæstaréttar og kallar eftir lagabreytingu Ólöglegt starfsfólk og skattaóreiða veitingastaða Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Sjá meira
Dómsmálaráðherra og formaður Vinstri grænna eru ósammála um forgangsröðun í málefnum útlendinga. Í síðustu viku lýsti annar ráðherra sig ósammála formanninum um orkumál. „Ég tel það ekki forgangsmál að gera frekari breytingar á útlendingalöggjöfinni. Það er mikilvægara að áhrif breytinganna sem þegar hafa verið gerðar komi fram, og nú á forgangurinn að vera settur á innflytjendamál.“ Þetta sagði félags- og vinnumarkaðsráðherra og formaður Vinstri grænna á flokksráðsfundi VG í gær. Í hádegisfréttum okkar lýsti dómsmálaráðherra því yfir að hún væri Guðmundi ósammála og að hún myndi áfram setja útlendingalöggjöf í forgang. Hún hyggst leggja fram frumvarp til breytinga á lögunum í haust. Í síðustu viku kallaði Guðmundur Ingi eftir því að umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra gengi lengra í stefnumörkun í vindorkumálum, eftir að Orkustofnun gaf út virkjanaleyfi fyrir vindmyllugarði í Búrfellslundi. Umhverfisráðherra svaraði því þá til að stefnumörkun hefði átt sér stað yfir langan tíma. Á flokksráðsfundinum var einnig samþykkt ályktun þar sem ákvörðun Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins og þáverandi utanríkisráðherra, um að frysta fjárframlög til Flóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna í Palestínu var fordæmd. Ákvörðunin var tekin í janúar en greiðslur til stofnunarinnar hófust aftur í mars. Augljós upplausn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar segir það augljóst að meðal stjórnarflokkanna sé mikið upplausnarástand. „Það er endalaust nöldur, rifrildi, ögrandi stjórnarflokkanna í garð hvors annars. Það sjá það allir að þessi ríkisstjórn, hún er runnin út á tíma.“ Þorgerður hefur í sumar ferðast mikið um landið og segir að hvert sem hún hafi farið hafi fólk spurt hvort ekki sé nóg komið. Þá hafi ekki skipt máli hvaða flokki fólk tilheyrði. Það séu margir komnir með nóg af ríkisstjórninni sem nú er við völd. „Þetta snýst bara um að viðhalda sínum völdum. Á meðan blasa við þessi stóru verkefni. Í næstu viku er ársafmæli 9,25 prósent stýrivaxta. Við erum með mestu og hæstu stýrivexti í Evrópu ásamt stríðshrjáðum löndum Rússland og Úkraínu. Við erum með dýrustu matarkörfu í Evrópu. Við erum með risaverkefni á sviði orkumála, menntamála og heilbrigðismála og á meðan eru þessir ráðherrar í ríkisstjórn og flokksfólk þeirra að klóra augun hvort úr öðru. Þetta er náttúrulega ekki bjóðandi fólki í samfélaginu lengur.“ Miðað við fullt kjörtímabil eru um 13 mánuði í kosningar. Þorgerður segir þessa hegðun endurtekið efni og að hún eigi von á því að flokkarnir þrír geri allt sem í þeirra valdi stendur til að „hanga á stóli sínum“ en þetta sé á þessum tímapunkti orðið skaðlegt þjóðinni. Þau séu ekki að gæta að hagsmunum þjóðarinnar, heldur aðeins að sínum sérhagsmunum og flokka sinna. „Stóra myndin, þau eru ekki með hana upp á borði.“ Þörf á nýrri ríkisstjórn Þorgerður Katrín segir það oft á tíðum kómískt að vera í stjórnarandstöðu við þessar aðstæður en dregur þó ekki úr alvarleika málsins. „Við þurfum ríkisstjórn sem gengur í verkin. Sem hættir að vera á þessu nöldri við hvort annað,“ segir Þorgerður og að það skorti sameiningu í ríkisstjórnina. „Það eru miklir hagsmunir fólgnir í því að koma þessari ríkisstjórn burt. Kjósa og mynda hér starfhæfa ríkisstjórn.“
Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Viðreisn Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Vinstri græn Tengdar fréttir „Algjörlega ósammála“ samráðherra sínum Dómsmálaráðherra er ósammála samráðherra sínum í ríkisstjórn og formanni Vinstri grænna um að breytingar á útlendingalögum eigi ekki að vera forgangsmál. Hún boðar frekari breytingar í haust og segir núverandi stöðu ekki ganga til lengdar. 18. ágúst 2024 11:46 „Ég veit ekki hvort að ég sé sammála um að rokið sé auðlind“ Ríkisstjórnin afgreiddi í morgun þingsályktunartillögu og frumvarp umhverfisráðherra um uppbyggingu vindorku hér á landi. Formaður Vinstri grænna vill að vindorkuver verði í þjóðareign. 16. ágúst 2024 21:58 Ekki góð forgangsröðun að verja fjármunum til efnameiri foreldra Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla- iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, segir að frí námsgögn og skólamáltíðir sé eitthvað sem ætti að mega ræða án þess að fara í upphrópanir. Það sé ekki góð forgangsröðun að verja fjármunum til efnameiri foreldra. 9. ágúst 2024 20:12 Mest lesið „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Innlent Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Innlent Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu Innlent Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Innlent Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Innlent Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Innlent Keyptu ónýtt hús en fá ekki krónu vegna seinagangs Innlent Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Erlent Fleiri fréttir Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Ganga fylktu liði frá Arnarhóli Umferðarslys, leikskólamál og baráttuganga Breyta reglum um hljóðfærafarangur Einn fluttur á spítala eftir alvarlegt slys við Flúðir Húsbrot og rán í Hlíðunum Harður árekstur á Breiðholtsbraut Afstaða þingmanns Flokks fólksins hafði ekki áhrif Boris Spasskí grafinn með viðhöfn í Moskvu Kjarasamningurinn felldur vegna „örfárra þátta“ Versta sviðsmyndin að „klemmast á milli“ í tollastríði stórvelda Upplifir lífið eins og stofufangelsi Varnarsamningur við Bandaríkin standi sterkt Nýbökuð móðir fær ekki lögbundna þjónustu og líf Ladda á fjölunum „Litli besti vinur minn endaði í ruslinu“ Furðar sig á dómi Hæstaréttar og kallar eftir lagabreytingu Ólöglegt starfsfólk og skattaóreiða veitingastaða Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Sjá meira
„Algjörlega ósammála“ samráðherra sínum Dómsmálaráðherra er ósammála samráðherra sínum í ríkisstjórn og formanni Vinstri grænna um að breytingar á útlendingalögum eigi ekki að vera forgangsmál. Hún boðar frekari breytingar í haust og segir núverandi stöðu ekki ganga til lengdar. 18. ágúst 2024 11:46
„Ég veit ekki hvort að ég sé sammála um að rokið sé auðlind“ Ríkisstjórnin afgreiddi í morgun þingsályktunartillögu og frumvarp umhverfisráðherra um uppbyggingu vindorku hér á landi. Formaður Vinstri grænna vill að vindorkuver verði í þjóðareign. 16. ágúst 2024 21:58
Ekki góð forgangsröðun að verja fjármunum til efnameiri foreldra Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla- iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, segir að frí námsgögn og skólamáltíðir sé eitthvað sem ætti að mega ræða án þess að fara í upphrópanir. Það sé ekki góð forgangsröðun að verja fjármunum til efnameiri foreldra. 9. ágúst 2024 20:12