Segir tilganginn með innrás í Kúrsk að búa til hlutlaust svæði Lovísa Arnardóttir skrifar 18. ágúst 2024 21:53 Forseti Úkraínu segir herinn hafa náð miklum árangri í Kúrsk. Vísir/EPA Forseti Úkraínu, Volodomír Seleneskíj, segir að með því að ráðast inn í Kúrskhérað í Rússlandi vonast hann til þess að geta búið til hlutlaust svæði til að vernda Úkraínu. Hann segist vilja stöðva árásir rússneska hersins þvert yfir landamærin og að þessi gagnsókn hafi verið það sem þurfti. Þetta sagði forsetinn í reglulegu ávarpi sínu til almennings en í frétt Guardian segir að það sé í fyrsta sinn sem fram komi, með svo skýrum hætti, hver tilgangurinn sé með innrás Úkraínuhers inn í Kúrsk-hérað. Innrásin hófst 6. ágúst og hafði hann áður gefið í skyn að tilgangur hennar væri að vernda samfélög við landamærin frá stöðugum loftárásum. Í ávarpi sínu sagði Selenskíj það helsta markmið Úkraínuhers að eyðileggja möguleika Rússlands á stríði og að tryggja gagnsóknina. Innifalið í því sé að búa til hlutlaust svæði á landsvæði Rússa. Í frétt Guardian segir að í yfirlýsingum frá úkraínskum yfirvöldum hafi áður lítið komið fram um markmið þeirra með innrásinni í Kúrsk-hérað. Árásin hafi komið Rússum í opna skjöldu enda hafi Úkraínumenn allt frá því að þeir réðust inn tekið hundruð rússneskra stríðsfanga. Yfirmaður hersins, hershöfðinginn Oleksandr Syrskyi sagði í síðustu viku að herinn væri búinn að taka um þúsund ferkílómetra svæði undir sig þó ekki sé ljóst hversu stórum hluta landsvæðisins herinn raunverulega stjórnar. Í ávarpi sínu sagði forsetinn að með því að búa til þessa hlutlausa svæði hafi úkraínski hersinn náð „góðum og þörfum árangri“. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Tengdar fréttir Ungir og óreyndir Rússar á landamærunum Talsmaður úkraínska hersins segir um 100 til 150 rússneska hermenn hneppta í prísund á hverjum degi í Kursk-héraði í Rússlandi, þar sem Úkraínumenn halda áfram sókn sinni. Það séu meira eða minna ungir hermenn sem hafi nýlega verið kvaddir í herinn og hafi lítinn áhuga á að berjast. 18. ágúst 2024 15:36 Úkraínumenn halda sókn sinni handan landamæranna áfram Ekkert lát er á sókn Úkraínumanna inn í rússnesk landamærahéruð. Þeir segjast hafa sótt lengra inn í Kúrsk og tekið á annað hundrað hermenn til fanga. Neyðarástandi var lýst yfir í nágrannahéraðinu Belgorod. 14. ágúst 2024 15:37 „Hélt ég væri að fara að drepast. Þú heyrir i sprengjunni koma“ Óskar Hallgrímsson ljósmyndari og fjölmiðlamaður hefur verið búsettur í Úkraínu um árabil. Hann segir ljóst að hermenn úkraínska hersins séu ekki að fara frá Kúrsk-héraði í Rússlandi. Þeir séu með þúsund ferkílómetra undir sinni stjórn og á því svæði séu þeir að grafa sig niður, að mynda birgðalínu og ætli sér að halda áfram. Óskar ræddi áhrif og merkingu innrásarinnar í Bítinu á Bylgjunni í morgun. 14. ágúst 2024 08:22 Hafa ekki í hyggju að halda Kúrsk Úkraínsk stjórnvöld segjast ekki ætla sér að halda landsvæðum í Rússlandi eftir óvænta innrás í síðustu viku. Varnarmálaráðuneyti Rússlands segir herinn hafa hrundið frekari sókn Úkraínumanna dýpra inn í landið. 13. ágúst 2024 15:49 Segjast hafa lagt undir sig um það bil þúsund ferkílómetra Hershöfðinginn Oleksandr Syrski greindi Vólódimír Selenskí Úkraínuforseta frá því í gær að hersveitir landsins hefðu lagt um það bil þúsund ferkílómetra undir sig í Kursk í Rússlandi. 13. ágúst 2024 06:28 Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Innlent Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Erlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Fleiri fréttir Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Sjá meira
Þetta sagði forsetinn í reglulegu ávarpi sínu til almennings en í frétt Guardian segir að það sé í fyrsta sinn sem fram komi, með svo skýrum hætti, hver tilgangurinn sé með innrás Úkraínuhers inn í Kúrsk-hérað. Innrásin hófst 6. ágúst og hafði hann áður gefið í skyn að tilgangur hennar væri að vernda samfélög við landamærin frá stöðugum loftárásum. Í ávarpi sínu sagði Selenskíj það helsta markmið Úkraínuhers að eyðileggja möguleika Rússlands á stríði og að tryggja gagnsóknina. Innifalið í því sé að búa til hlutlaust svæði á landsvæði Rússa. Í frétt Guardian segir að í yfirlýsingum frá úkraínskum yfirvöldum hafi áður lítið komið fram um markmið þeirra með innrásinni í Kúrsk-hérað. Árásin hafi komið Rússum í opna skjöldu enda hafi Úkraínumenn allt frá því að þeir réðust inn tekið hundruð rússneskra stríðsfanga. Yfirmaður hersins, hershöfðinginn Oleksandr Syrskyi sagði í síðustu viku að herinn væri búinn að taka um þúsund ferkílómetra svæði undir sig þó ekki sé ljóst hversu stórum hluta landsvæðisins herinn raunverulega stjórnar. Í ávarpi sínu sagði forsetinn að með því að búa til þessa hlutlausa svæði hafi úkraínski hersinn náð „góðum og þörfum árangri“.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Tengdar fréttir Ungir og óreyndir Rússar á landamærunum Talsmaður úkraínska hersins segir um 100 til 150 rússneska hermenn hneppta í prísund á hverjum degi í Kursk-héraði í Rússlandi, þar sem Úkraínumenn halda áfram sókn sinni. Það séu meira eða minna ungir hermenn sem hafi nýlega verið kvaddir í herinn og hafi lítinn áhuga á að berjast. 18. ágúst 2024 15:36 Úkraínumenn halda sókn sinni handan landamæranna áfram Ekkert lát er á sókn Úkraínumanna inn í rússnesk landamærahéruð. Þeir segjast hafa sótt lengra inn í Kúrsk og tekið á annað hundrað hermenn til fanga. Neyðarástandi var lýst yfir í nágrannahéraðinu Belgorod. 14. ágúst 2024 15:37 „Hélt ég væri að fara að drepast. Þú heyrir i sprengjunni koma“ Óskar Hallgrímsson ljósmyndari og fjölmiðlamaður hefur verið búsettur í Úkraínu um árabil. Hann segir ljóst að hermenn úkraínska hersins séu ekki að fara frá Kúrsk-héraði í Rússlandi. Þeir séu með þúsund ferkílómetra undir sinni stjórn og á því svæði séu þeir að grafa sig niður, að mynda birgðalínu og ætli sér að halda áfram. Óskar ræddi áhrif og merkingu innrásarinnar í Bítinu á Bylgjunni í morgun. 14. ágúst 2024 08:22 Hafa ekki í hyggju að halda Kúrsk Úkraínsk stjórnvöld segjast ekki ætla sér að halda landsvæðum í Rússlandi eftir óvænta innrás í síðustu viku. Varnarmálaráðuneyti Rússlands segir herinn hafa hrundið frekari sókn Úkraínumanna dýpra inn í landið. 13. ágúst 2024 15:49 Segjast hafa lagt undir sig um það bil þúsund ferkílómetra Hershöfðinginn Oleksandr Syrski greindi Vólódimír Selenskí Úkraínuforseta frá því í gær að hersveitir landsins hefðu lagt um það bil þúsund ferkílómetra undir sig í Kursk í Rússlandi. 13. ágúst 2024 06:28 Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Innlent Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Erlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Fleiri fréttir Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Sjá meira
Ungir og óreyndir Rússar á landamærunum Talsmaður úkraínska hersins segir um 100 til 150 rússneska hermenn hneppta í prísund á hverjum degi í Kursk-héraði í Rússlandi, þar sem Úkraínumenn halda áfram sókn sinni. Það séu meira eða minna ungir hermenn sem hafi nýlega verið kvaddir í herinn og hafi lítinn áhuga á að berjast. 18. ágúst 2024 15:36
Úkraínumenn halda sókn sinni handan landamæranna áfram Ekkert lát er á sókn Úkraínumanna inn í rússnesk landamærahéruð. Þeir segjast hafa sótt lengra inn í Kúrsk og tekið á annað hundrað hermenn til fanga. Neyðarástandi var lýst yfir í nágrannahéraðinu Belgorod. 14. ágúst 2024 15:37
„Hélt ég væri að fara að drepast. Þú heyrir i sprengjunni koma“ Óskar Hallgrímsson ljósmyndari og fjölmiðlamaður hefur verið búsettur í Úkraínu um árabil. Hann segir ljóst að hermenn úkraínska hersins séu ekki að fara frá Kúrsk-héraði í Rússlandi. Þeir séu með þúsund ferkílómetra undir sinni stjórn og á því svæði séu þeir að grafa sig niður, að mynda birgðalínu og ætli sér að halda áfram. Óskar ræddi áhrif og merkingu innrásarinnar í Bítinu á Bylgjunni í morgun. 14. ágúst 2024 08:22
Hafa ekki í hyggju að halda Kúrsk Úkraínsk stjórnvöld segjast ekki ætla sér að halda landsvæðum í Rússlandi eftir óvænta innrás í síðustu viku. Varnarmálaráðuneyti Rússlands segir herinn hafa hrundið frekari sókn Úkraínumanna dýpra inn í landið. 13. ágúst 2024 15:49
Segjast hafa lagt undir sig um það bil þúsund ferkílómetra Hershöfðinginn Oleksandr Syrski greindi Vólódimír Selenskí Úkraínuforseta frá því í gær að hersveitir landsins hefðu lagt um það bil þúsund ferkílómetra undir sig í Kursk í Rússlandi. 13. ágúst 2024 06:28