Innlent

Aukning í skjálfta­virkni heldur á­fram

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Skjálftum hefur fjölgað aðeins á svæðinu. 
Skjálftum hefur fjölgað aðeins á svæðinu.  Vilhelm

Áframhaldandi aukning er í skjálftavirkni við Sundhnúksgígaröðinni líkt og verið hefur síðustu daga.

Minney Sigurðardóttir náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofunni hefur fylgst með mælunum á Veðurstofunni í nótt. „Það er áframhaldandi aukning í virkninni eins og verið hefur, en fram yfir það eru litlar breytingar í kortunum.“

Minney segir að skjálftar næturinnar hafi allir verið í minni kantinum. Nokkrir stærri hafi komið í gærdag, en í nótt hafi þeir allir verið litlir. 

Hún segir að ekki sé fylgst sérstaklega með landrisi um helgar. „Síðustu punktar sýna að það hefur hægt á landrisi en á morgun er fundur og þá verður rýnt betur í það.“


Tengdar fréttir

Reykur í hrauni ekki eldgos

Reykur sést stíga upp úr hrauni á vefmyndavél RÚV á fjallinu Þorbirni. Veðurstofan segir eldgos ekki hafið heldur að líklega sé um vatnsgufu að ræða.

Mesta rúmmálið sem hefur safnast frá því að gosin hófust

Enn er óbreytt staða á Reykjanesi og líklegt að annað hvort eldgos eða kvikuinnskot geti hafist á hverri stundu. Meiri virkni er í dag en í gær en ekkert stórt stökk að sögn Minneyjar Sigurðardóttur náttúruvársérfræðings á Veðurstofu Íslands. Enn safnast kvika undir Svartsengi. 

Fylgjast náið með barnafjölskyldum í Grindavík

Úlfar Lúðvíksson lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir þá sem dvelja næturlangt í Grindavík mjög meðvitaða um þá hættu sem steðjar að. Barnaverndaryfirvöld fylgist með þeim fjölskyldum sem dvelji með börn í bænum. Landris og kvikusöfnun heldur áfram á sama hraða undir Svartsengi en engin skjálftavirkni mælist enn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×