Innlent

Að­stæður svipaðar og dagana fyrir síðasta gos

Bjarki Sigurðsson skrifar
Eldgos á Reykjanesskaga fyrr á þessu ári.
Eldgos á Reykjanesskaga fyrr á þessu ári. Vísir/Vilhelm

Um 110 skjálftar mældust í gær við kvikuganginn í Sundhnúksgígaröðinni. Það er umtalsverð fjölgun skjálfta en í síðustu viku voru þeir sextíu til níutíu á sólarhring. 

Í tilkynningu á vef Veðurstofunnar segir að skjálftavirknin svipi mjög til virkninnar daganna fyrir síðasta eldgos í lok maímánaðar. Landris og og kvikusöfnun er á svipuðu róli og síðustu daga. 

Flestir skjálftanna sem mælast eru undir einn að stærð en tveir stærri skjálftar yfir tveir að stærð mældust um helgina. Annar skammt austan við Sýlingarfell og hinn milli Hagafells og Sýlingarfells. Síðarnefndi  mældist 2,5 að stærð og er það stærsti skjálftinn síðann síðasta eldgosi lauk. 

Enn er talið að kvikuhlaup eða eldgos geti hafist hvenær sem er. 


Tengdar fréttir

Mesta rúmmálið sem hefur safnast frá því að gosin hófust

Enn er óbreytt staða á Reykjanesi og líklegt að annað hvort eldgos eða kvikuinnskot geti hafist á hverri stundu. Meiri virkni er í dag en í gær en ekkert stórt stökk að sögn Minneyjar Sigurðardóttur náttúruvársérfræðings á Veðurstofu Íslands. Enn safnast kvika undir Svartsengi. 

„Ekki sniðugt að vera með fólk sofandi þarna inni“

Skjálftavirkni við Sundhnúksgígaröðina fer vaxandi og hefur verið töluverð síðasta sólarhringinn. Fagstjóri á Veðurstofu Íslands mælir eindregið gegn því að fólk gisti í húsum í norðurhluta bæjarins, líkt og einhverjir hafa verið að gera.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×