Sextíu veikir og minnst sex með nóróveiru Bjarki Sigurðsson skrifar 19. ágúst 2024 16:23 Tilkynning um veikindin barst fyrst til Heilbrigðisstofnunar Suðurlands. Vísir/Vilhelm Búið er að staðfesta að í það minnsta sex af þeim rúmlega sextíu sem veiktust eftir að hafa gist á Rangárvöllum á síðustu vikum séu með nóróveiru. Unnið er að því að greina sýni úr neysluvatni á svæðinu og hvort nóróveirur hafi borist í vatnsból. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Matvælastofnun. Þar segir að Heilbrigðisstofnun Suðurlands hafi þann 7. ágúst síðastliðinn fengið tilkynningu um að hópur fólks sem hafði gist á Rangárvöllum á Suðurlandi hafi veikst af iðrasýkingu. Tekin voru vatnssýni til rannsókna og fljótlega barst staðfesting um að E. Coli saurgerlar hefðu greinst í neysluvatni en þó í litlu magni. Stýrihópur var kallaður saman og umfang málsins kortlagt. Minnst sextíu manns höfðu veikst en talið er að þeir séu fleiri þar sem ekki liggja fyrir tæmandi upplýsingar um alla ferðamenn. Nú hefur sýkla- og veirufræðideild Landspítala staðfest að nóróveira greindist hjá að minnsta kosti sex einstaklingum. Algengustu einkenni nóróveirusýkinga eru uppköst og/eða niðurgangur sem fylgt geta kviðverkir, beinverkir, höfuðverkur og stundum vægur hiti. Sjúkdómurinn gengur í langflestum tilfellum yfir á einum til tveimur sólarhringum án nokkurrar meðferðar. Smitleiðir eru margar og getur veiran smitast beint manna á milli við snertingu, en önnur algeng smitleið er með fæðu og neysluvatni. Búið er að taka sýni á þremur stöðum á Rangárvöllum og vonast er eftir því að hægt sé að staðsetja smitið með frekari sýnatöku. Sýni verða send til greiningar á rannsóknarstofu erlendis til að kanna hvort nóróveirur hafi borist í vatnsból. Rangárþing eystra Rangárþing ytra Heilbrigðismál Heilbrigðiseftirlit Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Innlent Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Erlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Fleiri fréttir „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Matvælastofnun. Þar segir að Heilbrigðisstofnun Suðurlands hafi þann 7. ágúst síðastliðinn fengið tilkynningu um að hópur fólks sem hafði gist á Rangárvöllum á Suðurlandi hafi veikst af iðrasýkingu. Tekin voru vatnssýni til rannsókna og fljótlega barst staðfesting um að E. Coli saurgerlar hefðu greinst í neysluvatni en þó í litlu magni. Stýrihópur var kallaður saman og umfang málsins kortlagt. Minnst sextíu manns höfðu veikst en talið er að þeir séu fleiri þar sem ekki liggja fyrir tæmandi upplýsingar um alla ferðamenn. Nú hefur sýkla- og veirufræðideild Landspítala staðfest að nóróveira greindist hjá að minnsta kosti sex einstaklingum. Algengustu einkenni nóróveirusýkinga eru uppköst og/eða niðurgangur sem fylgt geta kviðverkir, beinverkir, höfuðverkur og stundum vægur hiti. Sjúkdómurinn gengur í langflestum tilfellum yfir á einum til tveimur sólarhringum án nokkurrar meðferðar. Smitleiðir eru margar og getur veiran smitast beint manna á milli við snertingu, en önnur algeng smitleið er með fæðu og neysluvatni. Búið er að taka sýni á þremur stöðum á Rangárvöllum og vonast er eftir því að hægt sé að staðsetja smitið með frekari sýnatöku. Sýni verða send til greiningar á rannsóknarstofu erlendis til að kanna hvort nóróveirur hafi borist í vatnsból.
Algengustu einkenni nóróveirusýkinga eru uppköst og/eða niðurgangur sem fylgt geta kviðverkir, beinverkir, höfuðverkur og stundum vægur hiti. Sjúkdómurinn gengur í langflestum tilfellum yfir á einum til tveimur sólarhringum án nokkurrar meðferðar. Smitleiðir eru margar og getur veiran smitast beint manna á milli við snertingu, en önnur algeng smitleið er með fæðu og neysluvatni.
Rangárþing eystra Rangárþing ytra Heilbrigðismál Heilbrigðiseftirlit Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Innlent Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Erlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Fleiri fréttir „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Sjá meira