Sér ekki vaxtalækkun í kortunum fyrr en í nóvember Jón Ísak Ragnarsson skrifar 19. ágúst 2024 23:43 Litlar líkur eru taldar á því að stýrivextir Seðlabankans verði lækkaðir á miðvikudaginn. Vísir Engar líkur eru taldar á að vaxtalækkunarferli Seðlabankans hefjist á miðvikudag eins og margir höfðu vonast til. Reiknað er með að stýrivextir verði áfram 9,25 prósent og munu þá hafa staðið óbreyttir í heilt ár. Hörður Ægisson ritstjóri Innherja, telur að þeir verði ekki lækkaðir fyrr en í nóvember. „Það er eiginlega samstaða um það, við hjá Innherja gerðum könnun hjá okkur meðal markaðsaðila, hagfræðinga og greinenda, og það var alveg einróma samstaða um að það yrðu óbreyttir vextir sjötta fundinn í röð, í 9,25 prósentum,“ sagði Hörður í kvöldfréttum Stöðvar 2. Því miður megi segja að helstu hagvísar frá síðasta vaxtaákvarðanafundi Seðlabankans í maí, hafi þróast með þeim hætti sem bankinn hefði síður viljað. „Við sjáum að einkaneyslan er að vaxa meira heldur en bankinn spáði fyrr á árinu, verðbólgan hækkaði mjög óvænt í síðastliðnum mánuði upp í 6,3 prósent og er þá hærri en hún var í maí,“ segir Hörður. Verðbólguvæntingarnar séu annað hvort óbreyttar, eða hafi heldur hækkað. Spenna á vinnumarkaði og íbúðamarkaði Hörður segir að Seðlabankinn hafi áhyggjur af því að mikil spenna og atvinnuþátttaka á vinnumarkaði muni viðhalda áframhaldandi hækkun launa á vinnumarkaði. Einnig sé spenna á íbúðamarkaði. „Þannig það er rosalega fátt sem Seðlabankinn getur bent í og rökstutt að vextir lækki á næsta fundi. Það væri eiginlega að taka algjöra u-beygju frá síðustu yfirlýsingu sinni.“ Íslendingar að eyða meira í ár en í fyrra Hörður segir bagalegt að ekki hafi legið fyrir algjörlega réttar tölur varðandi kortaveltu á Íslandi í að verða tvö ár. Leiðréttar tölur um kortaveltu í sumar hafi þó leitt í l´jos að kortavelta erlendra ferðamanna hafi verið meiri en búist var við, jafnvel meiri en í fyrra. Síðan hafi komið í ljós að Íslendingar séu að eyða meira í ár en í fyrra, og það sé atriði sem Seðlabankinn muni horfa mikið til. Seðlabankinn og greiningadeildir bankanna hafi á undanförnum mánuðum vera að lækka hagvaxtarspár sínar fyrir þetta ár, en tölurnar um kortaveltu geti breytt þessu. „Seðlabankinn reiknaði með 1,1, prósenti í ár, bankarnir hafa verið að spá svona 0,5 prósent hagvexti, og það hefur meðal annars verið grundvallað á því að umsvifin hér heima, einkaneyslan sé að dragast saman. Þessar tölur gefa það ekki til kynna þannig það gæti gerst að núna hækki hagvaxtarhorfurnar upp á við,“ segir Hörður. Hann segir að þessar tölur segi okkur að einhverju leyti hvað hagkerfið sé að sýna mikla seiglu í þessu gríðarlega háa vaxtastigi, þrátt fyrir allt saman. Vextir ekki lækkaðir fyrr en í nóvember „Við erum ekki að sjá einhver hættumerki um að það sé eitthvað að brotna, en það getur samt gerst mjög fljótt, og seðlabankinn þarf auðvitað að vera með það í huga, að aðgerðir hans, þetta háa vaxtastig, að lokum valdi ekki meiri skaða fyrir hagkerfið heldur en ávinningi í því að ná niður verðbólgunni,“ segir Hörður. Hann segist halda að vextir verði ekki lækkaðir fyrr en í nóvember, á síðasta vaxtaákvarðanafundi ársins. Einn fundur verður á miðvikudaginn, annar í október og að lokum í nóvember. „Ef ég ætti að giska? Ég myndi giska nóvember. Ég held það sé því miður útilokað að þeir verði lækkaðir í október,“ segir hann. Seðlabankinn vilji væntanlega sjá tvær verðbólgumælingar niður á við, til að réttlæta það að lækka vexti. Eins þurfi verðbólguvæntingar að fara þokast niður á við. Efnahagsmál Seðlabankinn Tengdar fréttir Aukin neysla eykur verðbólgu og dregur úr líkum á vaxtalækkun Markaðasaðilar eru svartsýnni en áður á hjöðnun verðbólgu samkvæmt könnun Seðlabankans sem dregur væntanlega úr líkum á því að bankinn lækki meginvexti sína á miðvikudag. Hagfræðingur Landsbankans segir mikinn kraft í hagkerfinu með aukinni neyslu Íslendinga og erlendra ferðamanna. 19. ágúst 2024 12:00 Mest lesið 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Fleiri fréttir 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Sjá meira
„Það er eiginlega samstaða um það, við hjá Innherja gerðum könnun hjá okkur meðal markaðsaðila, hagfræðinga og greinenda, og það var alveg einróma samstaða um að það yrðu óbreyttir vextir sjötta fundinn í röð, í 9,25 prósentum,“ sagði Hörður í kvöldfréttum Stöðvar 2. Því miður megi segja að helstu hagvísar frá síðasta vaxtaákvarðanafundi Seðlabankans í maí, hafi þróast með þeim hætti sem bankinn hefði síður viljað. „Við sjáum að einkaneyslan er að vaxa meira heldur en bankinn spáði fyrr á árinu, verðbólgan hækkaði mjög óvænt í síðastliðnum mánuði upp í 6,3 prósent og er þá hærri en hún var í maí,“ segir Hörður. Verðbólguvæntingarnar séu annað hvort óbreyttar, eða hafi heldur hækkað. Spenna á vinnumarkaði og íbúðamarkaði Hörður segir að Seðlabankinn hafi áhyggjur af því að mikil spenna og atvinnuþátttaka á vinnumarkaði muni viðhalda áframhaldandi hækkun launa á vinnumarkaði. Einnig sé spenna á íbúðamarkaði. „Þannig það er rosalega fátt sem Seðlabankinn getur bent í og rökstutt að vextir lækki á næsta fundi. Það væri eiginlega að taka algjöra u-beygju frá síðustu yfirlýsingu sinni.“ Íslendingar að eyða meira í ár en í fyrra Hörður segir bagalegt að ekki hafi legið fyrir algjörlega réttar tölur varðandi kortaveltu á Íslandi í að verða tvö ár. Leiðréttar tölur um kortaveltu í sumar hafi þó leitt í l´jos að kortavelta erlendra ferðamanna hafi verið meiri en búist var við, jafnvel meiri en í fyrra. Síðan hafi komið í ljós að Íslendingar séu að eyða meira í ár en í fyrra, og það sé atriði sem Seðlabankinn muni horfa mikið til. Seðlabankinn og greiningadeildir bankanna hafi á undanförnum mánuðum vera að lækka hagvaxtarspár sínar fyrir þetta ár, en tölurnar um kortaveltu geti breytt þessu. „Seðlabankinn reiknaði með 1,1, prósenti í ár, bankarnir hafa verið að spá svona 0,5 prósent hagvexti, og það hefur meðal annars verið grundvallað á því að umsvifin hér heima, einkaneyslan sé að dragast saman. Þessar tölur gefa það ekki til kynna þannig það gæti gerst að núna hækki hagvaxtarhorfurnar upp á við,“ segir Hörður. Hann segir að þessar tölur segi okkur að einhverju leyti hvað hagkerfið sé að sýna mikla seiglu í þessu gríðarlega háa vaxtastigi, þrátt fyrir allt saman. Vextir ekki lækkaðir fyrr en í nóvember „Við erum ekki að sjá einhver hættumerki um að það sé eitthvað að brotna, en það getur samt gerst mjög fljótt, og seðlabankinn þarf auðvitað að vera með það í huga, að aðgerðir hans, þetta háa vaxtastig, að lokum valdi ekki meiri skaða fyrir hagkerfið heldur en ávinningi í því að ná niður verðbólgunni,“ segir Hörður. Hann segist halda að vextir verði ekki lækkaðir fyrr en í nóvember, á síðasta vaxtaákvarðanafundi ársins. Einn fundur verður á miðvikudaginn, annar í október og að lokum í nóvember. „Ef ég ætti að giska? Ég myndi giska nóvember. Ég held það sé því miður útilokað að þeir verði lækkaðir í október,“ segir hann. Seðlabankinn vilji væntanlega sjá tvær verðbólgumælingar niður á við, til að réttlæta það að lækka vexti. Eins þurfi verðbólguvæntingar að fara þokast niður á við.
Efnahagsmál Seðlabankinn Tengdar fréttir Aukin neysla eykur verðbólgu og dregur úr líkum á vaxtalækkun Markaðasaðilar eru svartsýnni en áður á hjöðnun verðbólgu samkvæmt könnun Seðlabankans sem dregur væntanlega úr líkum á því að bankinn lækki meginvexti sína á miðvikudag. Hagfræðingur Landsbankans segir mikinn kraft í hagkerfinu með aukinni neyslu Íslendinga og erlendra ferðamanna. 19. ágúst 2024 12:00 Mest lesið 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Fleiri fréttir 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Sjá meira
Aukin neysla eykur verðbólgu og dregur úr líkum á vaxtalækkun Markaðasaðilar eru svartsýnni en áður á hjöðnun verðbólgu samkvæmt könnun Seðlabankans sem dregur væntanlega úr líkum á því að bankinn lækki meginvexti sína á miðvikudag. Hagfræðingur Landsbankans segir mikinn kraft í hagkerfinu með aukinni neyslu Íslendinga og erlendra ferðamanna. 19. ágúst 2024 12:00