Samgöngusáttmálinn taki á mikilli innviðaskuld við höfuðborgarsvæðið Heimir Már Pétursson skrifar 20. ágúst 2024 13:18 Svandís Svavarsdóttir innviðaráðherra segir framkvæmdaáætlun í uppfærðum samgöngusáttmála verða kynnta opinberlega á morgun. Eðlilega kosti stór og mikilvæg verkefni mikla fjármuni. Vísir/vilhelm/einar Uppfærður samgöngusáttmáli fyrir höfuðborgarsvæðið verður kynntur opinberlega á morgun. Innviðaráðherra segir algera samstöðu ríkja um sáttmálann innan ríkisstjórnarinnar og kannast ekki við að kostnaður við hann hafi tvöfaldast, eins og sumir hafi fullyrt en umfang sáttmálans hafi aukist. Samgöngusáttmáli ríkisins við sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu nær yfir fjölmörg stór verkefni, eins og Sundabrú eða göng, Fossvogsbrú, Miklubraut í stokk eða göng og fleira og svo auðvitað borgarlínu. Sáttmálinn hefur verið í uppfærslu í um ár og hefur niðurstaðan verið kynnt fyrir þingflokkum og sveitarstjórnarmönnum. Svandís Svavarsdóttir innviðaráðherra segir að niðurstöður uppfærslu verði kynntar opinberlega á morgun. Svandís Svavarsdóttir innviðaráðherra segir langa innviðaskuld hafa safnast upp á höfuðborgarsvæðinu. „Við erum auðvitað í mjög langri skuld við höfuðborgarsvæðið. Ég held að þurfi ekki að útskýra það fyrir neinum að samgönguinnviðirnir í Reykjavík og á höfuðborgarsvæðinu öllu eru sprungnir fyrir löngu. Þannig að það er kominn tími til að bretta upp ermar í þessum efnum. Það auðvitað kostar en það er eðlilegt vegna þess að þetta skiptir máli. Þetta er í raun og veru æðakerfi samfélagsins hér á höfuðborgarsvæðinu,” segir Svandís. Vilhjálmur Árnason þingmaður Sjálfstæðisflokksins hefur hins vegar gagnrýnt og fullyrt í Morgunblaðinu að kostnaður við sáttmálann hafi nánast tvöfaldast og Alþingi hljóti að þurfa að skoða þau mál. Innviðaráðherra segir fjárheimildir hafa verið tryggðar til félagsins Betri samgöngur sem Alþingi hafi sett á laggirnar á sínum tíma til að stjórna verkefninu. „Síðan er þetta samspil við samgönguáætlun, fjárlagagerð og áætlanir þingsins á hverjum tíma. Við erum auðvitað með þingbundna ríkisstjórn þannig að þingið ræður á Íslandi. Það skiptir mjög miklu máli að eiga í þessum samskiptum við þingið. En ég treysti því og trúi fyrir okkur öll í þessu samfélagi sé þetta verðugt og mikilvægt næsta skref,” segir innviðaráðherra. Greint verði frá röð framkvæmda á kynningarfundi á morgun. Samstaða væri milli stjórnarflokkanna og meðal sveitarfélaganna á höfuð borgarsvæðinu um verkefnið. Auðvitað væri mikilvægt að Alþingi væri vakandi þegar um væri að ræða svo stórar ákvarðanir. Er rétt að kostnaður við sáttmálnn hafi tvöfaldast frá því í september í fyrra? „Ég kannast ekki við þessar tölur sem eru á forsíðu Moggans í dag.“ Þannig að hann er ekki kominn í þrjúhundruð og eitthvað milljarða? „Þær tölur eru á rökum reistar. En síðan (þarf að skoða) hvaða breytingar hafa átt sér stað, bæði hvað varðar umfang sáttmálans, þær aðgerðir sem farið er í, þær framkvæmdir sem þarna eru undir og svo framvegis. Þetta kemur allt saman í ljós á þessari kynningu á morgun,” segir Svandís Svavarsdóttir. Samgöngur Reykjavík Borgarlína Efnahagsmál Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Tengdar fréttir „Alvarlega vanfjármögnuð“ í viðhaldinu Forstjóri Vegagerðarinnar segir stofnunina alvarlega vanfjármagnaða þegar það kemur að viðhaldi vega. Ósamþykkt samgönguáætlun setur sömuleiðis strik í reikninginn. 21. júlí 2024 15:07 Yfirgefur innviðaráðuneytið með trega en treystir Svandísi vel Sigurður Ingi hefur nú afhent Svandísi Svavarsdóttur lyklana að innviðaráðuneytinu. Svandís hefur sinnt embætti matvælaráðherra síðustu misseri en Bjarkey Olsen tekur við af henni síðar í dag. 10. apríl 2024 10:18 Ekki nóg að bæta bara strætó Framkvæmdastjóri félags sem stofnað var utan um samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins segir það fullreynt að efla strætó án þess að byggja borgarlínu líkt og þingmaður Sjálfstæðisflokksins hefur lagt til. Eðlilegt sé að uppfæra sáttmálann nú þegar fjögur ár eru síðan skrifað var undir hann. 28. ágúst 2023 19:05 Sammála um að uppfæra Samgöngusáttmálann Ríkið og sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu hafa ákveðið að hefja undirbúning að uppfærslu Samgöngusáttmálans svokallaða með að markmiði að viðauki vð sáttmálann verði gerður. Upphafleg skuldbinding vegna sáttmálans hefur farið úr 120 milljarða króna í 153 milljarða. 14. mars 2023 15:58 Sammála um að uppfæra Samgöngusáttmálann Ríkið og sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu hafa ákveðið að hefja undirbúning að uppfærslu Samgöngusáttmálans svokallaða með að markmiði að viðauki vð sáttmálann verði gerður. Upphafleg skuldbinding vegna sáttmálans hefur farið úr 120 milljarða króna í 153 milljarða. 14. mars 2023 15:58 Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Fleiri fréttir Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Sjá meira
Samgöngusáttmáli ríkisins við sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu nær yfir fjölmörg stór verkefni, eins og Sundabrú eða göng, Fossvogsbrú, Miklubraut í stokk eða göng og fleira og svo auðvitað borgarlínu. Sáttmálinn hefur verið í uppfærslu í um ár og hefur niðurstaðan verið kynnt fyrir þingflokkum og sveitarstjórnarmönnum. Svandís Svavarsdóttir innviðaráðherra segir að niðurstöður uppfærslu verði kynntar opinberlega á morgun. Svandís Svavarsdóttir innviðaráðherra segir langa innviðaskuld hafa safnast upp á höfuðborgarsvæðinu. „Við erum auðvitað í mjög langri skuld við höfuðborgarsvæðið. Ég held að þurfi ekki að útskýra það fyrir neinum að samgönguinnviðirnir í Reykjavík og á höfuðborgarsvæðinu öllu eru sprungnir fyrir löngu. Þannig að það er kominn tími til að bretta upp ermar í þessum efnum. Það auðvitað kostar en það er eðlilegt vegna þess að þetta skiptir máli. Þetta er í raun og veru æðakerfi samfélagsins hér á höfuðborgarsvæðinu,” segir Svandís. Vilhjálmur Árnason þingmaður Sjálfstæðisflokksins hefur hins vegar gagnrýnt og fullyrt í Morgunblaðinu að kostnaður við sáttmálann hafi nánast tvöfaldast og Alþingi hljóti að þurfa að skoða þau mál. Innviðaráðherra segir fjárheimildir hafa verið tryggðar til félagsins Betri samgöngur sem Alþingi hafi sett á laggirnar á sínum tíma til að stjórna verkefninu. „Síðan er þetta samspil við samgönguáætlun, fjárlagagerð og áætlanir þingsins á hverjum tíma. Við erum auðvitað með þingbundna ríkisstjórn þannig að þingið ræður á Íslandi. Það skiptir mjög miklu máli að eiga í þessum samskiptum við þingið. En ég treysti því og trúi fyrir okkur öll í þessu samfélagi sé þetta verðugt og mikilvægt næsta skref,” segir innviðaráðherra. Greint verði frá röð framkvæmda á kynningarfundi á morgun. Samstaða væri milli stjórnarflokkanna og meðal sveitarfélaganna á höfuð borgarsvæðinu um verkefnið. Auðvitað væri mikilvægt að Alþingi væri vakandi þegar um væri að ræða svo stórar ákvarðanir. Er rétt að kostnaður við sáttmálnn hafi tvöfaldast frá því í september í fyrra? „Ég kannast ekki við þessar tölur sem eru á forsíðu Moggans í dag.“ Þannig að hann er ekki kominn í þrjúhundruð og eitthvað milljarða? „Þær tölur eru á rökum reistar. En síðan (þarf að skoða) hvaða breytingar hafa átt sér stað, bæði hvað varðar umfang sáttmálans, þær aðgerðir sem farið er í, þær framkvæmdir sem þarna eru undir og svo framvegis. Þetta kemur allt saman í ljós á þessari kynningu á morgun,” segir Svandís Svavarsdóttir.
Samgöngur Reykjavík Borgarlína Efnahagsmál Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Tengdar fréttir „Alvarlega vanfjármögnuð“ í viðhaldinu Forstjóri Vegagerðarinnar segir stofnunina alvarlega vanfjármagnaða þegar það kemur að viðhaldi vega. Ósamþykkt samgönguáætlun setur sömuleiðis strik í reikninginn. 21. júlí 2024 15:07 Yfirgefur innviðaráðuneytið með trega en treystir Svandísi vel Sigurður Ingi hefur nú afhent Svandísi Svavarsdóttur lyklana að innviðaráðuneytinu. Svandís hefur sinnt embætti matvælaráðherra síðustu misseri en Bjarkey Olsen tekur við af henni síðar í dag. 10. apríl 2024 10:18 Ekki nóg að bæta bara strætó Framkvæmdastjóri félags sem stofnað var utan um samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins segir það fullreynt að efla strætó án þess að byggja borgarlínu líkt og þingmaður Sjálfstæðisflokksins hefur lagt til. Eðlilegt sé að uppfæra sáttmálann nú þegar fjögur ár eru síðan skrifað var undir hann. 28. ágúst 2023 19:05 Sammála um að uppfæra Samgöngusáttmálann Ríkið og sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu hafa ákveðið að hefja undirbúning að uppfærslu Samgöngusáttmálans svokallaða með að markmiði að viðauki vð sáttmálann verði gerður. Upphafleg skuldbinding vegna sáttmálans hefur farið úr 120 milljarða króna í 153 milljarða. 14. mars 2023 15:58 Sammála um að uppfæra Samgöngusáttmálann Ríkið og sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu hafa ákveðið að hefja undirbúning að uppfærslu Samgöngusáttmálans svokallaða með að markmiði að viðauki vð sáttmálann verði gerður. Upphafleg skuldbinding vegna sáttmálans hefur farið úr 120 milljarða króna í 153 milljarða. 14. mars 2023 15:58 Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Fleiri fréttir Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Sjá meira
„Alvarlega vanfjármögnuð“ í viðhaldinu Forstjóri Vegagerðarinnar segir stofnunina alvarlega vanfjármagnaða þegar það kemur að viðhaldi vega. Ósamþykkt samgönguáætlun setur sömuleiðis strik í reikninginn. 21. júlí 2024 15:07
Yfirgefur innviðaráðuneytið með trega en treystir Svandísi vel Sigurður Ingi hefur nú afhent Svandísi Svavarsdóttur lyklana að innviðaráðuneytinu. Svandís hefur sinnt embætti matvælaráðherra síðustu misseri en Bjarkey Olsen tekur við af henni síðar í dag. 10. apríl 2024 10:18
Ekki nóg að bæta bara strætó Framkvæmdastjóri félags sem stofnað var utan um samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins segir það fullreynt að efla strætó án þess að byggja borgarlínu líkt og þingmaður Sjálfstæðisflokksins hefur lagt til. Eðlilegt sé að uppfæra sáttmálann nú þegar fjögur ár eru síðan skrifað var undir hann. 28. ágúst 2023 19:05
Sammála um að uppfæra Samgöngusáttmálann Ríkið og sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu hafa ákveðið að hefja undirbúning að uppfærslu Samgöngusáttmálans svokallaða með að markmiði að viðauki vð sáttmálann verði gerður. Upphafleg skuldbinding vegna sáttmálans hefur farið úr 120 milljarða króna í 153 milljarða. 14. mars 2023 15:58
Sammála um að uppfæra Samgöngusáttmálann Ríkið og sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu hafa ákveðið að hefja undirbúning að uppfærslu Samgöngusáttmálans svokallaða með að markmiði að viðauki vð sáttmálann verði gerður. Upphafleg skuldbinding vegna sáttmálans hefur farið úr 120 milljarða króna í 153 milljarða. 14. mars 2023 15:58