Ólafur Ragnar skákar Vigdísi og Guðna Bjarki Sigurðsson skrifar 20. ágúst 2024 16:27 Guðni Th. Jóhannesson og Vigdís Finnbogadóttir eru með lægri laun en Ólafur Ragnar Grímsson. Vísir/Vilhelm/Arnar Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseti Íslands, er efstur á tekjulista forseta, alþingismanna og ráðherra með 4,3 milljónir króna á mánuði. Guðni Th. Jóhannesson, einnig fyrrverandi forseti, er með 3,4 milljónir á mánuði og Vigdís Finnbogadóttir með 3 milljónir á mánuði. Þetta kemur fram í nýju Tekjublaði Frjálsrar verslunar sem kom út í dag. Tekjublað Frjálsrar verslunar kom út í dag en rétt er að árétta að um er að ræða útsvarsskyldar tekjur á árinu 2023 og þurfa þær ekki að endurspegla föst laun viðkomandi. Munurinn getur falist í launum fyrir setu í nefndum og önnur aukastörf og hlunnindi vegna kaupréttarsamninga. Í launum sumra kann að vera falinn bónus vegna ársins 2022 sem var greiddur árið 2023. Miðað er við útsvarsstofn samkvæmt álagningarskrá en í tölunum eru ekki fjármagnstekjur, til dæmis af vöxtum, arði eða sölu hlutabréfa. Sleppt er skattfrjálsum dagpeningum, bílastyrkjum og greiðslum í lífeyrissjóði. Þá ber að hafa í huga að inn í tekjunum geta líka verið einskiptisgreiðslur vegna úttektar á séreignasparnaði hjá lífeyrissjóði. Verktakagreiðslur flokkast ekki sem útsvarsskyldar tekjur og eru því ekki teknar fyrir í álagningaskrá Ríkisskattstjóra sem Tekjublaðið styðst við. Af ráðherrum er Katrín Jakobsdóttir, fyrrverandi forsætisráðherra, efst með 2,9 milljónir. Þar á eftir kemur Jón Gunnarsson, fyrrverandi dómsmálaráðherra, með 2,7 milljónir. Aðrir ráðherrar eru: Bjarni Benediktsson forsætisráðherra. 2,2 milljónir Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra. 2,2 milljónir Guðlaugur Þór Þórðarson heilbrigðisráðherra. 2,2 milljónir Guðmundur Ingi Guðbrandsson félags- og vinnumarkaðsráðherra. 2,1 milljón Sigurður Ingi Jóhannsson fjármálaráðherra. 2,1 milljón Lilja Dögg Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra. 2,1 milljón Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. 2,1 milljón Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra. 2,1 milljón Svandís Svavarsdóttir innviðaráðherra. 2,1 milljón Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra. 1,9 milljón (var ekki ráðherra fyrr en í júní 2023) Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, matvælaráðherra. 1,5 milljónir (varð ekki ráðherra fyrr en árið 2024) Ásmund Einar Daðason var ekki að finna á listanum hjá Tekjublaðinu. Launahæstu almennu þingmennirnir eru Bjarni Jónsson, þingmaður Vinstri grænna, með 2,2 milljónir og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins. Næst á eftir komu Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar og Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, með 1,9 milljónir. Bjarni Jónsson, þingmaður Vinstri grænna, og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Miðflokksins, eru launahæstu óbreyttu þingmennirnir.Vísir/Vilhelm Aðstoðarmenn ráðherra fá einnig ágætis fjárhæð í vasann. Inga Hrefna Sveinbjarnardóttir, aðstoðarmaður utanríkisráðherra, var með 1,8 milljónir, Hersir Aron Ólafsson, aðstoðarmaður forsætisráðherra, með 1,7 milljónir og Sigtryggur Magnason, aðstoðarmaður innviðaráðherra, með 1,6 milljónir. Öll skáka þau nokkrum þingmönnum hvað varðar launin, þar á meðal Ásthildi Lóu Þórsdóttur, Flokki fólksins, Oddnýju Harðardóttur, Samfylkingunni og Bryndísi Haraldsdóttur, öll með 1,6 milljónir, Bergþóri Ólasyni, Miðflokki, Vilhjálmi Árnasyni, Sjálfstæðisflokki, Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur, Pírata, og Orra Páli Jóhannssyni, Vinstri grænum, öll með 1,5 milljónir. Sigtryggur Magnason, Inga Hrefna Sveinbjarnardóttir og Hersir Aron Ólafsson, aðstoðarmenn ráðherra, eru öll með hærri laun en margir þingmenn.Vísir/Vilhelm Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson Vigdís Finnbogadóttir Ólafur Ragnar Grímsson Tekjur Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Sjá meira
Þetta kemur fram í nýju Tekjublaði Frjálsrar verslunar sem kom út í dag. Tekjublað Frjálsrar verslunar kom út í dag en rétt er að árétta að um er að ræða útsvarsskyldar tekjur á árinu 2023 og þurfa þær ekki að endurspegla föst laun viðkomandi. Munurinn getur falist í launum fyrir setu í nefndum og önnur aukastörf og hlunnindi vegna kaupréttarsamninga. Í launum sumra kann að vera falinn bónus vegna ársins 2022 sem var greiddur árið 2023. Miðað er við útsvarsstofn samkvæmt álagningarskrá en í tölunum eru ekki fjármagnstekjur, til dæmis af vöxtum, arði eða sölu hlutabréfa. Sleppt er skattfrjálsum dagpeningum, bílastyrkjum og greiðslum í lífeyrissjóði. Þá ber að hafa í huga að inn í tekjunum geta líka verið einskiptisgreiðslur vegna úttektar á séreignasparnaði hjá lífeyrissjóði. Verktakagreiðslur flokkast ekki sem útsvarsskyldar tekjur og eru því ekki teknar fyrir í álagningaskrá Ríkisskattstjóra sem Tekjublaðið styðst við. Af ráðherrum er Katrín Jakobsdóttir, fyrrverandi forsætisráðherra, efst með 2,9 milljónir. Þar á eftir kemur Jón Gunnarsson, fyrrverandi dómsmálaráðherra, með 2,7 milljónir. Aðrir ráðherrar eru: Bjarni Benediktsson forsætisráðherra. 2,2 milljónir Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra. 2,2 milljónir Guðlaugur Þór Þórðarson heilbrigðisráðherra. 2,2 milljónir Guðmundur Ingi Guðbrandsson félags- og vinnumarkaðsráðherra. 2,1 milljón Sigurður Ingi Jóhannsson fjármálaráðherra. 2,1 milljón Lilja Dögg Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra. 2,1 milljón Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. 2,1 milljón Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra. 2,1 milljón Svandís Svavarsdóttir innviðaráðherra. 2,1 milljón Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra. 1,9 milljón (var ekki ráðherra fyrr en í júní 2023) Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, matvælaráðherra. 1,5 milljónir (varð ekki ráðherra fyrr en árið 2024) Ásmund Einar Daðason var ekki að finna á listanum hjá Tekjublaðinu. Launahæstu almennu þingmennirnir eru Bjarni Jónsson, þingmaður Vinstri grænna, með 2,2 milljónir og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins. Næst á eftir komu Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar og Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, með 1,9 milljónir. Bjarni Jónsson, þingmaður Vinstri grænna, og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Miðflokksins, eru launahæstu óbreyttu þingmennirnir.Vísir/Vilhelm Aðstoðarmenn ráðherra fá einnig ágætis fjárhæð í vasann. Inga Hrefna Sveinbjarnardóttir, aðstoðarmaður utanríkisráðherra, var með 1,8 milljónir, Hersir Aron Ólafsson, aðstoðarmaður forsætisráðherra, með 1,7 milljónir og Sigtryggur Magnason, aðstoðarmaður innviðaráðherra, með 1,6 milljónir. Öll skáka þau nokkrum þingmönnum hvað varðar launin, þar á meðal Ásthildi Lóu Þórsdóttur, Flokki fólksins, Oddnýju Harðardóttur, Samfylkingunni og Bryndísi Haraldsdóttur, öll með 1,6 milljónir, Bergþóri Ólasyni, Miðflokki, Vilhjálmi Árnasyni, Sjálfstæðisflokki, Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur, Pírata, og Orra Páli Jóhannssyni, Vinstri grænum, öll með 1,5 milljónir. Sigtryggur Magnason, Inga Hrefna Sveinbjarnardóttir og Hersir Aron Ólafsson, aðstoðarmenn ráðherra, eru öll með hærri laun en margir þingmenn.Vísir/Vilhelm
Tekjublað Frjálsrar verslunar kom út í dag en rétt er að árétta að um er að ræða útsvarsskyldar tekjur á árinu 2023 og þurfa þær ekki að endurspegla föst laun viðkomandi. Munurinn getur falist í launum fyrir setu í nefndum og önnur aukastörf og hlunnindi vegna kaupréttarsamninga. Í launum sumra kann að vera falinn bónus vegna ársins 2022 sem var greiddur árið 2023. Miðað er við útsvarsstofn samkvæmt álagningarskrá en í tölunum eru ekki fjármagnstekjur, til dæmis af vöxtum, arði eða sölu hlutabréfa. Sleppt er skattfrjálsum dagpeningum, bílastyrkjum og greiðslum í lífeyrissjóði. Þá ber að hafa í huga að inn í tekjunum geta líka verið einskiptisgreiðslur vegna úttektar á séreignasparnaði hjá lífeyrissjóði. Verktakagreiðslur flokkast ekki sem útsvarsskyldar tekjur og eru því ekki teknar fyrir í álagningaskrá Ríkisskattstjóra sem Tekjublaðið styðst við.
Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson Vigdís Finnbogadóttir Ólafur Ragnar Grímsson Tekjur Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Sjá meira