Innlent

Öku­maður stöðvaður á nagla­dekkjum og fékk engan af­slátt

Jón Ísak Ragnarsson skrifar
Ökumaðurinn notaði allar bestu afsakanirnar í bransanum að sögn lögreglu.
Ökumaðurinn notaði allar bestu afsakanirnar í bransanum að sögn lögreglu. Vísir/Vilhelm

Ökumaður var stöðvaður í Reykjavík í dag þar sem bifreið hans var á nagladekkjum. Í dagbók lögreglunnar segir að ökumaðurinn hafi reynt að nota allar bestu afsakanirnar í bransanum, en lögreglumennirnir hafi engan afslátt gefið, þar sem þeir væru ekki fæddir í gær.

Þetta var meðal verkefna lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í dag.

Þar kemur fram að lögreglan leiti að tveimur einstaklingum vegna gruns um stórfellda líkamsárás.

Sextán voru sektaðir fyrir of hraðan akstur með færanlegri hraðamyndavél.

Talsvert var af tilkynningum vegna annarlegs ástands, einn gekk berseksgang inni á veitingahúsi.

Þá voru þrír ökumenn grunaðir um skjalafals, en bifreiðar þeirra voru allar á röngum númerum. Skráningarmerkin voru fjarlægð af ökutækjunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×