Íslenski boltinn

Upp­söfnuð spjöld gætu haft á­hrif: Tólf í banni

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Gunnar Vatnhamar er lykilmaður í liði Víkings.
Gunnar Vatnhamar er lykilmaður í liði Víkings. Vísir/Diego

Leikmenn Bestu deildar karla í knattspyrnu eru heldur betur farnir að safna upp spjöldum og alls verða tólf leikmenn í leikbanni í næsta leik síns liðs. Þetta kemur fram í reglubundnum úrskurði aga- og úrskurðarnefndar Knattspyrnusambands Íslands.

Aðeins eru þrjár umferðir eftir af hefðbundinni deildarkeppni áður en deildinni verður skipt upp í efri og neðri hluta. Sá efri mun berjast um Íslandsmeistaratitilinn á meðan barist verður að halda sæti sínu í deildinni í neðri hlutanum.

Mikil spenna er á botni og toppi en toppliðin tvö Víkingur og Breiðablik eru jöfn að stigum á meðan Valur, ÍA og FH eru í harðri baráttu um 3. sætið. Stjarnan og KA eru í baráttu við Fram um 6. sætið en það er síðasta sætið sem gefur þátttöku í úrslitakeppni efri hlutans.

Þá eru KR, Vestri, Fylkir og HK í harðri fallbaráttu en aðeins skilja fjögur stig liðin að en síðarnefndu tvö sitja í fallsætum deildarinnar um þessar mundir.

Hér að neðan má sjá hvaða leikmenn missa af næsta leik síns liðs og gegn hvaða liði sá leikur er. 

  • Jón Guðni Fjóluson og Gunnar Vatnhamar verða ekki með Íslandsmeisturum Víkings þegar liðið mætir Val.
  • Kristinn Steindórsson verður ekki með Breiðabliki þegar liðið mætir ÍA. Oliver Stefánsson verður ekki með ÍA í sama leik.
  • Orri Sigurður Ómarsson verður ekki með Val gegn Vestra.
  • Ísak Óli Ólafsson verður ekki með FH þegar liðið mætir Fylki. Halldór Jón Sigurður Þórðarson verður ekki með Fylki eftir að hafa fengið rautt gegn HK.
  • Heiðar Ægisson, Haukur Örn Brink og Adolf Daði Birgisson verða ekki með Stjörnunni þegar Garðbæingar mæta HK.
  • George Nunn verður ekki með HK í fallbaráttuslagnum gegn KR.
  • Oliver Stefánsson verður ekki með ÍA gegn Blikum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×