Þetta hefur fréttastofa Reuters eftir heimildamanni. Fram kemur í fréttinni að annað líkanna hafi verið af fullvaxta karlmanni.
Bayesian, lystisnekkja breska auðkýfingsins Mike Lynch, hvolfdi og hún sökk á örfáum mínútum við Sikiley á mánudag. Kokkurinn af snekkjunni, Racaldo Tomas, fannst látinn sama dag og fimmtán var bjargað. Leitarteymi hafa keppst við að reyna að endurheimta lík sex, sem hefur verið saknað síðan snekkjan sökk, og talið er að séu föst inni í snekkjunni.
Meðal þeirra sex sem var saknað eru Lynch, átján ára gömul dóttir hans og Jonathan Bloomer, stjórnarformaður Morgan Stanley International.
Erfiðlega hefur gengið að leita að líkum fólksins. Snekkjan liggur á stjórnborðahliðinni á um fimmtán metra dýpi og húsgögn hindrað leið kafara að brúnni og káetum neðan þilja. Vegna dýpisins geta kafarar aðeins leitað í um tíu mínútur í senn.
Ítalska landhelgisgæslan hefur nú notast við fjarstýrða kafbáta til þess að skoða sjávarbotninn og taka myndir og myndbönd. Er þetta liður í gagnaöflun fyrir rannsakendur. Þá hefur gæslan eins tekið skýrslur af þeim sem lifðu slysið af, þar á meðal skipstjórann.