Innlent

Samgöngusáttmáli, stýrivextir og nikótínrisar

Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar
Erla Björg Gunnarsdóttir ritstjóri fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar les fréttir í kvöld.
Erla Björg Gunnarsdóttir ritstjóri fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar les fréttir í kvöld. Vilhelm

Heildarkostnaður ríkis og sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu við uppfærða samgönguáætlun er áætlaður 311 milljarðar króna en ávinningur af framkvæmdunum er talinn verða rúmir ellefu hundruð milljarðar. Ríkið mun koma að rekstri almenningssamgangna.

Seðlabankastjóri segir hófsama kjarasamninga enn ekki hafa náð að keyra niður verðbólguna en reiknar með að það takist áður en kemur að endurskoðun samninganna á næsta ári. Seðlabankinn geti hins vegar ekki lækkað vexti í þeirri þenslu sem nú ríki í efnahagsmálum. 

Hvert nikótínveldið á fætur öðru ryður sér rúms í höfuðborginni á sama tíma og sífellt fleiri nota slíkar vörur. Foreldrar lýsa yfir miklum áhyggjum af þróuninni og kalla eftir þjóðarátaki.

Þá verðum við í beinni útsendingu með píanósnillingnum Kára Egilssyni sem heldur tónleika í kvöld og sjáum þegar heilt bæjarfélag tók á móti ólympíufaranum Hákoni Þór Sveinssyni við mikinn fögnuð.

Þetta og fleira í kvöldfréttum Stöðvar 2 í opinni dagskrá klukkan 18:30.

Klippa: Kvöldfréttir 21. ágúst 2024



Fleiri fréttir

Sjá meira


×