Innlent

Hvetja fólk til að láta vita af lekum

Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar
Heitu vatni var hleypt aftur á kerfið í morgun í kjölfar þess að vinnu lauk við Suðuræðina.
Heitu vatni var hleypt aftur á kerfið í morgun í kjölfar þess að vinnu lauk við Suðuræðina. Vísir/Vilhelm

Veitur biðla til fólks sem vör hafa orðið fyrir leka í kjölfar heitavatnsleysisins á höfuðborgarsvæðinu að hringja í neyðarsíma þeirra og láta vita af þeim.

Í uppfærslu á heimasíðu Veitna kemur fram að í dag og kvöld hafi komið upp nokkrir lekar og hafi þá íbúar á þeim svæðum orðið fyrir að lokað sé fyrir heita vatnið á meðan unnið sé að því að stöðva lekann.

„Svæðin eru þó lítil og afmörkuð við einstaka götur. Við erum að vinna í viðgerðum, en það tekur einhvern tíma þar til því lýkur,“ segir á vef Veitna.

Veitur benda einnig á spurt og svarað um bilanir á heimasíðu þeirra.

Fyrr í kvöld var greint frá því að Veitur hafi tekið á móti töluverðum fjölda símtala í neyðarsímann á meðan aðgerðunum stendur. Silja Ingólfsdóttir upplýsingafulltrúi sagði í samtali við fréttastofu að við því hefði verið búist og að fólk sé á viðbragðsvöktum og verði það næstu daga

„Við erum mjög ánægð hvað fólk hefur tekið þessu vel og viljum skila þakklæti til íbúa fyrir góðan skilning og samstarf. Þetta er framkvæmd fyrir okkur öll,“ sagði Silja.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×