Innlent

Færri skjálftar en síðustu daga

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Enn er beðið eftir næsta eldgosi á Reykjanesskaga.
Enn er beðið eftir næsta eldgosi á Reykjanesskaga. vísir/vilhelm

Um fimmtíu skjálftar mældust á Reykjanesskaga síðastliðinn sólarhring, sem er ívið minna en mælst hefur síðustu daga.

Þetta segir Sigríður Kristjánsdóttir náttúruvársérfræðingur í samtali við frétttastofu. Allir voru skjálftarnir undir tveimur að stærð.

Landris er enn á sama hraða en að öðru leyti séu litlar breytingar í kortunum. 

Rúmmál kviku undir Svartsengi áætlað meira en fyrir síðasta eldgos 29. maí. Þá hafði rúmmál kviku einnig aldrei verið meiri en kvikusöfnunin hélt áfram í tvær vikur eftir að fyrri mörkum var náð þar til eldgos hófst.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×